Fáir ráðherrar nenntu að hlusta á Guðna Ágústsson 6. október 2008 22:50 Frá þingfundi í kvöld Nú stendur yfir umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðan á fjármálamarkaði. Frumvarpið var kynnt í kvöld af Geir H. Haarde forsætisráðherra en var síðan rætt m.a í viðskiptanefnd Alþingis. Ágúst Ólafur Ágústsson formaður viðskiptanefndar sagði í annarri umræðu sem hófst fyrir um klukkutíma síðan að meirihluti nefndarinnar styddi frumvarpið með nokkrum athugasemdum þó. Fyrir nefndina voru kallaðir sérfræðingar víðsvegar úr þjóðfélaginu en m.a. var rætt við Davíð Oddsson seðlabankastjóra. Steingrímur J. Sigfússon sem er í minnihluta viðskiptanefndar skilaði séráliti ásamt Jóni Magnússyni þingflokksformanni Frjálslyndra. Hann sagðist sitja hjá en sagði þó óumflýjanlegt að fara þessa leið. Hann hamraði á því að Vg væri sammála því að íbúðalánasjóði verði heimilt að taka yfir íbúðalán. Hann sagði að raunar að nú þegar lægi fyrir frumvarp þess efnis undirritað af öllum þingmönnum Vg. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins vildi láta fresta ræðu sinni þar sem fáir ráðherrar væru staddir í þingsal. Hann fór fram á að ráðherrar hlýddu á ræðu sína og tækju þátt í þessari umræðu. Forseti alþingis bað þá ráðherra sem væru í húsinu að koma í salinn. Geir H. Haarde og Árni Mathiesen mættu fljótlega. Það var hinsvegar ekki fyrr en Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra mætti í salinn að Guðni hóf ræðu sína. Hann sagði m.a að Ágúst Ólafur ætti ekki að grobba sig af því að Ísland væri fimmta ríkasta þjóð í heimi, því hún yrði ekki í því sæti á morgun. Framsóknarflokkurinn mun styðja frumvarpið með fyrirvara þó. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Nú stendur yfir umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðan á fjármálamarkaði. Frumvarpið var kynnt í kvöld af Geir H. Haarde forsætisráðherra en var síðan rætt m.a í viðskiptanefnd Alþingis. Ágúst Ólafur Ágústsson formaður viðskiptanefndar sagði í annarri umræðu sem hófst fyrir um klukkutíma síðan að meirihluti nefndarinnar styddi frumvarpið með nokkrum athugasemdum þó. Fyrir nefndina voru kallaðir sérfræðingar víðsvegar úr þjóðfélaginu en m.a. var rætt við Davíð Oddsson seðlabankastjóra. Steingrímur J. Sigfússon sem er í minnihluta viðskiptanefndar skilaði séráliti ásamt Jóni Magnússyni þingflokksformanni Frjálslyndra. Hann sagðist sitja hjá en sagði þó óumflýjanlegt að fara þessa leið. Hann hamraði á því að Vg væri sammála því að íbúðalánasjóði verði heimilt að taka yfir íbúðalán. Hann sagði að raunar að nú þegar lægi fyrir frumvarp þess efnis undirritað af öllum þingmönnum Vg. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins vildi láta fresta ræðu sinni þar sem fáir ráðherrar væru staddir í þingsal. Hann fór fram á að ráðherrar hlýddu á ræðu sína og tækju þátt í þessari umræðu. Forseti alþingis bað þá ráðherra sem væru í húsinu að koma í salinn. Geir H. Haarde og Árni Mathiesen mættu fljótlega. Það var hinsvegar ekki fyrr en Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra mætti í salinn að Guðni hóf ræðu sína. Hann sagði m.a að Ágúst Ólafur ætti ekki að grobba sig af því að Ísland væri fimmta ríkasta þjóð í heimi, því hún yrði ekki í því sæti á morgun. Framsóknarflokkurinn mun styðja frumvarpið með fyrirvara þó.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira