Þak sett á innheimtukostnað 21. janúar 2009 12:04 Björgvin G. Sigurðsson. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra undirritaði í dag reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar sem öðlast mun gildi 1. febrúar. Í tilkynningu frá ráðherra segir að kjarni reglugerðarinnar sé að sett verði þak á þá fjárhæð sem krefja má skuldara um við innheimtu gjaldfallinna peningakrafna fyrir aðra eða vegna eigin starfsemi. „Reglugerðin felur í sér talsverða lækkun miðað við gildandi gjaldskrár innheimtuaðila en þar til nú hefur ekki verið kveðið á um hámarkskostnað sem leyfilegt er að innheimta hjá skuldara vegna innheimtu," segir einnig. „Þakið sem nú er sett á innheimtukostnað hefur í för með sér að aðeins má taka 900 kr. fyrir skyldubundna innheimtuviðvörun til einstaklinga frá innheimtuaðila, m.a. lögmanni, eftir gjalddaga kröfu (ellegar eindaga sem síðar er tilgreindur). Fyrir valfrjáls milliinnheimtubréf má taka mismunandi gjöld eftir höfuðstól kröfu, lægst fyrir lágar kröfur, þ.e. 1.250 kr. en hærri fjárhæð eða allt að 5.500 kr. fyrir hærri kröfur." Þá er sagt að sömu takmörk séu á greiðslu skuldara fyrir fyrstu og aðra ítrekun milliinnheimtubréfs. „Þá felst mikilvæg réttarbót í því að skuldari á rétt á að fá innheimtuviðvörun gegn vægu gjaldi eftir gjalddaga eða tilgreinds eindaga í stað þess að löginnheimta geti hafist strax eftir gjalddaga, t.d. með greiðsluáskorun á grundvelli aðfararlaga með háum kostnaði." Reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar byggir á innheimtulögum nr. 95/2008 er öðluðust gildi 1. janúar sl. Í lögunum og reglugerðinni er m.a. kveðið á um góða innheimtuhætti þannig að ekki má t.d. beita skuldara óhæfilegum þrýstingi eða valda honum óþarfa tjóni eða óþægindum. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprengingar í höfuðborg Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra undirritaði í dag reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar sem öðlast mun gildi 1. febrúar. Í tilkynningu frá ráðherra segir að kjarni reglugerðarinnar sé að sett verði þak á þá fjárhæð sem krefja má skuldara um við innheimtu gjaldfallinna peningakrafna fyrir aðra eða vegna eigin starfsemi. „Reglugerðin felur í sér talsverða lækkun miðað við gildandi gjaldskrár innheimtuaðila en þar til nú hefur ekki verið kveðið á um hámarkskostnað sem leyfilegt er að innheimta hjá skuldara vegna innheimtu," segir einnig. „Þakið sem nú er sett á innheimtukostnað hefur í för með sér að aðeins má taka 900 kr. fyrir skyldubundna innheimtuviðvörun til einstaklinga frá innheimtuaðila, m.a. lögmanni, eftir gjalddaga kröfu (ellegar eindaga sem síðar er tilgreindur). Fyrir valfrjáls milliinnheimtubréf má taka mismunandi gjöld eftir höfuðstól kröfu, lægst fyrir lágar kröfur, þ.e. 1.250 kr. en hærri fjárhæð eða allt að 5.500 kr. fyrir hærri kröfur." Þá er sagt að sömu takmörk séu á greiðslu skuldara fyrir fyrstu og aðra ítrekun milliinnheimtubréfs. „Þá felst mikilvæg réttarbót í því að skuldari á rétt á að fá innheimtuviðvörun gegn vægu gjaldi eftir gjalddaga eða tilgreinds eindaga í stað þess að löginnheimta geti hafist strax eftir gjalddaga, t.d. með greiðsluáskorun á grundvelli aðfararlaga með háum kostnaði." Reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar byggir á innheimtulögum nr. 95/2008 er öðluðust gildi 1. janúar sl. Í lögunum og reglugerðinni er m.a. kveðið á um góða innheimtuhætti þannig að ekki má t.d. beita skuldara óhæfilegum þrýstingi eða valda honum óþarfa tjóni eða óþægindum.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprengingar í höfuðborg Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira