Innlent

Framsóknarmenn einhuga um minnihlutastjórn

Einhugur var í þingflokki Framsóknarflokksins um þá tillögu að bjóða vinstri flokkunum að verja minnihlutastjórn vantrausti, segir Birkir J. Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins.

Birkir segir að framsóknarmenn hafi kynnt fulltrúum úr forystu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hugmyndirnar áður en þær voru kynntar í fjölmiðlum í dag. Hann vildi þó ekki segja hvaða fulltrúum hefðu verið kynntar þær. Birkir segist binda vonir við að vinstri flokkarnir taki vel í þessa málaleitan framsóknarmanna enda sé ástandið í samfélaginu orðið þannig að full þörf sé á breytingum.

Samfylkingarmenn í Reykjavík munu funda í kvöld og má búast við að þetta verði eitt af þeim atriðum sem verði farið yfir á fundinum.










Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×