Fleiri fréttir Utanþingsstjórn nauðsynleg Neyðarstjórn kvenna skorar á forseta, ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga að skipa utanþingsstjórn yfir landinu hið fyrsta. ,,Ráðamenn þjóðarinnar verða að axla ábyrgð á því efnahagslega hruni sem hér hefur orðið með því að setja stjórn ríkisins í hendurnar á færustu sérfræðingum sem völ er á fram að kosningum," segir í tilkynningu. 25.1.2009 09:09 Erindreki Obama til Ísraels og Palestínu Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur ákveðið að senda erindreka til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs sem fyrstu skref ríkisstjórnar hans til að koma friðarferlinu í gang á nýjan leik og styðja við ótryggt vopnhlé Ísraela og liðsmanna Hamas á Gazaströndinni. 24.1.2009 21:15 Ofbeldi mótmælt á morgun Mótmæli gegn ofbeldi og eignaspjöllum munu fara fram á morgun, sunnudag, klukkan. 15 á Lækjartorgi. ,,Tilgangur mótmælanna er að hvetja samborgara okkar til að beita ekki ofbeldi í mótmælum sínum. Þetta er hugsað sem tækifæri fyrir alla, sama hvaða stjórnmálaskoðun þeir hafa, til að sýna að þeir viðurkenna ekki ofbeldi sem aðferð til að koma skoðunum á framfæri," segir í tilkynningu. 24.1.2009 20:45 Segir mikið starf framundan eftir árásir Ísraela Íslenskur sendifulltrúi Alþjóða Rauða krossins á Gaza segir að seint líði úr minni sér skelfingin í augu palestínskra barnanna sem hún og aðrir starfsmenn Rauða krossins skutu skjólshúsi yfir í loftárásum Ísraela á svæðið um miðjan mánuðinn. Hún segir mikið endurreisnarstarf framundan og opna þurfi landamærastöðvar til að hægt verði að vinna það. 24.1.2009 18:52 Mikið fjallað um lopapeysurnar Lopavörusöfnun fyrir aldraða Breta sem Bítíð á Bylgjunni hratt af stað á dögunum hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi og breskir miðlar fjallað ítarlega um hana. Söfnuninni lauk á þriðjudaginn og gámur með lopavörum kemur til Hull í Bretlandi á fimmtudaginn. Fjallað verður um söfnunina í vinsælum morgunþætti BBC eftir helgi. 24.1.2009 19:28 Ísland reist við í Dimmuborgum Á fimmta tug mótmælanda komu saman á Hallarflötinni í Dimmuborgum í dag. Þema fundarinns var að hjálpast að við að reisa fallið Ísland frá jörðu. Koma undir það styrkari stoðum og gera þar með kleift að hefja uppbyggingu á ný. 24.1.2009 20:19 Lottópotturinn gekk ekki út - þrefaldur næst Lottópotturinn gekk ekki út að þessu sinni og verður þrefaldur næsta laugardag og stefnir í 15 milljónir. Tveir voru með fjórar réttar tölurauk bónustölu og hlýtur hvor þeirra 109.980 krónur. Miðarnir voru seldir í Vitanum, Laugavegi 62 í Reykjavík og Happahúsinu í Kringlunni. 24.1.2009 20:09 Fjögur börn létu lífið vegna óveðurs á Spáni Óveður hefur valdið manntjóni í Frakklandi og á Spáni í dag. Vindhraði hefur í sumum tilvikum farið upp í nærri fimmtíu metra á sekúndu. Fjögur börn létu lífið þegar þak íþróttahúss nærri Barcelona hrundi í veðurofsanum. 24.1.2009 19:10 Teflt með Hitler á Kjarvalsstöðum Taflmaður í líki Adolfs Hitlers er meðal þess sem sjá má á óvenjulegri sýningu sem opnuð var á Kjarvalsstöðum í dag. Þar má sjá skákborð og taflmenn sem listamenn víða að úr heiminum hafa gert, einnig skáksett íslenskra listamanna, meðal annars útitaflmenn Jóns Gunnars Árnasonar. 24.1.2009 19:01 Fánagerðin á Langanesi eflist Fánarnir á forsetabílinn og fánar IDOL-keppninnar á Stöð 2 eiga það sammerkt að koma frá Þórshöfn á Langanesi en þar er stærsta fánagerð á Íslandi. Gengisfall krónunnar hefur styrkt samkeppnisstöðuna gagnvart innflutningi. 24.1.2009 18:57 Nýtt þingframboð kynnt á næstunni Hópur fólks úr ýmsum grasrótarsamtökum undirbýr nú framboð fyrir alþingiskosningar í vor og er ætlunin að kynna stefnumál og skipulag á næstum dögum. Stefnt er að framboði í öllum kjördæmum. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. 24.1.2009 18:18 Þingmenn styðja Bjarna Þingmennirnir Birgir Ármansson, Ólaf Nordal og Sigurður Kári Kristjánsson styðja öll Bjarna Benediktsson, sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 24.1.2009 17:48 Fundi stjórnar Samfylkingarinnar lauk á fimmta tímanum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hélt skömmu fyrir klukkan fimm af heimili sínu og er talið að hún hafi verið á leið til fundar við Geir H. Haarde, formann Sjálfstæðisflokksins til að ræða um framhald stjórnarsamstarfsins. 24.1.2009 17:45 Fundi stjórnar Samfylkingarinnar lokið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hélt nú skömmu fyrir klukkan fimm af heimili sínu og er talið að hún hafi verið á leið til fundar við Geir H. Haarde, formann Sjálfstæðisflokksins til að ræða um framhald stjórnarsamstarfsins. 24.1.2009 17:09 Landsfundur Frjálslyndra í mars Miðstjórnarfundur Frjálslynda flokksins samþykkti fyrr í dag að landsþing flokksins verði haldið dagana 13. til 15. mars. Á fundinum verður. Landsfundurinn er æðsta vald flokksins. 24.1.2009 16:21 Þúsundir krefjast breytinga Mikill mannfjöldi kom saman á Austurvelli fyrr í dag þegar sextándi mótmælafundur Radda fólksins hófst. Talið er að mótmælin hafi verið þau fjölmennustu frá því að þau hófust í október. Formlegum fundi er lokið en þúsundir standa enn á Austurvelli, framkalla hávaða, krefjast breytinga og segja ríkisstjórnina vanhæfa. 24.1.2009 16:14 Milljónir Frakka án rafmagns Milljón heimili í suð-vestur Frakklandi eru nú án rafmagn í versta illviðri þar í áratugi. Úrhellisrigning hefur verið á svæðinu og vindhraði sumstaðar náð upp í nærri fimmtíu metra á sekúndu. Raflínurstaurar hafa rinfað upp með rótum og tré fallið á vegi. 24.1.2009 15:34 Rafmagnað skammtað á Vestfjörðum Rafmagn er nú skammtað á Vestfjörðum og segir Hafþór Gunnarsson, fréttaritari okkar í Bolungarvík, að þar hafi verið rafmagnið verið tekið af fimm sinnum frá því í gær. Hafþór kveðst hafa fengið þær upplýsingar að Vesturlína sé dottin út en hún tengir Vestfirði við landsnetið. Ennfremur væri Mjólkárvirkjun úti vegna bilunar. Vestfirðingar virðast því að mestu þurfa að treysta á dísilvélar til að framleiða raforku en ekki bætir úr skák að vélin á Þingeyri er einnig biluð. 24.1.2009 15:16 Hörður bað Geir afsökunar Hörður Torfason, einn af forsvarsmönnum Radda fólksins, kom afsökunarbeiðni sinni á framfæri við aðstoðarmann Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins, í morgun vegna orða sem hann lét falla í gær. Þetta kom fram í upphafi 16. fundar Radda fólksins sem hófst á Austurvelli klukkan 15. 24.1.2009 15:03 Stjórn Samfylkingarinnar fundar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir situr nú á fundi með stjórn Samfylkingarinnar en síðar í dag hittast þau Geir H. Haarde til að ræða um framhald stjórnarsamstarfsins. 24.1.2009 14:58 Páfinn á YouTube Benedikt páfi XVI opnaði í gær sína eigin síðu á YouTube sem er vefsíða sem hægt er að hlaða inn myndskeiðum af svo gott sem hverju sem er. Á síðunni mun hinn 81 árs gamli páfi birta stutta myndbúta frá viðburðum á vegum Vatíkansins á ensku, spænsku, þýsku og ítölsku. Benedikt páfi hvetur ungt fólk til að umgangast internetið af varfærni og virðingu. 24.1.2009 14:46 Traktorar á mótmælum á Akureyri Mótmæli fara fram á Akureyri klukkan 15 á Akureyri. Gengið verður frá Samkomuhúsinu niður á Ráðhústorg. Krafa mótmælenda er skýr, ríkisstjórnin á að fara frá. Akureyringar og nærsveitamenn eru hvattir til að fjölla á torgið í tilkyningu. Bændur eru hvattir til að mæta á dráttarvélum. 24.1.2009 14:27 Landsfundi Samfylkingar flýtt Landsfundi Samfylkingarinnar verður að öllum líkindum flýtt og haldinn í mars eða apríl. Ráðgert var að halda fundinn næstkomandi haust. Sjálfstæðisflokkurinn hugðist halda landsfund sinn um næstu helgi en nú lítur allt út fyrir að kosið verði til Alþingis 9. maí. Miðstjórn flokksins ákvað í gærdag að fresta fundinum fram til 26. til 29 mars. Þá var ákveðið á stjórnarfundi Vinstri grænna í gær að boða til landsfundar þriðju helgina í mars. 24.1.2009 14:10 Skemmdarverk á vefsíðu Nýs lýðveldis Skemmdarverk hafa verið unnið á nýstofnaðri síðu Nýs lýðveldis, www.nyttlydveldi.is þar sem skorað er á forseta og Alþingi að hlutast til um myndun utanþingsstjórnar og boðun stjórnlagaþings, að fram kemur í tilkynningu frá Ólínu Þorvarðardóttur sem einn af forsvarsmönnum Nýs lýðveldis. Aðstandendur síðunnar hugleiða nú stöðuna og munu snúa sér með málið til lögreglu. 24.1.2009 14:00 Ýttu manni fyrir lest í Kaupmannahöfn Danska lögreglan handtók í morgun fjóra karlmenn og eina konu fyrir að hafa ýtt fjörutíu og átta ára gömlum karlmanni fyrir lest. Atvikið var í morgun á lestarstöð í Ishøj-hverfinu í norð-vesturhluta Kaupmannahafnar. 24.1.2009 13:25 Nýtt lýðveldi kom fyrir hvítum borðum Hvítum borðum var komið fyrir á ljósastaurum um alla borg í nótt. Hópur sem kallar sig Nýtt lýðveldi stóð fyrir þessu en hóurinn berst fyrir því að ný stjórnarskrá verði skrifuð og að nýtt lýðveldi verði stofnað á grundvelli hennar. 24.1.2009 13:20 Ökumaðurinn í haldi lögreglu Maður sem grunaður er um að hafa hafa ekið á ungan mann í nótt og stundið af er í haldi lögreglu. Maðurinn sem fyrir bílnum varð hlaut höfuðáverka og var fluttur lífhættulega slasaður á slysadeild. 24.1.2009 13:05 Myrti tvö börn og fóstru á dagvist Íbúar í bænum Dendermonde í austurhluta Belgíu eru harmi slegnir eftir að ungur maður réðst inn á dagvist barna í borginni í gær vopnaður hnífi. Hann myrti þar tvö ungabörn og fóstru þeirra og særði tólf til viðbótar. 24.1.2009 12:33 Geir: Ekki rétt að mynda þjóðstjórn Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki rétt að mynda þrátt fyrir veikindi sín og formanns Samfylkingarinnar. Geir sagði í þættinum Vikulokin í morgun að engan annan kost betri en núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks eða Samfylkingar. Hvort sem um er að ræða minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna með hlutleysi Framsóknarflokks, utanþingsstjórn eða þjóðstjórn. 24.1.2009 12:28 Mótmælt á Austurvelli Safnast verður saman á Austurvelli í dag, 16. helgina i röð, á mótmælafundi Radda fólksins. ,,Þrátt fyrir áfangasigur með yfirlýsingu um kosningar 9. maí nk. má ekki slaka á. Þjóðin getur ekki búið við vanhæfa ríkisstjórn deginum lengur. Sömu stjórnirnar sitja sem fastast í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti og útrásarvíkingarnir leika lausum hala. Sameinumst um að reka endahnút á siðleysi og spillingu – hefjum vorhreingerningar í íslenska stjórnkerfinu," segir á vef samtakanna. 24.1.2009 12:14 Ingibjörg og Geir funda á eftir Formenn stjórnarflokkanna hittast síðdegis til að ræða um stjórnarsamstarfið. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins vonast til að ríkisstjórnarsamstarfið haldi fram að kosningum í vor. 24.1.2009 12:07 Ríkisstjórnin hefur glatað trausti þjóðarinnar Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að ríkisstjórnin hafi glatað trausti sínu meðal þjóðarinnar. Hann viðurkennir að nýlegar skoðanakannanir séu flokknum áfall. ,,Okkur bíður mikil vinna við að endurvekja traust almennings ef við ætlum að halda áfram að starfa í núverandi ríkisstjórn." 24.1.2009 11:48 Samtök gegn fóstureyðingum fordæma ákvörðun Obama Barack Obama, Bandaríkjaforseti, aflétti í gærkvöldi takmörkunum á opinberum fjárstuðningin við bandarísk samtök sem veita fjölskylduráðgjöf utan Bandaríkjanna. Það tekur einnig til samtaka sem veita upplýsingar og ráðgjöf um fóstureyðingar. George Bush fyrrverandi forseti hafði komið þeim takmörkunum á. 24.1.2009 11:32 Ísland reist við í Mývatnssveit í dag Mótmælafundur verður haldin í annað sinn í Mývatnssveit í dag og beinast mótmælin að sömu atriðum og á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og Austurvelli, að fram kemur i tilkynningu. Krafist er afsagnar ríkisstjórnar, bankastjóra Seðlabankans og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. ,,Fjöldi mótmælenda eða stærð byggðarlags skiptir hér ekki máli. Raddir fólksins þurfa að heyrast sem víðast." 24.1.2009 11:18 Frjálslyndir hafna aðildarviðræðum í póstkönnun Frjálslyndi flokkurinn vill ekki að Ísland leiti eftir aðild að Evrópusambandinu. Á miðstjórnarfundi flokksins sem hófst í morgun var kynnt niðurstaða úr skoðanakönnun sem gerð var meðal flokksmanna. 34,8% flokkamanna eru fylgjandi aðildarviðræður en 51,6 eru á móti. Tæplega 10% flokksmanna eru óákveðnir. 24.1.2009 11:00 Vilja leiðtoga uppreisnarmanna framseldan Ráðamenn í Kongó hafa óskað eftir því að Laurent Nkunda, leiðtogi uppreisnarmanna í landinu, verði framseldur. Ráðamenn í Rúanda tilkynntu í gærmorgun að herlið þeirra hefði tekið Nkunda höndum í búðum hands við landamærin að Úganda. 24.1.2009 10:51 Birkir Jón: Ætlum að standa undir væntingum fólks ,,Þetta eru viðbrögð almennings að Framsókn er að svara því kalli að breytinga er þörf í íslenskum stjórnmálum," segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, um gott gengi flokksins í skoðanakönnunum. 24.1.2009 10:40 SÞ skóla á nýjan leik á Gaza Sameinuðu þjóðirnar opnuðu í morgun aftur skóla á Gaza svæðinu sem lokað var þegar árásir Ísraela á svæðið hófust rétt fyrir áramót. Búist er við að um tvö hundruð þúsund palestínsk börn setjist þar aftur á skólabekk. 24.1.2009 10:17 Fámennt við þinghúsið í gær Fámennur hópur mótmælenda kom saman við Alþingishúsið um kvöldmatarleytið í gær. Fólkið barði trommur og potta. Allt var með friði og spekt. Margir klæddust appelsínugulum flíkum til marks um að mótmælin væru friðsamleg. 24.1.2009 10:06 Hálka víða um land Vegagerðin varar ökumenn við hálku á þjóðvegum víða um land, einkum á fáfarnari leiðum og á fjallvegum. Þannig er flughált í kringum Þingvallavatn og á Bláfjalla- og Krýsuvíkurleið. Sömuleiðis er flughált á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og á Vatnsskarði eystra. 24.1.2009 10:03 Fjögur dauðsföll á tveimur vikum vegna fuglaflensu Kínversk yfirvöld tilkynntu í morgun að kona um þrítugt hefði í gær látist af völdum fuglaflesnsu í norð vestur hluta landsins. Áður hafði verið tilkynnt um þrjú önnur dauðsföll af völdum sjúkdómsins síðasta hálfa mánuðinn. Fimmta manneskjan mun hafa veikst. 24.1.2009 09:59 Opið í Hlíðarfjalli og Siglufirði Skíðasvæðið á Siglufirði verðu opið í dag á milli klukkan 12 og 17. Að sögn Egils Rögnvaldssonar, umsjónarmanns svæðisins, er skíðafæri gott og nægur snjór. ,,Við höfum verið að fá 150 til 200 manns á góðum dögum. Aðkomufólk er mjög duglegt að heimsækja okkur sem er mjög ánægjulegt," segir Egill. 24.1.2009 09:53 Rólegt hjá lögreglu víðs vegar um landið Nóttin var víðast hvar tíðindalítil, að sögn lögreglu. Talsverður erill var þó hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og voru þrír teknir grunaðir um ölvunarakstur og aðrir þrír grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá hafði lögreglan í Borgarnesi afskipti af tveimur ökumönnum vegna fíkniefnaaksturs. 24.1.2009 09:38 Stakk af eftir að hafa ekið á vegfaranda Lögreglan leitar manns sem ók á ungan mann á mótum Laugavegar og Smiðjustígs um klukkan hálf fjögur í nótt. Maðurinn var fluttur með höfuðáverka á slysadeild og sögn lögreglu er hann lífshættulega slasaður. 24.1.2009 09:10 Fáir styðja núverandi stjórn Núverandi ríkisstjórn er mjög óvinsæl, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Bæði er það að ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, eru að tapa fylgi hvort sem litið er til síðustu könnunar eða síðustu alþingiskosninga. Hins vegar segjast einungis 20,3 prósent styðja núverandi ríkisstjórn, en stuðningur við ríkisstjórnina var 71,9 prósent í febrúar fyrir tæpu ári. 24.1.2009 08:00 Sjá næstu 50 fréttir
Utanþingsstjórn nauðsynleg Neyðarstjórn kvenna skorar á forseta, ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga að skipa utanþingsstjórn yfir landinu hið fyrsta. ,,Ráðamenn þjóðarinnar verða að axla ábyrgð á því efnahagslega hruni sem hér hefur orðið með því að setja stjórn ríkisins í hendurnar á færustu sérfræðingum sem völ er á fram að kosningum," segir í tilkynningu. 25.1.2009 09:09
Erindreki Obama til Ísraels og Palestínu Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur ákveðið að senda erindreka til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs sem fyrstu skref ríkisstjórnar hans til að koma friðarferlinu í gang á nýjan leik og styðja við ótryggt vopnhlé Ísraela og liðsmanna Hamas á Gazaströndinni. 24.1.2009 21:15
Ofbeldi mótmælt á morgun Mótmæli gegn ofbeldi og eignaspjöllum munu fara fram á morgun, sunnudag, klukkan. 15 á Lækjartorgi. ,,Tilgangur mótmælanna er að hvetja samborgara okkar til að beita ekki ofbeldi í mótmælum sínum. Þetta er hugsað sem tækifæri fyrir alla, sama hvaða stjórnmálaskoðun þeir hafa, til að sýna að þeir viðurkenna ekki ofbeldi sem aðferð til að koma skoðunum á framfæri," segir í tilkynningu. 24.1.2009 20:45
Segir mikið starf framundan eftir árásir Ísraela Íslenskur sendifulltrúi Alþjóða Rauða krossins á Gaza segir að seint líði úr minni sér skelfingin í augu palestínskra barnanna sem hún og aðrir starfsmenn Rauða krossins skutu skjólshúsi yfir í loftárásum Ísraela á svæðið um miðjan mánuðinn. Hún segir mikið endurreisnarstarf framundan og opna þurfi landamærastöðvar til að hægt verði að vinna það. 24.1.2009 18:52
Mikið fjallað um lopapeysurnar Lopavörusöfnun fyrir aldraða Breta sem Bítíð á Bylgjunni hratt af stað á dögunum hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi og breskir miðlar fjallað ítarlega um hana. Söfnuninni lauk á þriðjudaginn og gámur með lopavörum kemur til Hull í Bretlandi á fimmtudaginn. Fjallað verður um söfnunina í vinsælum morgunþætti BBC eftir helgi. 24.1.2009 19:28
Ísland reist við í Dimmuborgum Á fimmta tug mótmælanda komu saman á Hallarflötinni í Dimmuborgum í dag. Þema fundarinns var að hjálpast að við að reisa fallið Ísland frá jörðu. Koma undir það styrkari stoðum og gera þar með kleift að hefja uppbyggingu á ný. 24.1.2009 20:19
Lottópotturinn gekk ekki út - þrefaldur næst Lottópotturinn gekk ekki út að þessu sinni og verður þrefaldur næsta laugardag og stefnir í 15 milljónir. Tveir voru með fjórar réttar tölurauk bónustölu og hlýtur hvor þeirra 109.980 krónur. Miðarnir voru seldir í Vitanum, Laugavegi 62 í Reykjavík og Happahúsinu í Kringlunni. 24.1.2009 20:09
Fjögur börn létu lífið vegna óveðurs á Spáni Óveður hefur valdið manntjóni í Frakklandi og á Spáni í dag. Vindhraði hefur í sumum tilvikum farið upp í nærri fimmtíu metra á sekúndu. Fjögur börn létu lífið þegar þak íþróttahúss nærri Barcelona hrundi í veðurofsanum. 24.1.2009 19:10
Teflt með Hitler á Kjarvalsstöðum Taflmaður í líki Adolfs Hitlers er meðal þess sem sjá má á óvenjulegri sýningu sem opnuð var á Kjarvalsstöðum í dag. Þar má sjá skákborð og taflmenn sem listamenn víða að úr heiminum hafa gert, einnig skáksett íslenskra listamanna, meðal annars útitaflmenn Jóns Gunnars Árnasonar. 24.1.2009 19:01
Fánagerðin á Langanesi eflist Fánarnir á forsetabílinn og fánar IDOL-keppninnar á Stöð 2 eiga það sammerkt að koma frá Þórshöfn á Langanesi en þar er stærsta fánagerð á Íslandi. Gengisfall krónunnar hefur styrkt samkeppnisstöðuna gagnvart innflutningi. 24.1.2009 18:57
Nýtt þingframboð kynnt á næstunni Hópur fólks úr ýmsum grasrótarsamtökum undirbýr nú framboð fyrir alþingiskosningar í vor og er ætlunin að kynna stefnumál og skipulag á næstum dögum. Stefnt er að framboði í öllum kjördæmum. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. 24.1.2009 18:18
Þingmenn styðja Bjarna Þingmennirnir Birgir Ármansson, Ólaf Nordal og Sigurður Kári Kristjánsson styðja öll Bjarna Benediktsson, sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 24.1.2009 17:48
Fundi stjórnar Samfylkingarinnar lauk á fimmta tímanum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hélt skömmu fyrir klukkan fimm af heimili sínu og er talið að hún hafi verið á leið til fundar við Geir H. Haarde, formann Sjálfstæðisflokksins til að ræða um framhald stjórnarsamstarfsins. 24.1.2009 17:45
Fundi stjórnar Samfylkingarinnar lokið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hélt nú skömmu fyrir klukkan fimm af heimili sínu og er talið að hún hafi verið á leið til fundar við Geir H. Haarde, formann Sjálfstæðisflokksins til að ræða um framhald stjórnarsamstarfsins. 24.1.2009 17:09
Landsfundur Frjálslyndra í mars Miðstjórnarfundur Frjálslynda flokksins samþykkti fyrr í dag að landsþing flokksins verði haldið dagana 13. til 15. mars. Á fundinum verður. Landsfundurinn er æðsta vald flokksins. 24.1.2009 16:21
Þúsundir krefjast breytinga Mikill mannfjöldi kom saman á Austurvelli fyrr í dag þegar sextándi mótmælafundur Radda fólksins hófst. Talið er að mótmælin hafi verið þau fjölmennustu frá því að þau hófust í október. Formlegum fundi er lokið en þúsundir standa enn á Austurvelli, framkalla hávaða, krefjast breytinga og segja ríkisstjórnina vanhæfa. 24.1.2009 16:14
Milljónir Frakka án rafmagns Milljón heimili í suð-vestur Frakklandi eru nú án rafmagn í versta illviðri þar í áratugi. Úrhellisrigning hefur verið á svæðinu og vindhraði sumstaðar náð upp í nærri fimmtíu metra á sekúndu. Raflínurstaurar hafa rinfað upp með rótum og tré fallið á vegi. 24.1.2009 15:34
Rafmagnað skammtað á Vestfjörðum Rafmagn er nú skammtað á Vestfjörðum og segir Hafþór Gunnarsson, fréttaritari okkar í Bolungarvík, að þar hafi verið rafmagnið verið tekið af fimm sinnum frá því í gær. Hafþór kveðst hafa fengið þær upplýsingar að Vesturlína sé dottin út en hún tengir Vestfirði við landsnetið. Ennfremur væri Mjólkárvirkjun úti vegna bilunar. Vestfirðingar virðast því að mestu þurfa að treysta á dísilvélar til að framleiða raforku en ekki bætir úr skák að vélin á Þingeyri er einnig biluð. 24.1.2009 15:16
Hörður bað Geir afsökunar Hörður Torfason, einn af forsvarsmönnum Radda fólksins, kom afsökunarbeiðni sinni á framfæri við aðstoðarmann Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins, í morgun vegna orða sem hann lét falla í gær. Þetta kom fram í upphafi 16. fundar Radda fólksins sem hófst á Austurvelli klukkan 15. 24.1.2009 15:03
Stjórn Samfylkingarinnar fundar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir situr nú á fundi með stjórn Samfylkingarinnar en síðar í dag hittast þau Geir H. Haarde til að ræða um framhald stjórnarsamstarfsins. 24.1.2009 14:58
Páfinn á YouTube Benedikt páfi XVI opnaði í gær sína eigin síðu á YouTube sem er vefsíða sem hægt er að hlaða inn myndskeiðum af svo gott sem hverju sem er. Á síðunni mun hinn 81 árs gamli páfi birta stutta myndbúta frá viðburðum á vegum Vatíkansins á ensku, spænsku, þýsku og ítölsku. Benedikt páfi hvetur ungt fólk til að umgangast internetið af varfærni og virðingu. 24.1.2009 14:46
Traktorar á mótmælum á Akureyri Mótmæli fara fram á Akureyri klukkan 15 á Akureyri. Gengið verður frá Samkomuhúsinu niður á Ráðhústorg. Krafa mótmælenda er skýr, ríkisstjórnin á að fara frá. Akureyringar og nærsveitamenn eru hvattir til að fjölla á torgið í tilkyningu. Bændur eru hvattir til að mæta á dráttarvélum. 24.1.2009 14:27
Landsfundi Samfylkingar flýtt Landsfundi Samfylkingarinnar verður að öllum líkindum flýtt og haldinn í mars eða apríl. Ráðgert var að halda fundinn næstkomandi haust. Sjálfstæðisflokkurinn hugðist halda landsfund sinn um næstu helgi en nú lítur allt út fyrir að kosið verði til Alþingis 9. maí. Miðstjórn flokksins ákvað í gærdag að fresta fundinum fram til 26. til 29 mars. Þá var ákveðið á stjórnarfundi Vinstri grænna í gær að boða til landsfundar þriðju helgina í mars. 24.1.2009 14:10
Skemmdarverk á vefsíðu Nýs lýðveldis Skemmdarverk hafa verið unnið á nýstofnaðri síðu Nýs lýðveldis, www.nyttlydveldi.is þar sem skorað er á forseta og Alþingi að hlutast til um myndun utanþingsstjórnar og boðun stjórnlagaþings, að fram kemur í tilkynningu frá Ólínu Þorvarðardóttur sem einn af forsvarsmönnum Nýs lýðveldis. Aðstandendur síðunnar hugleiða nú stöðuna og munu snúa sér með málið til lögreglu. 24.1.2009 14:00
Ýttu manni fyrir lest í Kaupmannahöfn Danska lögreglan handtók í morgun fjóra karlmenn og eina konu fyrir að hafa ýtt fjörutíu og átta ára gömlum karlmanni fyrir lest. Atvikið var í morgun á lestarstöð í Ishøj-hverfinu í norð-vesturhluta Kaupmannahafnar. 24.1.2009 13:25
Nýtt lýðveldi kom fyrir hvítum borðum Hvítum borðum var komið fyrir á ljósastaurum um alla borg í nótt. Hópur sem kallar sig Nýtt lýðveldi stóð fyrir þessu en hóurinn berst fyrir því að ný stjórnarskrá verði skrifuð og að nýtt lýðveldi verði stofnað á grundvelli hennar. 24.1.2009 13:20
Ökumaðurinn í haldi lögreglu Maður sem grunaður er um að hafa hafa ekið á ungan mann í nótt og stundið af er í haldi lögreglu. Maðurinn sem fyrir bílnum varð hlaut höfuðáverka og var fluttur lífhættulega slasaður á slysadeild. 24.1.2009 13:05
Myrti tvö börn og fóstru á dagvist Íbúar í bænum Dendermonde í austurhluta Belgíu eru harmi slegnir eftir að ungur maður réðst inn á dagvist barna í borginni í gær vopnaður hnífi. Hann myrti þar tvö ungabörn og fóstru þeirra og særði tólf til viðbótar. 24.1.2009 12:33
Geir: Ekki rétt að mynda þjóðstjórn Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki rétt að mynda þrátt fyrir veikindi sín og formanns Samfylkingarinnar. Geir sagði í þættinum Vikulokin í morgun að engan annan kost betri en núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks eða Samfylkingar. Hvort sem um er að ræða minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna með hlutleysi Framsóknarflokks, utanþingsstjórn eða þjóðstjórn. 24.1.2009 12:28
Mótmælt á Austurvelli Safnast verður saman á Austurvelli í dag, 16. helgina i röð, á mótmælafundi Radda fólksins. ,,Þrátt fyrir áfangasigur með yfirlýsingu um kosningar 9. maí nk. má ekki slaka á. Þjóðin getur ekki búið við vanhæfa ríkisstjórn deginum lengur. Sömu stjórnirnar sitja sem fastast í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti og útrásarvíkingarnir leika lausum hala. Sameinumst um að reka endahnút á siðleysi og spillingu – hefjum vorhreingerningar í íslenska stjórnkerfinu," segir á vef samtakanna. 24.1.2009 12:14
Ingibjörg og Geir funda á eftir Formenn stjórnarflokkanna hittast síðdegis til að ræða um stjórnarsamstarfið. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins vonast til að ríkisstjórnarsamstarfið haldi fram að kosningum í vor. 24.1.2009 12:07
Ríkisstjórnin hefur glatað trausti þjóðarinnar Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að ríkisstjórnin hafi glatað trausti sínu meðal þjóðarinnar. Hann viðurkennir að nýlegar skoðanakannanir séu flokknum áfall. ,,Okkur bíður mikil vinna við að endurvekja traust almennings ef við ætlum að halda áfram að starfa í núverandi ríkisstjórn." 24.1.2009 11:48
Samtök gegn fóstureyðingum fordæma ákvörðun Obama Barack Obama, Bandaríkjaforseti, aflétti í gærkvöldi takmörkunum á opinberum fjárstuðningin við bandarísk samtök sem veita fjölskylduráðgjöf utan Bandaríkjanna. Það tekur einnig til samtaka sem veita upplýsingar og ráðgjöf um fóstureyðingar. George Bush fyrrverandi forseti hafði komið þeim takmörkunum á. 24.1.2009 11:32
Ísland reist við í Mývatnssveit í dag Mótmælafundur verður haldin í annað sinn í Mývatnssveit í dag og beinast mótmælin að sömu atriðum og á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og Austurvelli, að fram kemur i tilkynningu. Krafist er afsagnar ríkisstjórnar, bankastjóra Seðlabankans og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. ,,Fjöldi mótmælenda eða stærð byggðarlags skiptir hér ekki máli. Raddir fólksins þurfa að heyrast sem víðast." 24.1.2009 11:18
Frjálslyndir hafna aðildarviðræðum í póstkönnun Frjálslyndi flokkurinn vill ekki að Ísland leiti eftir aðild að Evrópusambandinu. Á miðstjórnarfundi flokksins sem hófst í morgun var kynnt niðurstaða úr skoðanakönnun sem gerð var meðal flokksmanna. 34,8% flokkamanna eru fylgjandi aðildarviðræður en 51,6 eru á móti. Tæplega 10% flokksmanna eru óákveðnir. 24.1.2009 11:00
Vilja leiðtoga uppreisnarmanna framseldan Ráðamenn í Kongó hafa óskað eftir því að Laurent Nkunda, leiðtogi uppreisnarmanna í landinu, verði framseldur. Ráðamenn í Rúanda tilkynntu í gærmorgun að herlið þeirra hefði tekið Nkunda höndum í búðum hands við landamærin að Úganda. 24.1.2009 10:51
Birkir Jón: Ætlum að standa undir væntingum fólks ,,Þetta eru viðbrögð almennings að Framsókn er að svara því kalli að breytinga er þörf í íslenskum stjórnmálum," segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, um gott gengi flokksins í skoðanakönnunum. 24.1.2009 10:40
SÞ skóla á nýjan leik á Gaza Sameinuðu þjóðirnar opnuðu í morgun aftur skóla á Gaza svæðinu sem lokað var þegar árásir Ísraela á svæðið hófust rétt fyrir áramót. Búist er við að um tvö hundruð þúsund palestínsk börn setjist þar aftur á skólabekk. 24.1.2009 10:17
Fámennt við þinghúsið í gær Fámennur hópur mótmælenda kom saman við Alþingishúsið um kvöldmatarleytið í gær. Fólkið barði trommur og potta. Allt var með friði og spekt. Margir klæddust appelsínugulum flíkum til marks um að mótmælin væru friðsamleg. 24.1.2009 10:06
Hálka víða um land Vegagerðin varar ökumenn við hálku á þjóðvegum víða um land, einkum á fáfarnari leiðum og á fjallvegum. Þannig er flughált í kringum Þingvallavatn og á Bláfjalla- og Krýsuvíkurleið. Sömuleiðis er flughált á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og á Vatnsskarði eystra. 24.1.2009 10:03
Fjögur dauðsföll á tveimur vikum vegna fuglaflensu Kínversk yfirvöld tilkynntu í morgun að kona um þrítugt hefði í gær látist af völdum fuglaflesnsu í norð vestur hluta landsins. Áður hafði verið tilkynnt um þrjú önnur dauðsföll af völdum sjúkdómsins síðasta hálfa mánuðinn. Fimmta manneskjan mun hafa veikst. 24.1.2009 09:59
Opið í Hlíðarfjalli og Siglufirði Skíðasvæðið á Siglufirði verðu opið í dag á milli klukkan 12 og 17. Að sögn Egils Rögnvaldssonar, umsjónarmanns svæðisins, er skíðafæri gott og nægur snjór. ,,Við höfum verið að fá 150 til 200 manns á góðum dögum. Aðkomufólk er mjög duglegt að heimsækja okkur sem er mjög ánægjulegt," segir Egill. 24.1.2009 09:53
Rólegt hjá lögreglu víðs vegar um landið Nóttin var víðast hvar tíðindalítil, að sögn lögreglu. Talsverður erill var þó hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og voru þrír teknir grunaðir um ölvunarakstur og aðrir þrír grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá hafði lögreglan í Borgarnesi afskipti af tveimur ökumönnum vegna fíkniefnaaksturs. 24.1.2009 09:38
Stakk af eftir að hafa ekið á vegfaranda Lögreglan leitar manns sem ók á ungan mann á mótum Laugavegar og Smiðjustígs um klukkan hálf fjögur í nótt. Maðurinn var fluttur með höfuðáverka á slysadeild og sögn lögreglu er hann lífshættulega slasaður. 24.1.2009 09:10
Fáir styðja núverandi stjórn Núverandi ríkisstjórn er mjög óvinsæl, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Bæði er það að ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, eru að tapa fylgi hvort sem litið er til síðustu könnunar eða síðustu alþingiskosninga. Hins vegar segjast einungis 20,3 prósent styðja núverandi ríkisstjórn, en stuðningur við ríkisstjórnina var 71,9 prósent í febrúar fyrir tæpu ári. 24.1.2009 08:00