Innlent

Verið að landa fyrstu loðnu vertíðarinnar

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Verið er að landa fyrstu loðnunni á þessari vertíð, sem skipin veiddu úr 15 þúsund tonna rannsóknarkvóta, sem gefinn var út í gær.

Ásgrímur Halldórsson kom til Hafnar í Hornafirði laust fyrir klukkan sjö með 730 tonn og Kap er kominn til Vestmannaeyja, með talsverðan afla líka. Aflann fengu skipin mjög nálægt Suðurströndinni, vestan við Ingólfshöfða í gær.

Leit skipanna sem eru dýpra undan landi hefur hins vegar lítinn sem engan árangur borið og mælingar Hafrannsóknastofnunar gefa ekki enn tilefni til að gefa út kvóta fyrir vertíðina. Loðnan, sem barst til Hafnar og Eyja, fer að mestu í vinnslu til manneldis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×