Innlent

Hótað í kjölfar umfjöllunar um vændi

Ungu konunni, sem sagði frá samskiptum sínum við Catalinu Ncoco, bárust hótanir eftir að viðtal við hana var birt á Stöð 2 í gær.

Macelina, er á þrítugsaldri og kemur frá Miðbaugsginíeu. Hún kom hingað til lands í lok síðasta sumars í þeim erindagjörðum að heimsækja vinkonu sína.

Fljótlega eftir komuna hingað til lands réðust á hana vopnaðir menn - gengu í skrokk á henni og stálu vegabréfi hennar og peningum. Mennirnir, að sögn Macelinu, voru á vegum Catalinu Ncoco sem sögð er tengjast rekstri vændishúss við Hverfisgötu.

Þegar Macelina reyndi að fá vegabréf sitt aftur á Catalina að hafa sett það sem skilyrði að hún ynni fyrir hana sem vændiskona. Þessu vísaði Catalina á bug í samtali við fréttastofu í gær.

Eftir að viðtalið birtist á Stöð 2 í gær bárust Macelinu hótanir. Ókunnugir menn reyndu meðal annars að beita blekkingum til að lokka Macelinu af heimili sínu.

Macelina hefur reynt að láta lítið fyrir sér fara af ótta við frekari líkamsárásir. Viðmælandi stöðvar tvö - sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði ljóst að mennirnir hafi ekki viljað henni neitt gott.

Ekki fengust upplýsingar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hvort meint vændisstarfsemi Catalinu Ncoco væri í rannsókn.

Rétt er að taka fram að Macelina hefur ekki og tengist ekki vændisstarfsemi við Hverfisgötu.

Viðtalið við Macelinu var sýnt í Íslandi í dag í gær.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×