Innlent

Miðborgarþjónar áfram í bænum um helgar

Úr miðborginni.
Úr miðborginni. MYND/Eyþór

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að hafa áfram starfandi miðborgarþjóna aðfaranætur laugardaga og sunnudaga fram að áramótum.

Borgaryfirvöld ákváðu í sumar að gera tilraun með slíka þjóna og hafa þeir haft umsjón með leigubílaröð við Lækjargötu og aðstoðað við fólk sem þarfnast hjálpar, til dæmis vegna ölvunar. Þá hafa þeir stuðlað að temprun hávaða frá skemmtistöðum.

Þeir hafa verið sex á vakt hverju sinni en verða þrír nú samkvæmt ákvörðun borgarráðs. Tillaga þessa efnis var samþykkt með sex atkvæðum í borgarráði en borgarráðsfulltrúi vinstri - grænna sat hjá. Kostnaður við miðborgarþjónana fram að áramótum er 950 þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×