Erlent

Bílsprengja sprakk á háskólasvæði Pamplona

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/AP

Bílsprengja sprakk í morgun á bílastæði nærri háskóla í borginni Pamplona á Norður-Spáni. Frá þessu greindi spænska ríkisútvarpið.

Engar fregnir hafa borist af mannfalli en rúður í nálægum byggingum munu hafa brotnað og bílar skemmst í sprengingunni. Aðeins eru nokkrir dagar síðan aðskilnaðarsamtökin ETA stóðu fyrir sprengjuárás í Baskalandi en engin yfirlýsing hefur komið frá þeim um ábyrgð á verknaðinum í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×