Innlent

Skýr krafa um stjórnarslit á Samfylkingarfundi

MYND/Anton Brink
Skýr krafa um stjórnarslit hefur komið fram í almennum umræðum á fundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir í Þjóðleikhúskjallaranum. Hver ræðumaðurinn á fætur öðrum hefur stigið í pontu og lýst yfir vilja sínum til að forráðamenn Samfylkingar slíti ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Þeim hefur jafnan verið mætt með dynjandi lófataki fundarmanna.

Fyrr á fundinum lýstu báðir frummælendur fundarins, þeir Lúðvík Bergvinsson og Mörður Árnason, því yfir að boða ætti til kosninga strax og halda þær eigi síðar en í maí á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×