Samfylkingarfólk klappaði fyrir mótmælendum 21. janúar 2009 20:31 Mótmælendur eru komnir inn í Þjóðleikhúskjallarann. Mynd/ Anton. Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík hefur lagt fram tillögu um að boðað verði til kosninga ekki síðar en í maí á þessu ári. Það var Ásgeir Beinteinsson formaður félagsins sem lagði fram tillöguna á fundi félagsins í kvöld. Ekki hafa verið greidd atkvæði um hana, en það verður gert síðar i kvöld. Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Mörður Árnason íslenskufræðingur fluttu svo erindi á fundinum. Um 300-400 félagar í Samfylkingunni eru samankomnir á fundinum. Í ræðu sinni sagðist Lúðvík Bergvinsson vilja kosningar á árinu og sem fyrst. Hann sagðist jafnframt hafa heyrt í mörgum sjálfstæðismönnum sem væru sammála því. Lúðvík sagði að hægt væri að velja um marga kosti þangað til. Núverandi stjórn gæti starfað fram á vor, hægt væri að skipa utanþingsstjórn og svo mætti jafnframt fara þá leið sem formaður Framsóknarflokksins lagði til. Mörg hundruð manns eru saman komnir í nágrenni við Þjóðleikhúskjallarann, þar sem fundurinn fer fram. Mynd/ Anton. Mörður Árnason sagði að ríkisstjórnin hefði misst umboð sitt í október og misst trúnað. Sjálfstæðisflokkurinn bæri meginábyrgð. Samfylkingin ætti að beita sér fyrir því að haldnar yrðu kosningar. Hann sagði jafnframt að mistök og ábyrgð Samfylkingarinnar fælust í því að hafa samið sig frá stjórn efnahagsmála í maí 2007. Hann vonaðist eftir því að ráðherrar tækju hér eftir réttar ákvarðanir fyrir þing og þjóð. Hann lauk ræðu sinni á því að krefjast þess að kosningar yrðu haldnar strax. Mótmælendur réðust inn á fundinn um hálfníuleytið, eða í þann mund sem hann var að hefjast. Þegar þeir voru komnir inn í Þjóðleikhúskjallarann og kyrjuðu „Vanhæf ríkisstjórn" tóku fundarmenn undir með lófaklappi, að sögn fréttamanna Stöðvar 2 og Vísis sem eru á staðnum. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík hefur lagt fram tillögu um að boðað verði til kosninga ekki síðar en í maí á þessu ári. Það var Ásgeir Beinteinsson formaður félagsins sem lagði fram tillöguna á fundi félagsins í kvöld. Ekki hafa verið greidd atkvæði um hana, en það verður gert síðar i kvöld. Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Mörður Árnason íslenskufræðingur fluttu svo erindi á fundinum. Um 300-400 félagar í Samfylkingunni eru samankomnir á fundinum. Í ræðu sinni sagðist Lúðvík Bergvinsson vilja kosningar á árinu og sem fyrst. Hann sagðist jafnframt hafa heyrt í mörgum sjálfstæðismönnum sem væru sammála því. Lúðvík sagði að hægt væri að velja um marga kosti þangað til. Núverandi stjórn gæti starfað fram á vor, hægt væri að skipa utanþingsstjórn og svo mætti jafnframt fara þá leið sem formaður Framsóknarflokksins lagði til. Mörg hundruð manns eru saman komnir í nágrenni við Þjóðleikhúskjallarann, þar sem fundurinn fer fram. Mynd/ Anton. Mörður Árnason sagði að ríkisstjórnin hefði misst umboð sitt í október og misst trúnað. Sjálfstæðisflokkurinn bæri meginábyrgð. Samfylkingin ætti að beita sér fyrir því að haldnar yrðu kosningar. Hann sagði jafnframt að mistök og ábyrgð Samfylkingarinnar fælust í því að hafa samið sig frá stjórn efnahagsmála í maí 2007. Hann vonaðist eftir því að ráðherrar tækju hér eftir réttar ákvarðanir fyrir þing og þjóð. Hann lauk ræðu sinni á því að krefjast þess að kosningar yrðu haldnar strax. Mótmælendur réðust inn á fundinn um hálfníuleytið, eða í þann mund sem hann var að hefjast. Þegar þeir voru komnir inn í Þjóðleikhúskjallarann og kyrjuðu „Vanhæf ríkisstjórn" tóku fundarmenn undir með lófaklappi, að sögn fréttamanna Stöðvar 2 og Vísis sem eru á staðnum.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira