Fleiri fréttir

Skattar álfyrirtækja 1,9 milljarðar í fyrra

Álfyrirtæki á Íslandi greiddu samtals 1,9 milljarða í tekjuskatt og tryggingagjald í fyrra. Fjármálaráðuneytið óskaði upplýsinga um þetta eftir að forstjóri Alcoa sagði í viðtali að fyrirtækið hefði greitt um fjóra milljarða í beina skatta í fyrra.

Arnold fær styttu af Pútín

Rússneska vaxtarræktar­sambandið hefur látið gera brjóstmynd af Vladimír Pútín sem gefa á Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóra Kaliforníu.

Helgi Hjörvar næsti forseti

Þing Norðurlandaráðs stendur nú yfir í Stokkhólmi. Þingið sitja alþingismennirnir Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Siv Friðleifsdóttir, Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson auk nokkurra ráðherra.

Geta nú talað saman á gelísku

Nú má nota gelísku í formlegum samskiptum milli ráðherra skosku stjórnarinnar og embættis­manna Evrópusambandsins.

Hlýrri barnalaug í Vesturbæ

„Það er aldrei að vita nema maður skelli sér bara út í og vígi þetta,“ segir Kjartan Magnús­son, borgarfulltrúi og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs. Smíði stálþils milli grunna og djúpa hluta Vesturbæjarlaugarinnar, sem ætlað er að hækka hitastigið í grunna hlutanum sem gjarnan er nefndur barnalaugin, lauk í gær. Þá hefur hitunarbúnaður grunnu laugarinnar verið endurnýjaður.

Flugferðum fjölgað í sumar

Þýskum ferðamönnum á Íslandi mun fjölga umtalsvert næsta sumar, að sögn Oddnýjar Bjargar Halldórs­dóttur, sölustjóra hjá Ferðaþjónustu bænda. Fulltrúar þrettán ferðaþjónustufyrirtækja kynna nú Ísland sem áfangastað fyrir þýska ferðamenn. Er þetta upphaf markaðsátaks íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja í Evrópu. Sams konar strandhögg verður í desember í Amsterdam og Brussel. - bþs

Síldin er ennþá sýkt að hluta

Fyrstu niður­stöður benda til þess að íslenska sumargots­síldin sé ennþá sýkt. Þetta staðfesta sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar.

Áhugasamir skrái sig á netinu

Bankasýsla ríkisins hefur skipað valnefnd til að tilnefna fulltrúa ríkisins til setu í stjórnum bankanna. Í nefndinni sitja Kristín Rafnar, forstöðumaður í Kauphöllinni, Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar HR, og Helga Valfells, sérfræðingur hjá Nýsköpunarsjóði.

Reykjavík leiði rafbílavæðingu

Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur hefur stofnað starfshóp sem finna á leiðir til að gera Reykjavík forystuborg í rafbílavæðingu. Forsvarsmenn borgarinnar telja kjöraðstæður fyrir hendi til að gera borgarbúum fært að reka rafbíla á hagkvæman hátt.

Hrækti í andlit lögreglumanns

Karlmaður á þrítugsaldri játaði í gær að hafa sparkað í sköflunginn á ungum lögreglumanni og hrækt í andlitið á öðrum.

Íranar vilja breytingar á samningnum

Íranar eru reiðubúnir að ganga til samninga við Sameinuðu þjóðirnar um kjarnorkueftirlit, en þó aðeins ef veigamiklar breytingar verða gerðar á þeim samningi sem nú liggur fyrir.

Reykjanesbær fær 150 milljónir króna

Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga nema í ár rúmlega 1,2 milljörðum króna og voru þrír fjórðu hlutar þeirra, 931 milljón, greiddir út í gær. Afgangurinn verður greiddur út fyrir áramót.

Bændur óttuðust að verða fyrir tjóni

Hættu á að bændur yrðu fyrir tjóni ef bilanir kæmu upp í mjaltakerfum frá norska fyrirtækinu DeLaval var að mestu afstýrt í fyrradag. Þá var undirrituð viljayfirlýsing milli Fóðurblöndunnar og DeLaval um að Fóðurblandan tæki yfir sölu og þjónustu á vörum DeLaval á Íslandi. Tekur hún gildi um mánaðamót.

Líklegt talið að samningar haldi

Enn var ekki komið í ljós hvort kjarasamningar á almennum vinnumarkaði yrðu framlengdir þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Þó töldu forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins það líklegra en hitt. Á ellefta tímanum biðu þeir eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra og lokatexta yfirlýsingar stjórnvalda varðandi stöðugleikasáttmálann.

Fimmtungur lána í frystingu

Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa í miklum mæli fryst höfuðstól gengistryggðra lána. Fyrirtækin eru með 11,5 prósent af heildarlánum íslenskra fyrir­tækja og er nær eingöngu um gengistryggð lán að ræða, eða 95 prósent. Alls hefur höfuðstóll 21 prósents útistandandi lána verið frystur.

Stjórnvöld skera upp herör gegn Nígeríubréfum

Yfirvöld í Nígeríu hafa skorið upp herör í baráttunni gegn netsvindli – svokölluðum Nígeríubréfum – sem streymt hafa frá landinu síðustu ár. Lögregluyfirvöld í Nígeríu segjast þegar hafa lokað þúsund vefsíðum sem geyma slíka bréf og handtekið átján manns.

Hafist handa án Karadzic

Réttarhöld yfir Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníuserba, hófust í gær þrátt fyrir fjarveru sakborningsins. Karadzic lét ekki sjá sig í réttarsalnum annan daginn í röð. Hann hyggst verja sig sjálfur og segist þurfa marga mánuði til viðbótar til að undirbúa sig.

Lokað fyrir framhaldsskóla

Snara, vefbókasafn sem selur aðgang að Íslenskri orðabók og fjölda annarra orðabóka, ætlar á fimmtudag að loka fyrir aðgang framhaldsskólanema að safninu.

Svínin eru með svínaflensuna

Staðfest var í gær að nokkur svín á svínabúinu að Minni-Vatnsleysu væru sýkt af svínaflensu. Ekki verður gripið til sérstakra ráðstafana vegna þessa, að öðru leyti en því að reynt verður að einangra pestina við þetta tiltekna svínabú. Ljóst þykir að svínin hafi sýkst vegna umgengni við veikt starfsfólk. Engar líkur eru á að veikjast við það að neyta svínakjöts.

Ísland leysist upp og hverfur

„Var þarna verið að lýsa stöðu þjóðarinnar um þessar mundir? Ísland bundið í klafa skulda og efnahagurinn harð­frosinn,“ segir Sigurður Sigurðar­son, vefstjóri heimasíðu Skaga­strandar, um listaverk brasilísku listakonunnar Renötu Padovan.

Mun ekki geta rökstutt handtökuna á meðan jörðin snýst

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður konu sem handtekin var í tengslum við mansalsmálið svonefnda, segir lögreglustjórann á Suðurnesjum ekki á meðan jörðin snýst geta gefið neina raunhæfa skýringu á því af hverju konan var handtekin.

Ekki ákvörðun fjármálaráðherra heldur þjóðarinnar

Það er íslensku þjóðarinnar en ekki fjármálaráðherra að ákveða hvort að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, aðspurð á þingi Norðurlandaráðs í dag, að fram kom í seinnikvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Tjáir sig ekki um stefnu dóttur Gunnars

„Ég ætla ekkert að tjá mig um það,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG, þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum við stefnu Frjálsrar miðlunar gegn honum og Guðríði Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, og Hafsteins Karlssonar, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. Ólafur vísaði þess í stað á lögmann sinn, Hafsteins og Guðfríðar.

„Staðan hefur lagast"

„Það er ekki útséð með hvernig þetta fer en það miklu meiri líkur en minni að þetta gangi upp,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífins í Kastljósi í kvöld. Hann sagði að staðan í viðræðum um framhald stöðugleikasáttmálans hefði lagast í dag og að hlutirnir hefðu verið að skýrast.

Tæplega hundrað frambjóðendur skiluðu ekki uppgjöri

Tæplega hundrað frambjóðendur sem tóku þátt í prófkjöri eða forvali vegna þingkosninganna í vor skiluðu ekki fjárhagslegu uppgjöri til Ríkisendurskoðunar en frestur til þess rann út um helgina. Unnt er að beita fjársektum og jafnvel fangelsun, hunsi frambjóðandi viljandi að sniðganga lög um skil á fjárhagslegu uppgjöri.

Mótmæla fyrirhugaðri skerðinga til stofanna í Skagafirði

Borgarafundur sem haldinn var á á Sauðárkróki samþykkti ályktun þar sem fyrirhuguðum skerðingum á fjárframlögum til opinberra stofnana í Skagafirði er harðlega mótmælt sem og fækkun þeirra starfa sem af þeim munu leiða.

Tvö börn í hverjum grunnskólabekk lögð í einelti

Tvö börn í hverjum einasta grunnskólabekk á Íslandi eru lögð í einelti og vísbendingar eru um að þessum börnum fari fjölgandi. Móðir drengs sem svipti sig lífi eftir að hafa verið miskunnarlaust lagður í einelti segir allt of lítið gert til að sporna við ofbeldinu.

Fjármálaráðgjafi mælir ekki með leið ríkisstjórnarinnar

Þeir sem þurfa ekki nauðsynlega að lækka greiðslubyrðina sína ættu ekki að nýta sér greiðslujöfnunarleið ríkisins segir fjármálaráðgjafi. Hann segir úrræðin dýr og sýnir með útreikningum að þau geti að endingu orðið kostnaðarsamari en ef haldið er áfram að borga af lánunum eins og þau eru í dag.

Annað efnahagshrun blasir við

Annað efnahagshrun gæti blasað við náist ekki að tryggja sátt á milli ríkisstjórnar og atvinnurekenda segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Framtíð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði ræðst á næstu klukkustundum.

Peningaþvætti og tryggingasvik tengjast mansalsmálinu

Fólkið sem situr í gæsluvarðhaldi í tengslum við mansalsmálið, svonefnda, er jafnframt grunað um peningaþvætti, íkveikju og tryggingasvik. Fólkið er talið tengjast bruna í gamla fiskimarkaðnum við Sólvelli á Grundarfirði í lok ágúst. Þá var tugmilljón króna tjón þegar húsnæðið, tæki og veiðarfæri brann til kaldra kola. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Ísland beiti sér fyrir auknu lýðræði og gagnsæi innan ESB

„Hvað varðar stofnanir ESB, þá mun Ísland í norrænum anda vinna með þeim aðildarríkjum sem vilja auka lýðræðisleg vinnubrögð og gagnsæi innan ESB. Við munum gefa mannréttindum og velferð allra sérstakan gaum, ekki síst þegar kemur að minnihlutahópum,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, í ræðu á 61. þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í dag.

Lögreglustjóri vísar orðum Sveins Andra á bug

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hafnar alfarið atvikalýsingu Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns, á handtöku eiginkonu Íslendings sem er í haldi vegna mansalsmálsins, svonefnda. Lögreglustjórinn segir að konan hafi verið ósamvinnuþýð og neitað að gefa upplýsingar sem óskað var eftir. Því hafi verið ákveðið að handtaka hana og færa til yfirheyrslu.

Banaslys á Fljótsdalshéraði

Karlmaður á sextugsaldri lést í umferðarslysi sem varð á Fljótdalshéraði á afleggjaranum að bænum Hlíðarhús við veg 917 í morgun eða í nótt. Ökumaður dráttarvélar ók útaf veginum og valt hún í Fögruhlíðará. Vélin var hálf í kafi þegar að var komið.

Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að lausn náist á atvinnumarkaði

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist eiga von á því að hægt verði að finna lausn á stöðunni sem upp er komin á atvinnumarkaði. Úrslitatilraun hefur staðið yfir í dag til að bjarga stöðugleikasáttmálanum, en sáttmálinn rennur út á miðnætti. Þreifingar hafa verið á milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda í dag. Stjórn Samtaka atvinnulífsins fundaði um málið í hádeginu og var þungt hljóð í mönnum að sögn Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra SA.

Innbrotafaraldur herjar á íbúa Suðurnesja

Innbrotafaraldur hefur herjað á íbúa á Suðurnesjum nú í mánuð en á annan tug innbrota hafa verið tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum. Að sögn Skúla Jónssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, þá hófst faraldurinn í lok september og náði hámarki fyrir stuttu. Hann segir faraldurinn þó í rénum nú.

Vantar sjálfboðaliða til þess að safna fyrir Rebekku Maríu

Pétur Sigurgunnarsson, sem safnar fé fyrir Rebekku Maríu Jóhannesdóttur í Hafnarfirði en hann vantar sjálfboðaliða til þess að aðstoða sig við að selja styrktarmerki í hennar nafni víðsvegar um landið. Eins og flestir vita þá berst Rebekka fyrir því að fá að ættleiða tvo bræður sína 8 og 2 ára eftir að móðir þeirra lést úr heilaæxli í ágúst síðastliðnum. Faðir Rebekku lést í bílslysi í ágúst 2007. Sjálf á Rebekka María von á barni í byrjun nóvember.

Skjalasafn Ólafs Thors afhent Reykjavíkurborg

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri mun á morgun taka formlega við einkaskjalasafni Ólafs Thors, fyrrverandi forsætisráðherra, sem varðveitt verður í Borgarskjalasafni Reykjavíkur. Af sama tilefni mun borgarstjóri opna vefsíðu um Ólaf Thors. Ólöf og Guðrún Pétursdætur gefa safnið í minningu foreldra sinna Mörtu Thors og Péturs Benediktssonar, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Vísindakirkjan sektuð fyrir svik

Vísindakirkjan í Frakklandi hefur verið sektuð fyrir fjársvik. Dómstóllinn féllst þó ekki á þá kröfu saksóknarans að banna kirkjuna í landinu.

Eldur í blaðagámi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að verslunarkjarnanum í Suðuveri um tíuleytið í morgun vegna elds í blaðagámi. Að sögn slökkviliðsmanns sem fréttastofa talaði við skemmdist gámurinn það mikið að nauðsynlegt þótti að fjarlægja hann af staðnum.

Sjá næstu 50 fréttir