Fleiri fréttir

Lagadeild svarar Borgarahreyfingunni

Prófessor lagadeildra Háskóla Íslands, Ragnheiður Bragadóttir, hefur svarað fyrirspurn Borgarahreyfingarinnar en hún fór þess á leit við lagadeild HÍ að sérfræðingar hennar gæfu álit sitt á því hvort að ákæra skrifstofustjóra Alþingis á hendur 9 mótmælendum með tilvísun til 100 gr. almennra hegningarlaga frá 1940 væri viðeigandi.

Davíð áfram dómari við Mannréttindadómstólinn

Davíð Þór Björgvinsson mun gegna embætti dómara við Mannréttindadómstól Evrópu fyrir hönd Íslands til ársins 2013. Kjörtímabil hans lengist um þrjú ár eftir að Rússar fullgiltu viðauka við Mannréttindasáttmálann fyrr í mánuðinum.

Hrunskýrslu aftur seinkað

Útgáfu skýrslu Rannsóknarnefdar Alþingis um efnahagshrunið hefur verið frestað en til stóð að nefndin myndi skila skýrslunni 1. febrúar. Þetta kom fram á blaðamannafundi nefndarinnar í Alþingishúsinu sem hófst klukkan 11. Skýrslan kemur þess huganlega út í lok febrúar.

Hrafnista endurbætt fyrir 300 milljónir

Ráðist verður í endurbætur á Hrafnistu í Reykjavík fyrir um 300 milljónir króna en samkvæmt tilkynningu verða endurbæturnar fjármagnaðar með ágóða af Happdrætti DAS og með framlagi úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Elsti hluti hússins er frá árinu 1957 en gagngerar endurbætur á húsnæðinu hófust árið 2007.

Þjóðin kjósi um breytingar á kvótakerfinu

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að til greina komi að leggja breytingar á kvótakerfinu í dóm þjóðarinnar í sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki sé gott að bullandi ágreiningur sé meðal þjóðarinnar um sjávarútvegskerfið.

Engin slasaðist í tveimur veltum

Lögreglan á Selfossi þurfti að sinna útkalli vegna tveggja bílveltna sem urðu með klukkustundar bili síðastliðið föstudagskvöld. Fyrra óhappið varð á Biskupstungnavegi við Þrastarlund þar sem jepplingur með fimm manns innanborðs valt.

Unglingar stöðvaðir á óskráðum torfæruhjólum

Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af tveimur unglingspiltum í síðustu viku en þeir voru á óskráðum torfæruhjólum í Hveragerði. Akstur þeirra var talinn ógætilegur og hættulegur að auki voru bæði hjólin ótryggð.

Árni fann loðnutorfu austur af Langanesi

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson, sem nú er djúpt austur af Langanesi, fann þar loðnutorfu í gær og eru skipverjar enn að mæla hana. Sjómenn, útvegsmenn og aðrir, sem hafa hagsmuna að gæta af loðnuveiðum, bíða nú átekta eftir niðurstöðum mælinganna, því hingað til hefur ekki mælst nóg til að hægt verði að gefa út veiðikvóta.

Var Da Vinci sjálfur Mona Lisa?

Vísindamenn og sagnfræðingar í ítölsku Þjóðminjanefndinni hafa farið framá að fá að opna grafhýsi Leonardos Da Vinci til að komast að því hvort málverkið af Monu Lisu sé sjálfsmynd listamannsins.

Kosið verði um álversstækkun í vor

Samtökin Sól í Straumi vilja ekki að kosið verði um stækkun álversins í Straumsvík samhliða fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave en vilja þess í stað að kosningin fari fram sama dag og bæjarstjórnarkosningarnar í vor.

Aðalmeðferð hafin í mansalsmáli

Aðalmeðferð er hafin í dómsmáli gegn sex mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir að ætla að selja nítján ára Litháenska stúlku í kynlífsþrældóm. Dómshaldið er lokað almenningi en það hófst í morgun.

Köld eru kvenna ráð

Þegar Charles Philips ákvað að snúa sér eingöngu að konu sinni eftir átta ára framhjáhald með YaVaughnie Wilkins hefndi hún sín rækilega.

Chavez lokar sjónvarpsstöð

Húgó Chavez forseti Venesúela hefur látið loka sjónvarpsstöð sem hefur verið gagnrýnin á stjórn hans.

Kínverjar afneita Google hakki

Google hótaði hinn tólfta þessa mánaðar að hætta allri starfsemi í Kína og loka þar skrifstofum sínum eftir að einhverjir hökkuðu sig inn í rafpóst mannréttindasamtaka bæði kínverskra og erlendra.

Vilja kaupa frið af talibönum

Utanríkisráðherra Þýskalands vill að Vesturveldin kaupi Talibana frá uppreisnariðju sinni. Bandaríkin eru sögð styðja þá hugmynd.

Norðmenn neita hlutverki sáttasemjara fyrir Ísland en...

Norðmenn neita því að vera í sáttasemjarahlutverki fyrir Íslendinga í Icesave málinu. Þetta kemur fram í frétt á Reuters í morgun. Haft er eftir talskonu norska utanríkisráðuneytisins að Noregur..."hafi engu hlutiverki að gegna sem sáttasemjari fyrir Ísland í augnablikinu," eins og hún orðar það.

Hrapaði eftir fimm mínútna flug

Veður var vont þegar Boeing þota Ethiopian Airlines tók á loft frá flugvellinum í Beirut, þrumur og eldingar og úrhellis rigning. Aðeins fimm mínútum síðar rofnaði samband við vélina og hún hvarf af ratsjá.

Vilja ættleiða börn frá Haítí til Íslands

Ætli alþjóðasamfélagið að bregðast við hörmungum á Haítí með því að ættleiða munaðarlaus börn úr landi bíða yfir 130 fjölskyldur og einstæðar konur þess hér á landi að geta ættleitt börn, segir Hörður Svavarsson, formaður Íslenskar ættleiðingar.

Tími samninga að renna út

Náist ekki samkomulag við Breta og Hollendinga um að taka upp viðræður vegna Icesave í vikunni gengur það tækifæri mönnum úr greipum. Það er mat þeirra stjórnmálamanna sem Fréttablaðið ræddi við. Fari svo, verði haldið óhikað í þjóðaratkvæðagreiðslu, en undirbúningur hennar hefur haldið áfram samhliða viðræðum við Breta og Hollendinga.

Halda stórfé sem var innheimt í leyfisleysi

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar var ranglega látið greiða tæpar 83 milljónir króna í skipulagsgjald vegna bygginga sinna á varnarsvæðinu en fær aðeins rúmar 4 milljónir endurgreiddar vegna þess að kærufrestur var að mestu liðinn.

Segja vegið að kvikmyndagerð í landinu

„Það er verið að veita íslenskri kvikmyndagerð náðarhöggið,“ segir Hjálmtýr Heiðdal, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna um niðurskurðaraðgerðir RÚV. Þær fela meðal annars í sér að dregið verður úr kaupum á innlendum kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og heimildarmyndum.

Féll í lest við siglingu úr höfn

Rúmlega þrítugur sjómaður slasaðist alvarlega á höfði þegar hann féll í lest skips þegar það var nýlagt frá bryggju seinnipart dags í gær.

Fær erlenda fyrirlesara heim

Búist er við að rúmlega þúsund manns, þar af um hundrað erlendir gestir og fyrirlesarar, sæki alþjóðlega risaráðstefnu Microsoft á Íslandi um upplýsingatækni, sem haldin verður í Reykjavík á morgun og miðvikudag. Á ráðstefnunni er að finna rjómann af þremur ráðstefnum sem haldnar voru í Bandaríkjunum og í Evrópu í fyrra.

Ekkert ákveðið um stækkun álversins

Ekki er tryggt að ráðist verði í stækkun álversins í Straumsvík, þó það yrði samþykkt í íbúakosningu. Fyrirtækið mun athuga málið komi sú staða upp. Stækkun er enn talinn hagkvæmur kostur, segir Ólafur Teitur Guðnason hjá Rio Tinto Alcan.

Vilja vita hvar til stendur að virkja

„Skorað er á ríkisstjórnina, einkum forsætisráðherra, umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra, að taka saman yfirlit og gera rækilega grein fyrir því hvaða háhitasvæði og vatnsföll verður nauðsynlegt að virkja til þess að afla orku fyrir 360 þúsund tonna álverksmiðju í Helguvík.“ Svo hljóðar áskorun sem birt var á vef Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Úttekt ýfir upp deilu um strandveiðarnar

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur gott sem tekið af allan vafa um að strandveiðar eru komnar til að vera. Niðurstöður úttektar Háskólaseturs Vestfjarða (HV) á framgangi og áhrifum veiðanna túlkar ráðherra sem svo að reynsla af veiðunum sé góð. Smábátasjómenn hvetja til þess að veiðarnar verði festar í sessi á meðan útgerðir innan LÍÚ finna þeim allt til foráttu.

