Fleiri fréttir

Fylgi Samfylkingar hrynur

Fylgi Samfylkingar hrynur í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Einungis 19,2 prósent segjast styðja flokkinn og hefur fylgið ekki verið minna í tvö ár.

Þrjú hundruð verið tilnefnd

Hátt í þrjú hundruð tilnefningar hafa borist vegna samfélagsverðlauna Fréttablaðsins sem veitt verða þann 5. mars.

Ný slökkvistöð sé í Seljahverfi

Hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er nú til skoðunar ný lóð fyrir slökkvistöð í stað umdeildrar staðsetningar við Stekkjarbakka í Elliðaárdal. Stekkjarbakki er talinn ákjósanlegur fyrir byggingu nýrrar slökkvistöðvar en þessari hugmynd mótmæla þó bæði íbúar í næsta nágrenni og aðrir unnendur útvistarsvæðisins í Elliðaárdal.

Spyr um þinghald

„Ég tel þörf á því að forystumenn allra flokka verði nú kallaðir saman hið fyrsta,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. „Það þarf að ákveða hvaða mál á að fara með í gegnum þingið áður en því verður slitið og menn hefja sína kosningabaráttu.

Snýr sér að efnahagsmálum

Barack Obama Bandaríkjaforseti átti í gær fundi með þingmönnum beggja flokka og hvatti þá til að styðja efnahagsaðgerðir sínar. Ástandið í efnahagslífi þjóðarinnar krefjist þess að þingið taki til sinna ráða, jafnvel þótt sumum þingmönnum hugnist ekki sumir hlutar aðgerðanna.

Kosningar geta lengt kreppuna um tvö ár

Eins og öðrum var Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra og varaformanni Sjálfstæðisflokksins, brugðið eftir tíðindin sem Geir H. Haarde færði samflokksmönnum sínum í Valhöll í gær. „Ég er slegin yfir þessum tíðindum og get ekki hugsað um annað að svo stöddu,“ sagði Þorgerður við fréttamenn í Valhöll í gær.

Systkini skölluðu og bitu varðstjóra

Systkini voru dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti í gær fyrir að hafa ráðist á varðstjóra lögreglu á lögreglustöð. Fólkið skallaði og beit lögregluþjóninn.

Mörg mál eru enn ókláruð

„Kosningar voru svo sem komnar á sjónarsviðið með einum eða öðrum hætti. Aðalatriðið er að út úr því ferli öllu komi einhver vilji og geta til að taka framtíðar-ákvarðanir, sem skila þjóðinni áfram en ekki aftur á bak,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Ingólfur köttur enn ófundinn

„Við höfum ekki enn fundið Ingólf, en höfum fengið fjöldann allan af vísbendingum frá fólki sem telur sig hafa séð hann,“ segir Phillip Krah, eigandi kattarins Ingólfs sem týndist þegar íbúð sem Phillip bjó í ásamt unnustu sinni og vini varð eldi að bráð í byrjun mánaðarins.

Þriðjungur að eyða fóstri á ný

Þriðjungur þeirra kvenna á Íslandi sem fór í fóstureyðingu á árinu 2007 hafði áður látið eyða fóstri. Þetta kemur fram í tölum frá Landlæknisembættinu.

Örfáir myndu framselja hann

Ratko Mladic nýtur enn mikilla vinsælda og stuðnings í Serbíu, þrátt fyrir að hafa verið eftirlýstur stríðsglæpamaður í meira en áratug.

Lögregluþjónn skaut unnustu

Lögregluþjónn í Tromsö í Noregi skaut í gær fyrrverandi sambýliskonu sína til bana á bílastæði fyrir utan barnaskóla þar sem hún vann. Því næst gerði hann tilraun til að svipta sig lífi.

Vilja fresta endurskoðun

Formenn aðildarfélaga ASÍ ræddu á fundi í gær að fresta endurskoðun kjarasamninga fram á vor. Vinnuveitendur vilja segja upp samningnum eða fresta hækkunum fram undir lok samningstímabilsins. Ákvörðun verður tekin í febrúar.

Stakk á annan tug ungbarna

Geðbilaður maður vopnaður hnífi óð inn á barnadagheimili í flæmskum bæ í gær og stakk þar alla sem á vegi hans urðu. Tvö ungbörn dóu og ein fóstra. Tíu börn til viðbótar liggja mismikið særð á sjúkrahúsi. Meiðsli sumra þeirra kváðu vera alvarleg.

Ljósastaurar skreyttir hvítum borðum

Menn hafa í kvöld farið um götur miðborgarinnar og bundið hvíta borða á ljósastaura. Um nokkurskonar gjörning virðist vera um að ræða sem gengur út á að vekja athygli á heimasíðunni nyttlydveldi.is, en þar setur rithöfundurinn Njörður P. Njarðvík fram hugmyndir um breytta stjórnarhætti hér á landi. Ætlun þeirra sem standa að gjörningnum er sú að í fyrramálið verði allir ljósastaurar miðborgarinnar skreyttir hvítum borðum.

Þyrla sækir slasaða konu

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í kvöld til þess að sækja slasaða konu í sumarbústað austan við Gunnarsholt á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum mun konan hafa hrasað með þeim afleiðingum að hún brotnaði á öxl og handlegg. Útkallið barst um klukkan hálfníu og er búist við þyrlunni til baka fyrir klukkan hálfellefu.

Enn mótmælt á Austurvelli en á friðsamlegum nótum

Um 40 manns eru nú saman komin á Austurvelli þar sem trommur og pottar eru barðir taktfast og kallað er eftir því að ríkisstjórnin fari frá. Allt er með friði og spekt og lögregla er hvergi sjáanleg. Skilaboð forystumanna ríkisstjórnar um að boða skuli til kosninga hafa því ekki dregið tennurnar úr mótmælendum sem ætla ekki að láta deigann síga og tromma sem aldrei fyrr við Alþingishúsið.

Aldrei fleiri á skólabekk í HÍ

Aldrei hafa fleiri nemendur verið við nám í Háskóla Íslands en nú um áramótin settust 1,410 nýir nemendur á skólabekk í hinum ýmsu deildum Háskólans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ þar en 650 nemendur hefja grunnám og 760 hefja framhaldsnám. Allir þessir nemendur hafa staðfest nám sitt með greiðslu skráningargjalds.

Raddir fólksins þagna ekki

Raddir fólksins, sem staðið hafa fyrir mótmælum undanfarna laugardaga á Austurvelli láta ekki deigan síga þrátt fyrir að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi boðað kosningar í vor. Sextándi mótmælafundur Radda fólksins verður haldinn á Austurvelli laugardaginn 24. janúar næstkomandi og hefst hann klukkan þrjú.

Ferill Geirs H. Haarde

Geir H. Haarde er tuttugasti og sjötti maðurinn sem gengt hefur embætti forsætisráðherra og hefur setið í embætti í þrjátíu og einn mánuð.

Fjórir stjórnmálaforingjar með krabbamein

Það má heita furðuleg tilviljun að þeir stjórnmálaforingjar, sem mynduðu og leiddu tvær síðustu ríkisstjórnir, hafa allir greinst með æxli, ýmist góðkynja eða illkynja.

Fimmtán tilfelli á ári

Um fimmtán tilfelli greinast árlega hérlendis af krabbameini í vélinda en Geir Haarde tilkynnti í dag að hann væri með mein af því tagi.

Mótmælin auka ekki ferðamannastraum til Íslands

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins bendir á að á síðustu sex árum hafa fjórir formenn stjórnmálaflokka á Íslandi greinst með krabbamein. Það eru þau Halldór Ásgrímsson, Davíð Oddsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde. Þetta kemur fram á bloggsíða Gísla sem segir þetta ótrúlega háa hlutfall segja sína sögu um álagið sem þetta fólk er undir.

Þorgerður harmi slegin

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var harmi sleginn þegar að fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis náði tali af henni eftir fund miðstjórnar og þingflokks Sjálfstæðisflokksins í dag. Hún sagðist vera slegin yfir tíðindum af veikindum Geirs og að hugur hennar væri hjá honum þessa stundinda. Aðspurð sagðist hún ekki útiloka framboð til formanns flokksins á landsfundi í mars.

Tekur á móti Ingibjörgu Sólrúnu

Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar er nú á leið til Keflavíkur til þess að taka á móti formanni sínum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem verið hefur í læknismeðferð á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi undanfarið, mun lenda á Leifsstöð klukkan fjögur í dag.

Margir gæla við formannsframboð

Guðlaugur Þór Þórðarson, Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson segjast ekki útiloka framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem haldinn verður í lok mars.

Árni situr áfram

Árni Mathiesen fjármálaráðherra hyggst sitja áfram í ráðuneytinu fram að kosningum. Þetta sagði Árni í samtali við fréttamenn Stöðvar 2 og Vísis í Valhöll i dag.

Skelfileg staða stjórnarflokkanna

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir aðstæðurnar sem komnar eru upp í íslenskri pólitík skefilegar. Hann skilur niðurstöðu Geirs Haarde og telur brýnt að Alþingi reyni að draga úr aðgerðum sem þrengja að heimilinum í landinu. Hann vill að menn taki afstöðu til aðildar að ESB fyrir kosningar svo ekki þurfi að kjósa aftur til þess að breyta stjórnarskránni.

Kristján Þór kannar stuðning við formannsframboð

Kristján Þór Júlíusson fyrrum bæjarstjóri á Akureyri og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins íhugar að bjóða sig fram til formanns í flokknum á komandi landsfundi. Þetta herma heimildir fréttastofu en stuðningsmenn Kristjáns hafa látið framkvæma símakönnun þar sem afstaða fólks til þingmannsins er könnuð.

Formenn flokkanna hittist og fari yfir stöðuna

Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segir tíðindi dagsins setja málin í þjóðfélaginu í enn meiri hnút. Hann vill að forystumenn stjórnmálaflokkanna hittist sem fyrst og fari yfir stöðu mála.

Geir situr í embættum sínum fram á vor

Geir Haarde forsætisráðherra mun sitja áfram sem formaður Sjálfstæðisflokksins fram að landsfundi og verður jafnframt forsætisráðherra fram á vor að öllu óbreyttu. Þetta sagði Árni Mathiesen fjármálaráðherra í samtali við fréttamenn Stöðvar 2 og Vísis í Valhöll í dag.

Hefði viljað kjósa fyrr

Því fyrr sem verður kosið því betra að mati Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri grænna. Hann segir Vinstri græn helst hefðu viljað sjá kosningar síðasta laugardag fyrir páska, sem er í byrjun apríl.

Hæpið að skila láninu frá AGS

Hugmyndir um að skila láninu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru mjög hæpnar, að mati Þorvalds Gylfasonar hagfræðiprófessors við Háskóla Íslands. En þessa hugmynd hafa forystumenn Vinstri grænna viðrað að undanförnu.

Kemur heim í dag - æxlið góðkynja

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra snýr heim frá Stokkhólmi í dag en hún hefur verið þar í rúma viku í meðferð vegna höfuðmeins. Læknar á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi staðfestu í morgun að um góðkynja æxli sé að ræða en mestur hluti þess fjarlægður í aðgerð í síðustu viku.

Steingrími best treyst

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, nýtur mest trausts landsmanna af öllum formönnum stjórnarflokkanna, ef marka má nýja skoðanakönnun MMR. Flestir, eða 33,7%, segjast bera mikið traust til Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.

Geir hefur fullan skilning á hlutskipti lögreglumanna

Forsætisráðherra átti í dag fund með Snorra Magnússyni, formanni Landssambands lögreglumanna og öðrum forsvarsmönnum félagsins. Snorri skrifaði Geir Haarde opið bréf á dögunum en honum fannst ráðherra gera lítið úr þeim meiðslum sem lögreglumenn hafa orðið fyrir í mótmælum undanfarið í viðtali á Stöð 2 í kjölfar mótmælanna á gamlársdag.

Mótmæla óþekkum mótmælendum

Boðað hefur verið til mótmæla gegn ofbeldi og eignaspjöllum. Mótmælin munu fara fram á Lækjartorgi á sunnudag, 25. janúar, kl. 15.

Karlar enn með yfirhöndina

Karlar voru við stjórnvölinn í mun ríkara mæli en konur í íslensku samfélagi á síðasta ári. Þetta kemur fram í Hagtíðindum Hagstofunnar. Þar segir að hlutur kvenna fari þó vaxandi í ýmsum áhrifastöðum en standi í stað eða minnki í öðrum. Konur eru um þriðjungur þingmanna, ráðherra,

Enn óveður víða um land

Enn er óveður í Staðarsveit og á Laxárdalsheiði og stórhríð á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum er óveður á Klettshálsi, Gemlufallsheiði og á Steingrímsfjarðarheiði og þungfært í Ísafjarðardjúpi.

Sjá næstu 50 fréttir