Innlent

Framsókn vill verja minnihlutastjórn vinstri flokkanna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins.

Ef Samfylkingin slítur stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og myndar minnihlutastjórn með Vinstri grænum mun þingflokkur Framsóknarflokksins verja hana vantrausti. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson las upp yfirlýsingu þessa efnis á skrifstofu flokksins við Austurvöll nú klukkan fimm.

Í fréttatilkynningu sem Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður, Framsóknarflokksins, sendi frá sér nú fyrir stundu segir að þetta tilboð sé háð því skilyrði að kosningar fari fram eigi seinna en 25. apríl næstkomandi og að strax verði ráðist í aðgerðir til að koma til móts við skuldsett heimili í landinu og bæta rekstrarskilyrði íslensks atvinnulífs. Í því felist meðal annars að mörkuð verði stefna í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Jafnframt verði komið á stjórnlagaþingi sem semji nýja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.

Gangi forystumenn vinstri flokkanna að tilboðinu mun minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna þá starfa þangað til að ný ríkisstjórn verður mynduð eftir kosningarnar 25. apríl.
















Tengdar fréttir

Framsóknarmenn einhuga um minnihlutastjórn

Einhugur var í þingflokki Framsóknarflokksins um þá tillögu að bjóða vinstri flokkunum að verja minnihlutastjórn vantrausti, segir Birkir J. Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×