Fá 85 prósent úr Sjóði 9 hjá Glitni - Unnið að lausn annarra sjóða 30. október 2008 09:44 MYND/Heiða Glitnir mun í dag greiða allar eignir úr Sjóði 9 og leggja þá inn á sparnaðarreikninga í nafni hvers sjóðsfélaga í hlutfalli við eign þeirra. Fram kemur í tilkynningu bankans að 85 prósent af eignum sjóðsins verði endurgreiddar sem sé allt laust fé sjóðsins og það endurgjald sem hann fékk fyrir verðbréfasafn sitt. Starfsmenn og stjórn sjóðsins hafi á síðustu vikum lagt höfuðáherslu á að koma verðbréfasafni sjóðsins í verð til þess að geta greitt út inneign sjóðfélaga og lágmarka þannig tap þeirra, segir bankinn og verður upphæð sjóðsfélaga lögð inn á sparnaðarreikning í þeirra nafni hjá Nýja Glitni. „Um er að ræða sparnaðarreikning Eignastýringar sem býður bestu fáanlegu kjör hjá Glitni. Sérkjör reikningsins eru í boði fram að áramótum fyrir þá fjárhæð sem sjóðfélagar fá greidda úr sjóðnum. Reikningurinn er opinn og hægt að taka út af honum á hefðbundinn hátt, í útibúumbankans og Netbanka Glitnis. Sjóðfélögum verður sent bréf með nánari upplýsingum um útgreiðslufjárhæð og sparnaðarreikninginn," segir í tikynningunni. Þá harmar Glitnir það að peningarmarkaðssjóðir hafi verið lokaðir að undanförnu en það hafi verið gert til þess að vernda hagsmuni sjóðsfélaga og freista þess að ná sem bestri niðurstöðu fyrir þá. Þá áréttar bankinn að allar fjárfestingar Sjóðs 9 hafi verið í samræmi við lög, reglur og fjárfestingarheimildir sjóðsins. Aðrir peningamarkaðssjóðir, í erlendri mynt, og nokkrir verðbréfasjóða Glitnis eru enn lokaðir. Áfram er unnið að lausn þess máls og er vonast til þess að hún liggi fyrir innan tíðar þar sem hagsmunir sjóðfélaga verða, eftir sem áður, hafðir að leiðarljósi, segir í tilkynningu Glitnis. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira
Glitnir mun í dag greiða allar eignir úr Sjóði 9 og leggja þá inn á sparnaðarreikninga í nafni hvers sjóðsfélaga í hlutfalli við eign þeirra. Fram kemur í tilkynningu bankans að 85 prósent af eignum sjóðsins verði endurgreiddar sem sé allt laust fé sjóðsins og það endurgjald sem hann fékk fyrir verðbréfasafn sitt. Starfsmenn og stjórn sjóðsins hafi á síðustu vikum lagt höfuðáherslu á að koma verðbréfasafni sjóðsins í verð til þess að geta greitt út inneign sjóðfélaga og lágmarka þannig tap þeirra, segir bankinn og verður upphæð sjóðsfélaga lögð inn á sparnaðarreikning í þeirra nafni hjá Nýja Glitni. „Um er að ræða sparnaðarreikning Eignastýringar sem býður bestu fáanlegu kjör hjá Glitni. Sérkjör reikningsins eru í boði fram að áramótum fyrir þá fjárhæð sem sjóðfélagar fá greidda úr sjóðnum. Reikningurinn er opinn og hægt að taka út af honum á hefðbundinn hátt, í útibúumbankans og Netbanka Glitnis. Sjóðfélögum verður sent bréf með nánari upplýsingum um útgreiðslufjárhæð og sparnaðarreikninginn," segir í tikynningunni. Þá harmar Glitnir það að peningarmarkaðssjóðir hafi verið lokaðir að undanförnu en það hafi verið gert til þess að vernda hagsmuni sjóðsfélaga og freista þess að ná sem bestri niðurstöðu fyrir þá. Þá áréttar bankinn að allar fjárfestingar Sjóðs 9 hafi verið í samræmi við lög, reglur og fjárfestingarheimildir sjóðsins. Aðrir peningamarkaðssjóðir, í erlendri mynt, og nokkrir verðbréfasjóða Glitnis eru enn lokaðir. Áfram er unnið að lausn þess máls og er vonast til þess að hún liggi fyrir innan tíðar þar sem hagsmunir sjóðfélaga verða, eftir sem áður, hafðir að leiðarljósi, segir í tilkynningu Glitnis.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira