Innlent

Sprengingar við Seðlabankann í nótt

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu frá Seðlabanka Íslands við Kalkofnsveg klukkan 02:26 í nótt. Öryggisverðir bankans tilkynntu um sprengingar við bankann og mætti lögregla á staðinn.

Að sögn varðstjóra var um minniháttar kínverjasprengjur að ræða en bifreið sást á vettvangi. Í henni voru piltar sem lögregla ræddi við en þeir neituðu aðild sína að málinu. Lögregla segir ekkert hafa verið í bílnum sem benti til þess að piltarnir hafi sprengt umrædda kínverja. Ekkert tjón hlaust af sprengingunum.

Þá var brotist inn í fyrirtæki við Höfðabakka í morgunsárið og þaðan teknar tölvur, hátalarar og „rouderar". Lögregla hefur ekki haft hendur í hári þjófsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×