Innlent

Bjartsýn fyrir sína hönd og þjóðarinnar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem gekkst undir aðgerð í Bandaríkjunum í síðustu viku sagði í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins að sér liði vel og hún fylgdist vel með stöðu mála.

Hún sagði slæmt að vera tekin úr sambandi eins og hún orðaði það á þessum tíma.

„Það sem maður reynir að gera við áföllum sem þessum hvort sem það er sem þjóð eða einstaklingur er að taka því sem ber að af æðruleysi, sýna yfirvegun og bjartsýni og það er ég bæði fyrir mína hönd og þjóðarinnar," sagði Ingibjörg Sólrún í samtali við Rúv.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×