Fáir styðja núverandi stjórn 24. janúar 2009 08:00 Núverandi ríkisstjórn er mjög óvinsæl, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Bæði er það að ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, eru að tapa fylgi hvort sem litið er til síðustu könnunar eða síðustu alþingiskosninga. Hins vegar segjast einungis 20,3 prósent styðja núverandi ríkisstjórn, en stuðningur við ríkisstjórnina var 71,9 prósent í febrúar fyrir tæpu ári. Samfylking hrynurEins og sjá má á grafinu hér fyrir ofan hrynur fylgi Samfylkingar frá síðustu könnun blaðsins, sem var þann 22. nóvember á síðasta ári. Þá sögðust 33,6 prósent kjósa flokkinn, en fylgið mælist nú 19,2 prósent og er samkvæmt því minni en bæði Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur. Fylgi flokksins hefur ekki mælst jafnlítið í könnunum Fréttablaðsins síðan í mars 2007. Kosningar voru tveimur mánuðum síðar. Væru þetta niðurstöður kosninga myndi flokkurinn fá þrettán þingmenn kosna, fimm færri en í síðustu alþingiskosningum. Mesta fylgistapið, frá síðustu könnun, er meðal kvenna, og hefur önnur hver kona yfirgefið flokkinn frá síðustu könnun. Þá hefur nær annar hver kjósandi á landsbyggðinni fært stuðning sinn annað. Framsóknarflokkur rísÁ sama tíma og Samfylking sígur, rís Framsóknarflokkurinn undir stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í síðustu könnun blaðsins var fylgi flokksins einungis 6,3 prósent en rís nú upp í 16,8 prósent og hefur ekki verið meira í könnunum blaðsins síðan í okóber 2003. Einn og hálfur kjósandi, fyrir hvern þann sem fyrir var hefur bæst við hópinn frá því í lok nóvember. Samkvæmt þessu fengi flokkurinn tólf þingmenn en sjö þingmenn sitja nú á þingi fyrir hönd flokksins. Framsóknarflokkurinn sækir aðallega fram í þeim hópum sem Samfylkingin tapar fylgi í; meðal kvenna og íbúa á landsbyggðinni. Þá eykst stuðningurinn á landsbyggðinni úr 3,5 prósent í 23,6 prósent. Aukingin á höfuðborgarsvæðinu er lítilsháttar. Vinstri grænir stærstir32,6 prósent segjast nú myndu kjósa Vinstri græn og fengi flokkurinn 23 þingmenn. Vinstri græn yrðu því stærsti flokkurinn á þingi með átta þingmönnum fleiri en Sjálfstæðsflokkurinn. Þingmenn Vinstri grænna eru nú níu. Í síðustu könnun blaðsins sögðust 27,8 prósent myndu kjósa Vinstri græn og hefur flokkurinn því bætt við sig rúmlega þremur prósentustigum síðan þá. Mestu bætir flokkurinn við sig á höfuðborgarsvæðinu, tæplega níu prósentustigum. Tíu færri sjálfstæðisþingmennFylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna í könnunum Fréttablaðsins en nú. Flokkurinn hefur hægt og sígandi tapað fylgi frá í febrúar á síðasta ári, án þess að ná að rétta sig af. 22,1 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn og fengi flokkurinn 15 þingmenn eða tíu þingmönnum færri kjörna en eru nú, væru þetta niðurstöður kosninga. Í síðustu könnun sögðust 24,8 prósent kjósa flokkinn, þannig að munurinn er ekki mikill. Helst er það á höfuðborgarsvæðinu sem sjást einhverjar sveiflur og stuðningur hefur dregist saman um tæp fimm prósentustig, úr 26 í 21 prósent. Frjálslyndir standa í stað og aðrir3,7 segjast nú myndu kjósa Frjálslynda flokkinn og fengi hann því ekki þingmann kjörinn samkvæmt 5,0 prósenta jöfnunarmannareglu. í nóvember sögðust 4,3 prósent myndu kjósa flokkinn. Flugið sem Frjálslyndir náðu um mitt síðasta ár virðist því lokið, í bili að minnsta kosti. 5,5 segjast myndu kjósa einhvern annan en þá flokka sem nú eru á alþingi. Flestir sögðust vilja kjósa eitthvað nýtt framboð eða einstaklingskjör. Þrátt fyrir að „annað" nái yfir fimm prósenta markið, eru kjósendur ekki sammála um hverjir þessir „aðrir" eru og því ekki hægt að úthluta á þá þingmenn. Fáir taka afstöðuMjög fáir tóku afstöðu í könnuninni, eða einungis 47,5 prósent af þeim 800 sem tóku þátt. Ef litið er á allan hópinn sögðust 12,3 prósent að þeir myndu ekki kjósa eða skila auðu. 36,4 prósent voru óákveðin og 3,9 prósent neituðu að svara spurningunni. Fáir stuðningsmenn eftirSamanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna nú 41,3 prósent og ríkisstjórnarflokkarnir myndu því fá 28 þingmenn sem dugar ekkifyrir þingmeirihluta. Flokkarnir hafa nú 43 þingmenn af 63. Lítið fylgi stjórnarflokkanna endurspeglast í litlum stuðningi við ríkisstjórnina. Einungis 20,3 prósent styðja nú ríkisstjórnina, en stuðningurinn mældist 31,6 prósent í nóvember. Hefur stuðningurinn dalað verulega frá því í febrúar 2008 þegar 71,9 prósent studdu stjórnina. Lítill munur er á stuðningi við stjórnina eftir búsetu eða kyni. Þó er aðeins meiri andstaða við ríkisstjórn meðal kvenna og á landsbyggðinni. Sjálfstæðismenn skera sig úr og styður mikill meirihluti þeirra ríkisstjórnina, eða 81,8 prósent þeirra. Einungis 28,3 prósent kjósenda Samfylkingarinnar styðja hana hins vegar. Allir kjósendur Vinstri grænna eru stjórninni mótfallnir og 93,2 prósent kjósenda Framsóknarflokksins. Vilja þjóðstjórnFlestir af þeim sem afstöðu tóku til þess hvernig ríkisstjórn væri æskileg fram að kosningum sögðust vilja þjóðstjórn, eða 45,1 prósent. Stuðningur við þjóðstjórn er mestur meðal þeirra sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa, eða 55,2 prósent. Næstflestir vilja áframhaldandi stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eða 25,3 prósent. Það eru því fleiri sem vilja áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf en styðja núverandi ríkisstjórn. 18,2 prósent segjast vilja ríkisstjórn Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna, og eru þá teknir saman þeir sem vildu ýmist ríkisstjórn þessara þriggja flokka eða ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, enda myndi síðarnefnda ríkisstjórnin ekki halda velli nema að vera varin af Framsóknarflokknum. Nokkur munur er á afstöðu eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Rúm 29 prósent framsóknarfólks vill ríkisstjórn Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna en 40 prósent vilja þjóðstjórn. Tæp 66 prósent sjálfstæðismanna vilja áframhaldandi samstarf núverandi stjórnar, sem er minni stuðningur en við núverandi stjórn. Kjósendur Samfylkingar eru skiptir á milli núverandi samstarfs, þjóðstjórnar eða ríkisstjórnar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Vinstri grænir vilja þjóðstjórn eða samstarf Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknar. Þeir sem ekki gefa upp stuðning vilja flestir þjóðstjórn eða áframhaldandi ríkisstjórn. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 22. janúar og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Þá hafði Geir H. Haarde ekki enn lýst því yfir að hann vildi boða til kosninga í byrjun maí og að hann myndi ekki bjóða sig aftur fram til formanns Sjálfstæðisflokksins vegna veikinda. Spurt var; Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? og tóku 47,5 prósent afstöðu til spurningarinnar. Þá var spurt; Styður þú ríkisstjórnina og tóku 92,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. Einnig var spurt; Hvaða ríkisstjórn vilt þú fram að næstu kosningum? 77,0 prósent tóku afstöðu til þeirrar spurningar. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Núverandi ríkisstjórn er mjög óvinsæl, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Bæði er það að ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, eru að tapa fylgi hvort sem litið er til síðustu könnunar eða síðustu alþingiskosninga. Hins vegar segjast einungis 20,3 prósent styðja núverandi ríkisstjórn, en stuðningur við ríkisstjórnina var 71,9 prósent í febrúar fyrir tæpu ári. Samfylking hrynurEins og sjá má á grafinu hér fyrir ofan hrynur fylgi Samfylkingar frá síðustu könnun blaðsins, sem var þann 22. nóvember á síðasta ári. Þá sögðust 33,6 prósent kjósa flokkinn, en fylgið mælist nú 19,2 prósent og er samkvæmt því minni en bæði Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur. Fylgi flokksins hefur ekki mælst jafnlítið í könnunum Fréttablaðsins síðan í mars 2007. Kosningar voru tveimur mánuðum síðar. Væru þetta niðurstöður kosninga myndi flokkurinn fá þrettán þingmenn kosna, fimm færri en í síðustu alþingiskosningum. Mesta fylgistapið, frá síðustu könnun, er meðal kvenna, og hefur önnur hver kona yfirgefið flokkinn frá síðustu könnun. Þá hefur nær annar hver kjósandi á landsbyggðinni fært stuðning sinn annað. Framsóknarflokkur rísÁ sama tíma og Samfylking sígur, rís Framsóknarflokkurinn undir stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í síðustu könnun blaðsins var fylgi flokksins einungis 6,3 prósent en rís nú upp í 16,8 prósent og hefur ekki verið meira í könnunum blaðsins síðan í okóber 2003. Einn og hálfur kjósandi, fyrir hvern þann sem fyrir var hefur bæst við hópinn frá því í lok nóvember. Samkvæmt þessu fengi flokkurinn tólf þingmenn en sjö þingmenn sitja nú á þingi fyrir hönd flokksins. Framsóknarflokkurinn sækir aðallega fram í þeim hópum sem Samfylkingin tapar fylgi í; meðal kvenna og íbúa á landsbyggðinni. Þá eykst stuðningurinn á landsbyggðinni úr 3,5 prósent í 23,6 prósent. Aukingin á höfuðborgarsvæðinu er lítilsháttar. Vinstri grænir stærstir32,6 prósent segjast nú myndu kjósa Vinstri græn og fengi flokkurinn 23 þingmenn. Vinstri græn yrðu því stærsti flokkurinn á þingi með átta þingmönnum fleiri en Sjálfstæðsflokkurinn. Þingmenn Vinstri grænna eru nú níu. Í síðustu könnun blaðsins sögðust 27,8 prósent myndu kjósa Vinstri græn og hefur flokkurinn því bætt við sig rúmlega þremur prósentustigum síðan þá. Mestu bætir flokkurinn við sig á höfuðborgarsvæðinu, tæplega níu prósentustigum. Tíu færri sjálfstæðisþingmennFylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna í könnunum Fréttablaðsins en nú. Flokkurinn hefur hægt og sígandi tapað fylgi frá í febrúar á síðasta ári, án þess að ná að rétta sig af. 22,1 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn og fengi flokkurinn 15 þingmenn eða tíu þingmönnum færri kjörna en eru nú, væru þetta niðurstöður kosninga. Í síðustu könnun sögðust 24,8 prósent kjósa flokkinn, þannig að munurinn er ekki mikill. Helst er það á höfuðborgarsvæðinu sem sjást einhverjar sveiflur og stuðningur hefur dregist saman um tæp fimm prósentustig, úr 26 í 21 prósent. Frjálslyndir standa í stað og aðrir3,7 segjast nú myndu kjósa Frjálslynda flokkinn og fengi hann því ekki þingmann kjörinn samkvæmt 5,0 prósenta jöfnunarmannareglu. í nóvember sögðust 4,3 prósent myndu kjósa flokkinn. Flugið sem Frjálslyndir náðu um mitt síðasta ár virðist því lokið, í bili að minnsta kosti. 5,5 segjast myndu kjósa einhvern annan en þá flokka sem nú eru á alþingi. Flestir sögðust vilja kjósa eitthvað nýtt framboð eða einstaklingskjör. Þrátt fyrir að „annað" nái yfir fimm prósenta markið, eru kjósendur ekki sammála um hverjir þessir „aðrir" eru og því ekki hægt að úthluta á þá þingmenn. Fáir taka afstöðuMjög fáir tóku afstöðu í könnuninni, eða einungis 47,5 prósent af þeim 800 sem tóku þátt. Ef litið er á allan hópinn sögðust 12,3 prósent að þeir myndu ekki kjósa eða skila auðu. 36,4 prósent voru óákveðin og 3,9 prósent neituðu að svara spurningunni. Fáir stuðningsmenn eftirSamanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna nú 41,3 prósent og ríkisstjórnarflokkarnir myndu því fá 28 þingmenn sem dugar ekkifyrir þingmeirihluta. Flokkarnir hafa nú 43 þingmenn af 63. Lítið fylgi stjórnarflokkanna endurspeglast í litlum stuðningi við ríkisstjórnina. Einungis 20,3 prósent styðja nú ríkisstjórnina, en stuðningurinn mældist 31,6 prósent í nóvember. Hefur stuðningurinn dalað verulega frá því í febrúar 2008 þegar 71,9 prósent studdu stjórnina. Lítill munur er á stuðningi við stjórnina eftir búsetu eða kyni. Þó er aðeins meiri andstaða við ríkisstjórn meðal kvenna og á landsbyggðinni. Sjálfstæðismenn skera sig úr og styður mikill meirihluti þeirra ríkisstjórnina, eða 81,8 prósent þeirra. Einungis 28,3 prósent kjósenda Samfylkingarinnar styðja hana hins vegar. Allir kjósendur Vinstri grænna eru stjórninni mótfallnir og 93,2 prósent kjósenda Framsóknarflokksins. Vilja þjóðstjórnFlestir af þeim sem afstöðu tóku til þess hvernig ríkisstjórn væri æskileg fram að kosningum sögðust vilja þjóðstjórn, eða 45,1 prósent. Stuðningur við þjóðstjórn er mestur meðal þeirra sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa, eða 55,2 prósent. Næstflestir vilja áframhaldandi stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eða 25,3 prósent. Það eru því fleiri sem vilja áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf en styðja núverandi ríkisstjórn. 18,2 prósent segjast vilja ríkisstjórn Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna, og eru þá teknir saman þeir sem vildu ýmist ríkisstjórn þessara þriggja flokka eða ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, enda myndi síðarnefnda ríkisstjórnin ekki halda velli nema að vera varin af Framsóknarflokknum. Nokkur munur er á afstöðu eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Rúm 29 prósent framsóknarfólks vill ríkisstjórn Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna en 40 prósent vilja þjóðstjórn. Tæp 66 prósent sjálfstæðismanna vilja áframhaldandi samstarf núverandi stjórnar, sem er minni stuðningur en við núverandi stjórn. Kjósendur Samfylkingar eru skiptir á milli núverandi samstarfs, þjóðstjórnar eða ríkisstjórnar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Vinstri grænir vilja þjóðstjórn eða samstarf Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknar. Þeir sem ekki gefa upp stuðning vilja flestir þjóðstjórn eða áframhaldandi ríkisstjórn. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 22. janúar og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Þá hafði Geir H. Haarde ekki enn lýst því yfir að hann vildi boða til kosninga í byrjun maí og að hann myndi ekki bjóða sig aftur fram til formanns Sjálfstæðisflokksins vegna veikinda. Spurt var; Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? og tóku 47,5 prósent afstöðu til spurningarinnar. Þá var spurt; Styður þú ríkisstjórnina og tóku 92,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. Einnig var spurt; Hvaða ríkisstjórn vilt þú fram að næstu kosningum? 77,0 prósent tóku afstöðu til þeirrar spurningar.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira