Innlent

Biskup boðar tungumál umhyggjunnar

MYND/GVA

Karl Sigurbjörnsson biskup segir í pistli á heimasíðu kirkjunnar að eftir tungumál óttans, sem hefur verið yfirgnæfandi að undanförnu, skulum við nú tala tungumál umhyggjunnar.

Sýna umhyggju um lífið, um jörðina, um hið viðkvæma og brothætta líf, börnin, sjúka og aldraða. Jafnframt beinir hann þeim tilmælum til presta og djákna þjóðkirkjunnar að vera vakandi fyrir þessum vanda og hvernig hann hefur áhrif á andlega líðan fólks, sem lendir í efnahagslegum þrengingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×