Einn maður býr í Skeifunni

Einn maður er með lögheimili í Skeifunni, meðan jafn stórt svæði hinum megin Miklubrautar hýsir þrettán hundruð manns, að mestu í einbýlishúsum. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi bendir á þetta. Skeifan sé gott dæmi um tækifæri til að þétta byggð í borginni.

Veikleiki listans er skortur á endurnýjun

Niðurstaða prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík skilar lista sem lítur ágætlega út, með óumdeildan leiðtoga. Veikleiki listans er helst skortur á endurnýjun, segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Fékk viðurkenningu FKA

Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors, hlaut í gær viðurkenningu Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA) fyrir árið 2010. Viðurkenningin var afhent í Perlunni fyrir helgi.

Dæmi um að foreldrar selji lyf frá börnum sínum

Dæmi eru um að foreldrar hafi selt rítalín og fleiri lyf frá börnum sínum í ábataskyni. Aðstoðarlandlæknir veit til þess að söluturn í Reykjavík selji lyfseðilsskyld lyf undir borðið og undrast að lögregla láti sig þetta ekki varða.

Afborganir vegna Icesave litlu meiri en lán til Kaupþings

Afborganir og vextir af erlendum lánum opinberra aðila næstu fjórtán árin eru um 2.260 milljarðar króna. Þar af eru afborganir vegna Icesave um 289 milljarðar, sem er öllu minni upphæð en Seðlabankinn lánaði Kaupþingi meira og minna án veða áður en Seðlabankinn fór á hausinn.

Varnarmálaráðherra Breta kjaftaði af sér

Bob Ainsworth, varnarmálaráðherra Breta, virtist í dag óvart hafa talað af sér varðandi fyrirhugaða dagsetningu á næstu þingkosningum í Bretlandi. Flest bendir til þess að Bretar gangi að kjörborðinu þann 6. maí næstkomandi.

Íslensk börn verða illa úti í kreppunni

Íslenskir sérfræðingar á sviði lýðheilsu telja merki um aukin fjölskylduvandræði eftir fjármálahrunið árið 2008 sem skildi fjölda foreldra eftir í fjárhagsvanda. Fjallað er um málið á vef breska blaðsins Guardian í dag.

Íslensk kona stjórnar hjálparstarfi á Haiti

Íslensk kona, Hlín Baldvinsdóttir, gegnir lykilhlutverki á vegum Alþjóða Rauða krossins á Haiti við að skipuleggja flóttamannabúðir fyrir yfir tvöhundruð þúsund manns sem misstu heimili sín í jarðskjálftanum. Hún segir margra ára hjálparstarf framundan.

Segir erindi Borgarahreyfingarinnar „ævintýralega heimskulegt“

Erindi Borgarahreyfingarinnar til lagadeildar Háskóla Íslands er svo ævintýralega heimskulegt að ósofinn leikskólakrakki með hor í nös og króníska eyrnabólgu hefði ekki getað ropað málinu út úr sér í sandkassanum. Þetta segir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður.

Segir nýtt vaktakerfi til bóta

Nýtt vaktafyrirkomulag hjá almennum læknum á Landspítalanum verður til bóta fyrir sjúklinga og læknanna sjálfa. Þetta segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á spítalanum. Formaður félags almennra lækna segir hins vegar að flestir læknar séu mjög uggandi vegna breytinganna.

Gagnrýnir þátt fjölmiðla í mótmælunum

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn gagnrýnir frásagnir fjölmiðla af mótmælum á Austurvelli og segir að það sé eins og þeir hafi verið að ýta undir eitthvað. „Ég þurfti að skamma fjölmiðlamann,“ sagði Geir Jón. Hann sagði þó að sumir fjölmiðlamenn hefðu verið ábyrgir.

Árásum á Bandaríkin hótað

Frekari árásum á Bandaríkin er hótað í myndskeiði ef stjórnvöld þar halda áfram að styðja Ísraelsríki. Myndskeiðið er sagt vera frá Osama Bin Laden.

Sjá næstu 50 fréttir