Innlent

Eldri borgarar í efra Breiðholtið

Margrét Margeirsdóttir, skrifaði undir viljayfirlýsingu í dag.
Margrét Margeirsdóttir, skrifaði undir viljayfirlýsingu í dag.

Reykjavíkurborg og Félag eldri borgara, með Margréti Margeirsdóttur, í forsvari, undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup borgarinnar á 12 þjónustuíbúðum í væntanlegu fjölbýlishúsi í efra Breiðholti af Félagi eldi borgara í Reykjavík.

Á fundi borgarráðs þann 8. janúar síðastliðinn var Félagi eldri borgara í Reykjavík úthlutað byggingarrétti fyrir 49 íbúðir í fjölbýli í efra Breiðholti.

Innangengt verður úr íbúðunum í þá þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir í þjónustu- og menningarmiðstöðinni Gerðubergi.

Félagsbústaðir munu eiga og reka íbúðirnar sem verða í eigu Reykjavíkurborgar en FEB sér um byggingu þeirra.

Úthlutunn íbúðanna verður á vegum úthlutunarteymis Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×