Innlent

Meirihluti þingmanna samþykkur hvalveiðum áfram

Alls hafa 36 þingmenn skrifað undir þingsályktunartillögu um að veiðum á hrefnu og langreyði hér við land skuli haldið áfram.

Fjallað er um málið á vefsíðu LÍÚ en þar segir að tillagan feli í s´r að veiðileyfi gefin út til næstu fimm ára og að árlegur leyfilegur heildarafli verði eins og kveðið er á um í veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar.

Tillagan var lögð fram á Alþingi fyrir stundu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×