Innlent

Fundað í Landsbankanum í nótt

MYND/Sigurjón

Fundahöld voru í Landsbankanum í nótt en ekki liggur fyrir hvort Fjármálaeftirlitið yfirtekur rekstur hans, eins og það hefur nú heimild til, reynist bankinn ekki getað staðið við skuldbindingar.

Jafnframt var fundað í Glitni í nótt. Kaupþing mun hinsvegar hafa fengið 500 milljarða króna lán hjá Seðlabankanum með tryggingu öllum hlutabréfum Kaupþings í danska bankanum FIH, og bendir því flest til að Kaupþing verði ekki yfirtekið. Komi til þess að fjármálaeftirlitið yfirtaki rekstur einhverra banka á öll almenn bankastarfssemi í þeim að verða með óbreyttum hætti.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×