Innlent

Fáir ráðherrar nenntu að hlusta á Guðna Ágústsson

Frá þingfundi í kvöld
Frá þingfundi í kvöld

Nú stendur yfir umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðan á fjármálamarkaði. Frumvarpið var kynnt í kvöld af Geir H. Haarde forsætisráðherra en var síðan rætt m.a í viðskiptanefnd Alþingis.

Ágúst Ólafur Ágústsson formaður viðskiptanefndar sagði í annarri umræðu sem hófst fyrir um klukkutíma síðan að meirihluti nefndarinnar styddi frumvarpið með nokkrum athugasemdum þó. Fyrir nefndina voru kallaðir sérfræðingar víðsvegar úr þjóðfélaginu en m.a. var rætt við Davíð Oddsson seðlabankastjóra.

Steingrímur J. Sigfússon sem er í minnihluta viðskiptanefndar skilaði séráliti ásamt Jóni Magnússyni þingflokksformanni Frjálslyndra. Hann sagðist sitja hjá en sagði þó óumflýjanlegt að fara þessa leið. Hann hamraði á því að Vg væri sammála því að íbúðalánasjóði verði heimilt að taka yfir íbúðalán. Hann sagði að raunar að nú þegar lægi fyrir frumvarp þess efnis undirritað af öllum þingmönnum Vg.

 

 

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins vildi láta fresta ræðu sinni þar sem fáir ráðherrar væru staddir í þingsal. Hann fór fram á að ráðherrar hlýddu á ræðu sína og tækju þátt í þessari umræðu.

Forseti alþingis bað þá ráðherra sem væru í húsinu að koma í salinn. Geir H. Haarde og Árni Mathiesen mættu fljótlega. Það var hinsvegar ekki fyrr en Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra mætti í salinn að Guðni hóf ræðu sína.

Hann sagði m.a að Ágúst Ólafur ætti ekki að grobba sig af því að Ísland væri fimmta ríkasta þjóð í heimi, því hún yrði ekki í því sæti á morgun.

Framsóknarflokkurinn mun styðja frumvarpið með fyrirvara þó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×