Innlent

Grétar Mar nýr þingflokksformaður

Grétar Mar Jónsson hefur setið á þingi síðan vorið 2007.
Grétar Mar Jónsson hefur setið á þingi síðan vorið 2007.
Á fundi þingflokks Frjálslynda flokksins sem haldinn var í dag var Grétar Mar Jónsson, alþingismaður Suðurkjördæmis, kosinn formaður þingflokksins í stað Jóns Magnússonar sem sagði sig úr flokknum í fyrradag. Varaformaður var kjörinn Guðjón Arnar Kristjánsson.

Grétar Mar er þriðji formaður þingflokksins á kjörtímabilinu. Jón tók við af Kristni H. Gunnarssyni síðastliðið haust sem þingflokksformaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×