Fleiri fréttir

Vilja almannaheillanefndir líkt og á Akureyri

Borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri græna vilja að verði á laggirnar almannaheillanefndir stofnana og frjálsra félagasamtaka í hverfum borgarinnar. Mælt verður fyrir tillögunni á fundi borgarstjórnar sem hefst klukkan 14. Fyrirmyndin er fengin frá Akureyri.

„Snautleg byrjun á þinghaldinu"

Þingmenn stjórnarandstöðu lýstu yfir óánægju með störf þingsins við upphaf Alþingis í dag. Þingmennirnir sögðust undrast mjög að ástandið í þjóðfélaginu skyldi ekki rætt við upphaf fundar og farið væri yfir stöðu mála og framtíðarhorfur.

Sérsveitarmenn við þinghúsið

Lögreglan er með mikinn viðbúnað fyrir framan Alþingishúsið og hefur fjöldi sérsveitarmanna með hjálma, skyldi og kylfur verið kallaðir til. Mótmælendur framkalla mikinn hávaða, berja glugga þinghússin að utan, snjóboltum hefur verið kastað í þinghúsið og þá heyrast vörubíla þeyta flautur í útsendingu frá þingfundi sem hófst núna klukkan hálf tvö.

Matarúthlutun Fjölskylduhjálparinnar hefst á morgun

Matarúthlutun hefst að nýju hjá Fjölskylduhjálp Íslands á morgun miðvikudag og stendur hún frá klukkan 15 til 17. ,,Við tökum á móti gjöfum, matvælum og fatnaði alla miðvikudaga frá þrjú til fimm á sama stað," segir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálp Íslands í tilkynningu.

Fjármálaeftirlitið auglýsir eftir starfsfólki

Fjármálaeftirlitið auglýsir eftir starfsfólki í tímabundin störf. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu er um að ræða um það bil fimm störf. Fjöldi starfa fer þó eftir eftir umsóknum. Nú þegar hefur fjöldi umsókna borist.

Kröftug mótmæli við Alþingishúsið

Rúmlega þúsund manns eru nú á Austurvelli þar sem boðað hefur verið til mótmæla þegar þingfundur hefst á ný eftir jólafrí. Lögregla strengdi borða fyrir framan húsið og upphófust stimpingar á milli lögreglu og mótmælenda sem vildu fara inn fyrir borðann. Hópur fólks hefur einnig komið sér fyrir í Alþingisgarðinum.

Endurreisn Gaza kostar 400 milljarða króna

Það mun kosta jafnvirði nærri fjögur hundruð milljarða króna að endurreisa Gaza að mati helsta ráðgjafa Hamas-stjórnarinnar á svæðinu. Í viðtali við fréttastofu segir hann að tryggja þurfi eðlilega vöruflutninga til og frá svæðinu eigi það ekki að leggjast í eyði.

Ekki hætta á að ESB tvístrist í kreppunni

Það verður að horfa til heimilanna, fyrirtækjanna og hins alþjóðlega fjármálamarkaðar þegar kostir og gallar evru eru metnir, segir Aðalsteinn Leifsson, lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Hann telur ekki hættu á að efnahagsástandið muni tvístra evrópusambandinu, þrátt fyrir óánægjuraddir meðal annars á Írlandi.

Þétt dagskrá hjá Obama í dag

Barack Obama sver í dag embættiseið sem fertugasti og fjórði forseti Bandaríkjanna. Hann verður fyrsti blökkumaðurinn til að gegna því embætti í rúmlega tvö hundruð ára sögu Bandaríkjanna. Dagskrá Obama hjónanna í dag er þéttskipuð. Gríðarleg öryggisgæsla er í borginni fyrir embættistökuna sem verður sýnd í beinni útsendingu hér á Vísi og hefst útsendingin klukkan fjögur.

Hávær krafa um kosningar í Samfylkingunni

Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, segir mikilla efasemda um núverandi ríkisstjórnarsamstarf gæta í flokknum og margir vilji að boðað verði til kosninga. Sjálfur segist Mörður vera á þessari skoðun þar sem ríkisstjórnin hafi ekki umboð þjóðarinnar. Samfylkingin í Reykjavík hefur boðað til fundar annað kvöld þar sem þessi mál verða rædd.

Dómsmálaráðherra setur ofan í við sýslumann

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, setur ofan í við Ólaf Helga Kjartansson, sýslumann á Selfossi vegna ákvörðunar um að gefa lögreglu fyrirmæli um að handtaka 370 einstaklinga í Árnessýslu sem höfðu hefðu ekki skilað sér í fjárnám hjá embætti hans.

Aðalbjörg leiðir lista Vöku

Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur kynnt framboðslista sína til Stúdentaráðs og Háskóþings Háskóla Íslands 2009, en kosningar innan Háskóla Íslands fara fram dagana 4. og 5. febrúar næst komandi.

Skattsvikamáli Jóns Ólafssonar vísað frá Hæstarétti

Hæstiréttur vísaði í dag frá dómi kæru Ríkislögreglustjóra í máli Jóns Ólafssonar, Hreggviðs Jónssonar og Ragnars Birgissonar. Héraðsdómur vísaði málinu frá dómi þann 17. desember en þeir félagar voru ákærðir fyrir skattsvik í tengslum við rekstur Norðurljósa og annara tengdra félaga.

Skjálftavirkni í Krýsuvík

All nokkur skjálftavirkni hefur verið við nágrenni Kleifarvatns, Krýsuvíkur og Sveifluháls undanfarnar tvær vikur. Tæplega tíu skjálftar hafa mælst þar í morgun flestir litlir. Í gær varð hinsvegar skjálfti á þessum slóðum upp á 2,1 að stærð 3,4 km norðvestur af Krýsuvík.

Vilja jafnt kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja

Frumvarp fjögurra þingmanna Samfylkingarinnar um jafnt hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum fjármálafyrirtækja verður tekið til fyrstu umræðu í dag þegar Alþingi kemur saman að nýju eftir jólaleyfi. Frumvarpið sem var lagt fyrir í lok október á seinasta ári felur í sér að við stjórnarkjör skal tryggt að í stjórnum skuli sitji sem næst jafnmargar konur og karlar.

Áfram í gæsluvarðhaldi vegna íkveikju á Tryggvagötu

Karlmaður um fimmtugt hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 16. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn var handtekinn síðast liðinn miðvikudag en hann hefur játað að hafa kveikt í húsi við Tryggvagötu í Reykja þann sama dag. Maðurinn og kona sem búsett er í húsinu, sem skemmdist mikið, höfðu átt í erjum.

Alþingi kemur saman á eftir

Alþingi kemur saman í dag eftir jólaleyfi og hefst þingfundur klukkan 13:30 á óundirbúnum fyrirspurnartíma. Fimm ráðherrar verða viðstaddir óundirbúinn fyrirspurnartíma.

Komst áfram í keppni um framtíð flugiðnaðarins

Íslenskt lið frá Háskóla Íslands komst í aðra umferð í Fly Your Ideas keppninni sem Airbus efndi til 14. október síðastliðinn. Keppnin snýst um að efla vistvirkni flugvélaiðnaðarins og fá sigurvegararnir 30.000 evrur í verðlaun. Tvö lið frá Norðurlöndunum komust í aðra umferð, en lið frá 130 háskólum í 82 löndum luku fyrstu umferð keppninnar.

Brotist inn í hesthús í Mosfellsbæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um innbrot í hesthús í Mosfellsbæ nú í morgun. Skemmdir voru unnar á hurð auk þess sem sex hnökkum var stolið.

Vegagerðin varar við hálku

Vegagerðin varar við flughálku víða á Vestfjörðum, í Svínadal á Vesturlandi og á Norðaustur- og Austurlandi. Ófært er á Fjarðarheiði og á Vatnskarði eystra vegna óveðurs.

Innflytjendur á Íslandi í fyrra 25 þúsund

Innflytjendum og einstaklingum með erlendan bakgrunn hefur fjölgað ört hér á landi undanfarin ár. Hinn 1. janúar 2008 voru innflytjendur á Íslandi 25.265, eða 8,1% mannfjöldans. Það er mikil aukning frá árinu 1996 þegar innflytjendur voru einungis 2% landsmanna, alls 5.357. Þetta kemur fram í mannfjöldatölum Hagstofu Íslands yfir innflytjendur og einstaklinga með erlendan bakgrunn.

Ban Ki-moon til Gaza

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsækir Gaza-svæðið í dag og skoðar ummerkin eftir heiftarlegar árásir Ísraelsmanna sem hófust í lok desember og urðu rúmlega 1.300 Palestínumönnum að bana.

Rússar lofa gasi í dag

Rússneski gasframleiðandinn Gazprom segist munu skrúfa á ný frá gasi til Evrópu klukkan sjö árdegis í dag. Þetta staðfestir Sergei Kypriyanov, talsmaður fyrirtækisins, í samtali við BBC.

Forystuskipti eru forsenda trúverðugleika

Höfundur svartrar skýrslu um íslenska bankakerfið sem samin var síðastliðið vor en ekki birt, talaði í gær tæpitungulaust um ástæður hrunsins og hvað hann teldi nauðsynlegt að Íslendingar gerðu til að koma efnahagslífinu aftur á réttan kjöl.

Danskur bankaræningi kærði húsleit

Tæplega þrítugur Dani sem rændi banka í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn gerði mistök sem hann gerir væntanlega ekki oftar. Lögreglu grunaði hver verið hefði á ferð í bankanum og fóru lögregluþjónar á heimili mannsins þar sem framkvæmd var húsleit, sem staðfesti grun hennar.

Fljúgandi furðuský herja á Breta

Margir Bretar hafa talið sig sjá geimför frá öðrum hnöttum undanfarna daga og hefur því jafnvel heyrst fleygt að dularfullt loftfar hafi rekist með ljósagangi og hávaða á vindmyllu í Lincolnskíri.

Aflífa þurfti hreindýr eftir að ekið var á það

Aflífa þurfti hreindýr, eftir að bíl var ekið á það í Jökulsárdal á Austurlandi í gærkvöldi. Bíllinn stórskemmdist en ökumaður slapp ómeiddur. Slys af þessu tagi færast í vöxt og drapst 31 hreindýr á þjóðvegunum eystra í fyrra í svona slysum. Það var hið mesta á einu ári til þess tíma.

Hraðinn hóflegur í göngunum

Ökumenn eru óvenjulöghlýðnir hvað hraða varðar, þegar þeir aka um Hvalfjarðargöngin. Aðeins 89 ökumenn fóru yfir 70 kílómetra hámarkshraðann þar í mælingum sem stóðu frá fimmtudegi og þar til í gær, en 8.590 bílar fóru um göngin á þeim tíma.

Reimt í Nauthólsvík?

Lögreglan gerði talsverða leit í Nauthólsvík og þar í grennd í nótt, eftir að tilkynnt hafði verið um að óp eða öskur hefðu heyrst þaðan. Enginn fannst þar og einskis er saknað og telur lögregla líklegast að viðkomandi hafi verið farinn þegar hún kom á vettvang.

Þrír teknir með þýfi í bílnum

Þrír ungir menn, þar af einn undir lögaldri, voru handteknir í nótt eftir að tilkynnt hafði verið um grunsamlegar mannaferðir á Bæjarhálsi í Reykjavík. Töluvert þýfi fannst í bíl þeirra og hafa þeir þegar játað á sig einhver innbrot, en þeir verða yfirheyrðir nánar í dag.

Ók undir áhrifum fíkniefna á Akureyri

Lögreglan á Akureyri stöðvaði í nótt ökumann, grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í framhaldi af því var gerð húsleit heima hjá honum og fundust þar 110 grömm af marijuana. Málið telst upplýst og verður sent ákæruvaldinu.

Alþingi kemur saman í dag að loknu jólaleyfi

Alþingi kemur saman í dag að loknu jólaleyfi sem staðið hefur síðan 22. desember. Þingfundur hefst klukkan hálftvö með óundirbúnum fyrirspurnum sem fimm ráðherrar verða viðstaddir. Meðal þingmála í dag verður frumvarp um breytingu á ýmsum lagaákvæðum varðandi sölu áfengis og tóbaks.

Segja skjaldborg Geirs ekki vera um fjölskyldur heldur glæpamenn

Sú ákvörðun sýslumannsins í Árnessýslu að gefa út handtökuskipun á 370 manns, fyrir að hafa ekki mætt hjá embættinu vegna fjárnáms, hefur vakið hörð viðbrögð í bloggheimum. Lesa má athugasemdir eins og að stjórnvöld skipuleggi nú aftökur almúgans á meðan spillingaröflin sleppa.

Skýrslan fór ekki til bankamálaráðherra

Landsbanki sendi dökka skýrslu eftir Buiter og Silbert áfram til Seðlabanka og forsætisráðuneytis í apríl, en einn seðlabankastjóra vissi ekki af því. Hún fór ekki til bankamálaráðherra. Í júlí var efni hennar orðið óþægilega kunnuglegt.

Verslun Jóns Geralds opnar eftir nokkra mánuði

Jón Gerald Sullenberger segir að unnið sé hörðum höndum við undirbúning að stofnun nýrrar lágvöruverðs­verslunar. Erfitt sé að segja fyrir um tímasetningu, en nokkrir mánuðir geti verið í að verslunin opni.

Mótmælt á Austurvelli í dag

Raddir fólksins boða til friðsamlegrar mótmælastöðu á Austurvelli í dag klukkan 13 þegar Alþingi kemur saman að nýju eftir jólaleyfi.

Leiga Félagsbústaða orðin sambærileg leigumarkaði

Formaður velferðarsviðs segir fylgst með þróuninni á leigumarkaði. Aukin aðstoð verði metin í hverju tilfelli fyrir sig. Borgarfulltrúi Vinstri grænna vill endurskoða forsendur leiguverðs hjá Félagsbústöðum.

Ísraelar ætla frá Gasa í dag

„Fólk er svo sannarlega ánægt að sjá okkur,“ sagði Ahmed, einn af lögreglumönnum Hamas-hreyfingarinnar, sem nú eru komnir aftur út á götur Gasaborgar eftir þriggja vikna stanslausar árásir Ísraelsmanna.

Sækir fólk heim og í vinnu

Sýslumannsembættið á Suðurlandi ætlar að gefa út handtökuskipun á 370 einstaklinga í Árnessýslu sem ekki hafa komið í fjárnám hjá sýslumanns­embættinu á Selfossi. Komi fólkið ekki af sjálfsdáðum verður það handtekið á heimilum sínum eða vinnustöðum og fært fyrir sýslumann eða fulltrúa hans. „Þegar menn sinna ekki ítrekuðum kvaðningum um að mæta í fjárnám þá er ekki nein leið önnur en að láta lögreglu sækja menn og það erum við að gera. Við getum ekki látið málin safnast endalaust upp hjá okkur,“ segir Ólafur Helgi.

Kvótalausir sjómenn í mál hafni ríkið kröfum

„Við erum að undirbúa okkar kröfur um bætur sem við ætlum að senda sjávarútvegsráðherra og forsætisráðherra líklegast í þessum mánuði,“ segir Örn Snævar Sveinsson sem fór með mál sitt fyrir mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna sem ályktaði honum og Erlingi Sveini Haraldssyni í vil gegn ríkinu 24. október 2007.

Sjá næstu 50 fréttir