Sækir fólk heim og í vinnu 20. janúar 2009 06:30 Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður. Sýslumannsembættið á Suðurlandi ætlar að gefa út handtökuskipun á 370 einstaklinga í Árnessýslu sem ekki hafa komið í fjárnám hjá sýslumannsembættinu á Selfossi. Komi fólkið ekki af sjálfsdáðum verður það handtekið á heimilum sínum eða vinnustöðum og fært fyrir sýslumann eða fulltrúa hans. „Þegar menn sinna ekki ítrekuðum kvaðningum um að mæta í fjárnám þá er ekki nein leið önnur en að láta lögreglu sækja menn og það erum við að gera. Við getum ekki látið málin safnast endalaust upp hjá okkur,“ segir Ólafur Helgi. „Við munum skipuleggja þetta þannig að lögregla leiti menn uppi og færi þá á skrifstofuna til fjárnáms.“ Ólafur Helgi segir að sýslumannsembættið geri þetta af og til, síðast fyrir um einu og hálfu ári. Þá hafi orðið mikil læti og mikið skammast yfir þessu. „Þetta er einfaldlega sú aðferð sem lögin bjóða að sækja fólk til að láta það svara. Ef menn eiga engar eignir þarf að ná til þeirra þannig að þeir lýsi sjálfir yfir eignaleysi. Í sumum tilvikum gætu menn átt eignir en það verður að ljúka málinu með því að gera fjárnám með árangri eða með því að gera árangurslaust fjárnám. Það er ekki hægt að gera árangurslaust fjárnám nema ná til skuldarans eða fulltrúa hans.“ Ólafur Helgi segir að lögreglan fari inn á vinnustaði til að sækja menn en flestir skili sér sem betur fer af sjálfsdáðum í fyrstu eða annarri boðun. Hann á von á að þessu verði lokið eftir nokkrar vikur. - ghs Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Sýslumannsembættið á Suðurlandi ætlar að gefa út handtökuskipun á 370 einstaklinga í Árnessýslu sem ekki hafa komið í fjárnám hjá sýslumannsembættinu á Selfossi. Komi fólkið ekki af sjálfsdáðum verður það handtekið á heimilum sínum eða vinnustöðum og fært fyrir sýslumann eða fulltrúa hans. „Þegar menn sinna ekki ítrekuðum kvaðningum um að mæta í fjárnám þá er ekki nein leið önnur en að láta lögreglu sækja menn og það erum við að gera. Við getum ekki látið málin safnast endalaust upp hjá okkur,“ segir Ólafur Helgi. „Við munum skipuleggja þetta þannig að lögregla leiti menn uppi og færi þá á skrifstofuna til fjárnáms.“ Ólafur Helgi segir að sýslumannsembættið geri þetta af og til, síðast fyrir um einu og hálfu ári. Þá hafi orðið mikil læti og mikið skammast yfir þessu. „Þetta er einfaldlega sú aðferð sem lögin bjóða að sækja fólk til að láta það svara. Ef menn eiga engar eignir þarf að ná til þeirra þannig að þeir lýsi sjálfir yfir eignaleysi. Í sumum tilvikum gætu menn átt eignir en það verður að ljúka málinu með því að gera fjárnám með árangri eða með því að gera árangurslaust fjárnám. Það er ekki hægt að gera árangurslaust fjárnám nema ná til skuldarans eða fulltrúa hans.“ Ólafur Helgi segir að lögreglan fari inn á vinnustaði til að sækja menn en flestir skili sér sem betur fer af sjálfsdáðum í fyrstu eða annarri boðun. Hann á von á að þessu verði lokið eftir nokkrar vikur. - ghs
Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent