Fleiri fréttir Gylfi nýr forseti ASÍ Gylfi Arnbjörnsson hefur verið kjörinn forseti Alþýðusambands Íslands, ASÍ. Gylfi fékk 166 atkvæða og 60 prósent atkvæða í kosningunum sem fram fóru í dag á ársfundi sambandsins. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir hlaut 114 atkvæði og um 40 prósent atkvæða. 24.10.2008 11:25 VG vilja ekki að Bretarnir komi Þingmenn Vinstri grænna vilja ekki að breski herinn komi til landsins í desember og annist loftrýmiseftirlit og ætla þingmennirnir að leggja til í þingsályktunartillögu að fyrirhugað þeirra verði fellt niður. 24.10.2008 11:11 Stjórnarandstaðan boðuð á fund í Ráðherrabústaðnum Núna klukkan 11:00 voru forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna boðaðir á fund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Nokkur fjöldi fréttamanna er staddur fyrir utan Ráðherrabústaðnum og eftir því sem þeir komast næst hefur verið fundað þar síðan um 8:00 í morgun. Ríkisstjórnarfundi var frestað í morgun. 24.10.2008 11:03 Seldu fimm og hálft tonn af kjöti á einum degi Bændadagar hófust í Skagfirðingabúð og er óhætt að fullyrða að Skagfirðingar hafi tekið vel við sér en alls seldist um fimm og hálft tonn af kjöti í gær. Búið að að fylla á alla kæla á nýjan leik og búast menn við öðru eins í dag. 24.10.2008 10:38 Starfsmenn Kaupþings fá laun á uppsagnarfresti Þeir starfsmenn Kaupþings sem ekki verður boðið starf hjá Nýja Kaupþingi fá laun sín greidd á uppsagnafresti í samræmi við kjarasamninga. Þetta kemur fram í tölvupósti sem starfsmönnum hefur verið sendur. 24.10.2008 10:19 FT segir símtalið veikja málstað Breta Breska dagblaðið Financial Times fjallar í dag um afrit af samtali Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, og Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, 7. október. 24.10.2008 10:10 Viðbúnaði aflétt á Vestfjörðum Lögreglustjórinn á Vestfjörðum, að höfðu samráði við Veðurstofu Íslands, hefur ákveðið að aflétta viðbúnaði á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu í þéttbýli. 24.10.2008 09:54 Almenningur á ekki að borga skuldir bankanna ,,Þegar viðskiptabankarnir voru einkavæddir hætti ríkið að eiga þá," segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, í pistli á heimasíðu sinni og bætir við að þá hafi ríkið hætt að bera ábyrgð á skuldum bankanna, skuldbindingum og öðrum ákvörðunum. 24.10.2008 09:32 Hellisheiði lokuð - Súðavíkurhlíð enn lokuð Hellisheiði er lokuð og verður það eitthvað fram eftir morgni. Í tilkynningu frá Vegagerðinni eru þeir sem eiga yfirgefna bíla á Hellisheiðinni eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Selfossi. 24.10.2008 08:50 Tvítyngd börn í Danmörku síður aðstoðuð vegna ADHD Tvítyngd börn danskra innflytjenda fá síður þá aðstoð sem þau þurfa vegna ofvirkni með athyglisbresti, eða ADHD eins og röskunin er nefnd í daglegu tali. 24.10.2008 08:31 Börn lýstu vígi kengúru á hendur sér Þrjú rússnesk börn hafa játað að hafa drepið kengúru í dýragarðinum í Rostov um helgina. Þetta segir lögreglan í borginni í samtali við rússneska fjölmiðla. 24.10.2008 08:20 Ekki er allt sem sýnist - eða..? Japönsk kona á fimmtugsaldri gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að villa á sér heimildir í veröld sýndarveruleikans. 24.10.2008 08:15 Mikil röskun á millilandaflugi vegna veðurs Mikil röskun vað á millilandaflugi í gærkvöldi eftir að ófært varð á Keflavíkurflugvelli vegna ofviðris. Tveimur vélum , sem voru að koma frá meginlandi Evrópu var beint til Akureyrar og öðrum þremur til Egilsstaða, þar sem þær eru enn. 24.10.2008 07:16 Fjöldi útkalla vegna fárviðris í nótt Hátt í 200 björgunarsveitarmenn allt frá norðanverðum Vestfjörðum og suður á Reykjanes sinntu fjölda útkalla vegna fárviðris, frá því snemma í gærkvöldi og fram undir klukkan fimm í morgun. 24.10.2008 07:08 Davíð vonar að aðstoð IMF feli ekki í sér niðurlægingu Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir í samtali við breska blaðið Financial Times að hann telji að sú ákvörðun Seðlabanka Bandaríkjanna, Evrópu og Englands að neita Seðlabanka Íslands um fjárhagsaðstoð hafi átt sinn þátt í falli íslensku bankanna. 23.10.2008 22:48 Björgvin og Darling ræddu um að breyta Icesave Á fundi Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, og Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, 2. september var meðal annars rætt um að breyta Icesave í dótturfélag þannig að íslensk stjórnvöld bæru ekki ábyrgð á starfsemi bankans. Það hefði leyst ríkið undan ábyrgð vegna reikninga í Icesave. 23.10.2008 22:03 Veginum um Súðavíkurhlíð lokað - Varað við miklu hvassviðri á Suðurnesjum Búið er að loka veginum um Súðavíkurhlíð. Vegagerðin varar vegfarendur við miklu hvassviðri á Reykjanesbraut og Suðurnesjum. 23.10.2008 21:33 Reykjanesbraut opnuð á ný eftir bílslys - Tveir fluttir á slysadeild Búið er að opna Reykjanesbraut til norðurs við Breiðholtsbraut að nýju eftir árekstur tveggja bifreiða skömmu fyrir klukkan 19. 23.10.2008 20:52 Darling: Orðspor Íslands mun bíða hræðilega hnekki - Samtalið við Árna ,,Þú verður að gera þér ljóst að orðspor þjóðar þinnar bíður hræðilega hnekki," sagði Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, í samtali við Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, í síma 7. október. Kastljós birti í kvöld samtal þeirra en lesið var upp af afrit af símtali ráðherranna sem hafði verið þýtt yfir á íslensku. 23.10.2008 20:48 Sóley ósátt við Jóhönnu Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur ritað Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, opið bréf vegna ákvörðunar félagsmálaráðuneytisins að fresta jafnréttisþingi fram í janúar á næsta ári. 23.10.2008 20:15 ,,Auðvitað á ríkið að fara í mál" Jón Daníelsson, prófessor í fjármálum við London School of Economics, segir að íslensk stjórnvöld eigi að fara í mál við breska ríkið. 23.10.2008 20:14 Tveir á slysadeild eftir bílslys Tveir voru fluttir slysadeild eftir bílslys sem varð á Reykjanesbraut við verslun Garðheima við norðanverða Breiðholtsbraut fyrr í kvöld. Tvær biðreiðar skullu saman. Reykjanesbraut er enn lokuð til norðurs. 23.10.2008 19:55 Löggan með viðbragðsáætlun vegna kreppunnar Lögreglan hefur tilbúna viðbragðsáætlun komi til múgæsings eða annars ófriðar vegna efnahagsástandsins. Reiði í samfélaginu hefur orðið til þess að öryggisgæsla í kringum ráðamenn og einstaka menn í viðskipta- og bankaheiminum hefur verið efld. 23.10.2008 19:30 Akureyrarkirkja bíður upp á ókeypis lögmannaaðstoð Akureyrarkirkja hefur ákveðið að bjóða íbúum upp á ókeypis lögmannaaðstoð í kreppunni. Hluti sóknarbarna er kvíðinn og reiður og styttist í uppgjör, segir sóknarprestur. 23.10.2008 19:07 Reykjanesbraut lokuð norðan við Breiðholtsbraut Umferðarslys varð á Reykjanesbraut við Garðheima fyrir stundu. Lögreglan, sjúkrabifreiðar og tækjabíll slökkviliðsins eru komin á vettvang og er Reykjanesbraut norðan af Breiðholtsbraut lokuð. 23.10.2008 18:57 Bogi rannsakar fall bankanna Bogi Nilsson fyrrverandi ríkissaksóknari hefur verið ráðinn til að sinna undirbúningsrannsókn á falli bankanna. Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, gerði allsherjarnefnd Alþingis grein fyrir rannsókninni í dag. 23.10.2008 18:52 Bretar lýstu yfir stríði Bretar lýstu yfir stríði við Ísland þegar þeir frystu eignir íslenskra fyrirtækja úti. Þetta segir formaður Pétur H. Blöndal, efnahags- og skattanefndar Alþingis. Hann segir ekki hægt að skilja orð fulltrúa viðskiptalífsins á nýlegum nefndarfundi öðruvísi en að Bretar neyti aflsmunar til að fá bankakerfi erlendra ríkja til að mismuna Íslandi. 23.10.2008 18:42 Björgvin útilokar ekki eignaupptöku hafi auðmenn brotið lög Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, útilokar ekki hörku gegn íslenskum auðmönnum reynist þeir uppvísir að lögbrotum og að eignir þeirra verði sóttar til útlanda. 23.10.2008 18:38 Viðræðum við Breta ólokið Viðræðum sendinefndar breskra stjórnvalda og nefndar íslenskra stjórnvalda er ekki lokið og er gert ráð fyrir að þeim verði haldið áfram á næstunni. Nefndirnar reyna að leiða deiluna um innlán breskra ríkisborgara í íslenskum bönkum til lykta. 23.10.2008 18:20 Rafmagnslaust á norðanverðum Vestfjörðum Talið er að rafmagnslaust sé á öllum norðanverðum Vestfjörðum. Samkvæmt upplýsingum Vísis er rafmagnslaust á Ísafirði og í Bolungarvík. Samkvæmt upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða fór rafmagnið af vegna óveðurs. 23.10.2008 18:15 Varað við slæmu veðri víða um land Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra býst áfram við slæmu veðri næsta sólarhringinn víða um land og er Veðurstofan enn með viðvörun vegna norðan og norðvestan 20 til 25 metrar á sekúndu yfir Vestfjörðum fram á nótt, suðvestanlands undir kvöld og norðanlands á morgun. 23.10.2008 17:56 Ríkinu gert að greiða Tryggingarmiðstöðinni 130 milljónir Hæstiréttur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða Tryggingamiðstöðinni tæpar 130 milljónir með vöxtum frá árinu 2005 auk 3 milljóna í málskostnað. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur 2. október 2007. 23.10.2008 17:20 Hæstiréttur staðfestir dóm vegna áfengisauglýsinga Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Karli Garðarssyni, fyrrum ritstjóra Blaðsins. Karl var sakfelldur fyrir að hafa sem ritstjóri Blaðsins á árinu 2005 birt fjórar auglýsingar á áfengi og með því brotið gegn áfengislögum. 23.10.2008 17:10 Hæstiréttur sýknar í tálbeitumáli Kompás Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms í svokölluðu tálbeitumáli sem tengist fréttaskýringarþættinum Kompási. 23.10.2008 16:31 Fíkniefni fundust í Hafnarfirði og Breiðholti Lögreglan fann fíkniefni við húsleit í Hafnarfirði í morgun. Um var að ræða bæði amfetamín og kókaín, samtals um 200 grömm, 25 e-töflur og neysluskammta af hassi. Húsráðandi, sem er karlmaður á sjötugsaldri, hefur ítrekað komið við sögu lögreglu vegna sölu og dreifingar fíkniefna. 23.10.2008 15:59 Ráðherrar funda með Icesave samninganefndinni Ráðherrar í ríkisstjórninni munu, klukkan fjögur í dag, funda með fulltrúum íslensku embættismannanefndarinnar, sem rætt hefur við breska embættismenn um skuldbindingar vegna Icesave reikninga Landsbankans í Bretlandi. Lítil tíðindi hafa borist af gangi viðræðnanna við Breta og ekki er ljóst hvort að Bretarnir haldi heim í dag. 23.10.2008 15:53 Rannsókn á hugsanlegum brotum við fall bankanna þegar hafin Ríkissaksóknari hefur þegar hafið rannsókn á því hvort refsivert athæfi hafi átt sér stað í tengslum við fall íslensku bankanna. 23.10.2008 15:45 Varað við hættulegum rafhlöðum í höfuðtólum Neytendastofa varar við hættulegum rafhlöðum sem notaðar eru í þráðlausum höfuðtólum af gerðinni GN9120. 23.10.2008 15:24 Fólk verði á ekki á ferðinni á Snæfellsnesi síðdegis og í kvöld Lögreglan á Snæfellsnesi varar vegfarendur við að vera mikið á ferðinni síðdegis og í kvöld. 23.10.2008 15:07 Erlendar skuldir sjávarútvegsins munu lækka Við fall fjármálageirans eykst vægi sjávarútvegs í íslenska þjóðarbúskapnum frá því sem verið hefur á allra síðustu árum. 23.10.2008 15:06 Varað við snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur í samráði við Veðurstofu Íslands lýst yfir viðbúnaði á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. 23.10.2008 14:55 Stjórnarformaður Nýja Kaupþings breytir ekki launum bankastjórans Stjórnarformaður Nýja Kaupþings segist ekki ætla að breyta launakjörum bankastjórans, þrátt fyrir gagnrýni. Upplýst hefur verið að laun Finns Sveinbjörnssonar, nýráðins bankastjóra, eru 1950 þúsund krónur á mánuði. Litlu hærri en laun útvarpsstjóra, sem hingað til hefur verið hæst launaði forstjóri ríkisfyrirtækis. 23.10.2008 14:45 Undirskriftarlistar gegn nýrri Bónusverslun í miðbænum Bónus ráðgerir að opna nýja þúsund fermetra verslun í húsi Iðnaðarmannafélagsins við Hallveigarstíg 1 í miðbæ Reykjavíkur. Opnunin fer misjafnlega í íbúa í grenndinni sem þegar hafa safnað undirskriftum gegn opnun verslunarinnar. Íbúarnir eru ósáttir við opnunina í ljósi mikilla bílastæðavandræða sem nú þegar eru á svæðinu. Júlíus Vífill Ingvason formaður skipulagsráðs skilur áhyggjur íbúa en segir lítið hægt að gera. Forstjóri Bónus segir ætlunina ekki að ergja íbúa í grendinni og ætlar að vinna að opnuninni í sátt og samlyndi við sem flesta. 23.10.2008 14:38 Almannavarnir vara við slæmu veðri Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vekur athygli á viðvörun frá Veðurstofunni vegna slæmrar veðurspár. 23.10.2008 14:24 Vill upplýsingar um þá sem hafa orðið fyrir óþægindum erlendis Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem óskað er eftir staðfestum upplýsingum um að Íslendingar hafi orðið fyrir óþægindum eða ósanngjarnri meðferð erlendis vegna ástands efnahagsmála. 23.10.2008 14:19 Sjá næstu 50 fréttir
Gylfi nýr forseti ASÍ Gylfi Arnbjörnsson hefur verið kjörinn forseti Alþýðusambands Íslands, ASÍ. Gylfi fékk 166 atkvæða og 60 prósent atkvæða í kosningunum sem fram fóru í dag á ársfundi sambandsins. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir hlaut 114 atkvæði og um 40 prósent atkvæða. 24.10.2008 11:25
VG vilja ekki að Bretarnir komi Þingmenn Vinstri grænna vilja ekki að breski herinn komi til landsins í desember og annist loftrýmiseftirlit og ætla þingmennirnir að leggja til í þingsályktunartillögu að fyrirhugað þeirra verði fellt niður. 24.10.2008 11:11
Stjórnarandstaðan boðuð á fund í Ráðherrabústaðnum Núna klukkan 11:00 voru forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna boðaðir á fund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Nokkur fjöldi fréttamanna er staddur fyrir utan Ráðherrabústaðnum og eftir því sem þeir komast næst hefur verið fundað þar síðan um 8:00 í morgun. Ríkisstjórnarfundi var frestað í morgun. 24.10.2008 11:03
Seldu fimm og hálft tonn af kjöti á einum degi Bændadagar hófust í Skagfirðingabúð og er óhætt að fullyrða að Skagfirðingar hafi tekið vel við sér en alls seldist um fimm og hálft tonn af kjöti í gær. Búið að að fylla á alla kæla á nýjan leik og búast menn við öðru eins í dag. 24.10.2008 10:38
Starfsmenn Kaupþings fá laun á uppsagnarfresti Þeir starfsmenn Kaupþings sem ekki verður boðið starf hjá Nýja Kaupþingi fá laun sín greidd á uppsagnafresti í samræmi við kjarasamninga. Þetta kemur fram í tölvupósti sem starfsmönnum hefur verið sendur. 24.10.2008 10:19
FT segir símtalið veikja málstað Breta Breska dagblaðið Financial Times fjallar í dag um afrit af samtali Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, og Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, 7. október. 24.10.2008 10:10
Viðbúnaði aflétt á Vestfjörðum Lögreglustjórinn á Vestfjörðum, að höfðu samráði við Veðurstofu Íslands, hefur ákveðið að aflétta viðbúnaði á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu í þéttbýli. 24.10.2008 09:54
Almenningur á ekki að borga skuldir bankanna ,,Þegar viðskiptabankarnir voru einkavæddir hætti ríkið að eiga þá," segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, í pistli á heimasíðu sinni og bætir við að þá hafi ríkið hætt að bera ábyrgð á skuldum bankanna, skuldbindingum og öðrum ákvörðunum. 24.10.2008 09:32
Hellisheiði lokuð - Súðavíkurhlíð enn lokuð Hellisheiði er lokuð og verður það eitthvað fram eftir morgni. Í tilkynningu frá Vegagerðinni eru þeir sem eiga yfirgefna bíla á Hellisheiðinni eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Selfossi. 24.10.2008 08:50
Tvítyngd börn í Danmörku síður aðstoðuð vegna ADHD Tvítyngd börn danskra innflytjenda fá síður þá aðstoð sem þau þurfa vegna ofvirkni með athyglisbresti, eða ADHD eins og röskunin er nefnd í daglegu tali. 24.10.2008 08:31
Börn lýstu vígi kengúru á hendur sér Þrjú rússnesk börn hafa játað að hafa drepið kengúru í dýragarðinum í Rostov um helgina. Þetta segir lögreglan í borginni í samtali við rússneska fjölmiðla. 24.10.2008 08:20
Ekki er allt sem sýnist - eða..? Japönsk kona á fimmtugsaldri gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að villa á sér heimildir í veröld sýndarveruleikans. 24.10.2008 08:15
Mikil röskun á millilandaflugi vegna veðurs Mikil röskun vað á millilandaflugi í gærkvöldi eftir að ófært varð á Keflavíkurflugvelli vegna ofviðris. Tveimur vélum , sem voru að koma frá meginlandi Evrópu var beint til Akureyrar og öðrum þremur til Egilsstaða, þar sem þær eru enn. 24.10.2008 07:16
Fjöldi útkalla vegna fárviðris í nótt Hátt í 200 björgunarsveitarmenn allt frá norðanverðum Vestfjörðum og suður á Reykjanes sinntu fjölda útkalla vegna fárviðris, frá því snemma í gærkvöldi og fram undir klukkan fimm í morgun. 24.10.2008 07:08
Davíð vonar að aðstoð IMF feli ekki í sér niðurlægingu Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir í samtali við breska blaðið Financial Times að hann telji að sú ákvörðun Seðlabanka Bandaríkjanna, Evrópu og Englands að neita Seðlabanka Íslands um fjárhagsaðstoð hafi átt sinn þátt í falli íslensku bankanna. 23.10.2008 22:48
Björgvin og Darling ræddu um að breyta Icesave Á fundi Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, og Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, 2. september var meðal annars rætt um að breyta Icesave í dótturfélag þannig að íslensk stjórnvöld bæru ekki ábyrgð á starfsemi bankans. Það hefði leyst ríkið undan ábyrgð vegna reikninga í Icesave. 23.10.2008 22:03
Veginum um Súðavíkurhlíð lokað - Varað við miklu hvassviðri á Suðurnesjum Búið er að loka veginum um Súðavíkurhlíð. Vegagerðin varar vegfarendur við miklu hvassviðri á Reykjanesbraut og Suðurnesjum. 23.10.2008 21:33
Reykjanesbraut opnuð á ný eftir bílslys - Tveir fluttir á slysadeild Búið er að opna Reykjanesbraut til norðurs við Breiðholtsbraut að nýju eftir árekstur tveggja bifreiða skömmu fyrir klukkan 19. 23.10.2008 20:52
Darling: Orðspor Íslands mun bíða hræðilega hnekki - Samtalið við Árna ,,Þú verður að gera þér ljóst að orðspor þjóðar þinnar bíður hræðilega hnekki," sagði Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, í samtali við Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, í síma 7. október. Kastljós birti í kvöld samtal þeirra en lesið var upp af afrit af símtali ráðherranna sem hafði verið þýtt yfir á íslensku. 23.10.2008 20:48
Sóley ósátt við Jóhönnu Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur ritað Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, opið bréf vegna ákvörðunar félagsmálaráðuneytisins að fresta jafnréttisþingi fram í janúar á næsta ári. 23.10.2008 20:15
,,Auðvitað á ríkið að fara í mál" Jón Daníelsson, prófessor í fjármálum við London School of Economics, segir að íslensk stjórnvöld eigi að fara í mál við breska ríkið. 23.10.2008 20:14
Tveir á slysadeild eftir bílslys Tveir voru fluttir slysadeild eftir bílslys sem varð á Reykjanesbraut við verslun Garðheima við norðanverða Breiðholtsbraut fyrr í kvöld. Tvær biðreiðar skullu saman. Reykjanesbraut er enn lokuð til norðurs. 23.10.2008 19:55
Löggan með viðbragðsáætlun vegna kreppunnar Lögreglan hefur tilbúna viðbragðsáætlun komi til múgæsings eða annars ófriðar vegna efnahagsástandsins. Reiði í samfélaginu hefur orðið til þess að öryggisgæsla í kringum ráðamenn og einstaka menn í viðskipta- og bankaheiminum hefur verið efld. 23.10.2008 19:30
Akureyrarkirkja bíður upp á ókeypis lögmannaaðstoð Akureyrarkirkja hefur ákveðið að bjóða íbúum upp á ókeypis lögmannaaðstoð í kreppunni. Hluti sóknarbarna er kvíðinn og reiður og styttist í uppgjör, segir sóknarprestur. 23.10.2008 19:07
Reykjanesbraut lokuð norðan við Breiðholtsbraut Umferðarslys varð á Reykjanesbraut við Garðheima fyrir stundu. Lögreglan, sjúkrabifreiðar og tækjabíll slökkviliðsins eru komin á vettvang og er Reykjanesbraut norðan af Breiðholtsbraut lokuð. 23.10.2008 18:57
Bogi rannsakar fall bankanna Bogi Nilsson fyrrverandi ríkissaksóknari hefur verið ráðinn til að sinna undirbúningsrannsókn á falli bankanna. Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, gerði allsherjarnefnd Alþingis grein fyrir rannsókninni í dag. 23.10.2008 18:52
Bretar lýstu yfir stríði Bretar lýstu yfir stríði við Ísland þegar þeir frystu eignir íslenskra fyrirtækja úti. Þetta segir formaður Pétur H. Blöndal, efnahags- og skattanefndar Alþingis. Hann segir ekki hægt að skilja orð fulltrúa viðskiptalífsins á nýlegum nefndarfundi öðruvísi en að Bretar neyti aflsmunar til að fá bankakerfi erlendra ríkja til að mismuna Íslandi. 23.10.2008 18:42
Björgvin útilokar ekki eignaupptöku hafi auðmenn brotið lög Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, útilokar ekki hörku gegn íslenskum auðmönnum reynist þeir uppvísir að lögbrotum og að eignir þeirra verði sóttar til útlanda. 23.10.2008 18:38
Viðræðum við Breta ólokið Viðræðum sendinefndar breskra stjórnvalda og nefndar íslenskra stjórnvalda er ekki lokið og er gert ráð fyrir að þeim verði haldið áfram á næstunni. Nefndirnar reyna að leiða deiluna um innlán breskra ríkisborgara í íslenskum bönkum til lykta. 23.10.2008 18:20
Rafmagnslaust á norðanverðum Vestfjörðum Talið er að rafmagnslaust sé á öllum norðanverðum Vestfjörðum. Samkvæmt upplýsingum Vísis er rafmagnslaust á Ísafirði og í Bolungarvík. Samkvæmt upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða fór rafmagnið af vegna óveðurs. 23.10.2008 18:15
Varað við slæmu veðri víða um land Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra býst áfram við slæmu veðri næsta sólarhringinn víða um land og er Veðurstofan enn með viðvörun vegna norðan og norðvestan 20 til 25 metrar á sekúndu yfir Vestfjörðum fram á nótt, suðvestanlands undir kvöld og norðanlands á morgun. 23.10.2008 17:56
Ríkinu gert að greiða Tryggingarmiðstöðinni 130 milljónir Hæstiréttur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða Tryggingamiðstöðinni tæpar 130 milljónir með vöxtum frá árinu 2005 auk 3 milljóna í málskostnað. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur 2. október 2007. 23.10.2008 17:20
Hæstiréttur staðfestir dóm vegna áfengisauglýsinga Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Karli Garðarssyni, fyrrum ritstjóra Blaðsins. Karl var sakfelldur fyrir að hafa sem ritstjóri Blaðsins á árinu 2005 birt fjórar auglýsingar á áfengi og með því brotið gegn áfengislögum. 23.10.2008 17:10
Hæstiréttur sýknar í tálbeitumáli Kompás Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms í svokölluðu tálbeitumáli sem tengist fréttaskýringarþættinum Kompási. 23.10.2008 16:31
Fíkniefni fundust í Hafnarfirði og Breiðholti Lögreglan fann fíkniefni við húsleit í Hafnarfirði í morgun. Um var að ræða bæði amfetamín og kókaín, samtals um 200 grömm, 25 e-töflur og neysluskammta af hassi. Húsráðandi, sem er karlmaður á sjötugsaldri, hefur ítrekað komið við sögu lögreglu vegna sölu og dreifingar fíkniefna. 23.10.2008 15:59
Ráðherrar funda með Icesave samninganefndinni Ráðherrar í ríkisstjórninni munu, klukkan fjögur í dag, funda með fulltrúum íslensku embættismannanefndarinnar, sem rætt hefur við breska embættismenn um skuldbindingar vegna Icesave reikninga Landsbankans í Bretlandi. Lítil tíðindi hafa borist af gangi viðræðnanna við Breta og ekki er ljóst hvort að Bretarnir haldi heim í dag. 23.10.2008 15:53
Rannsókn á hugsanlegum brotum við fall bankanna þegar hafin Ríkissaksóknari hefur þegar hafið rannsókn á því hvort refsivert athæfi hafi átt sér stað í tengslum við fall íslensku bankanna. 23.10.2008 15:45
Varað við hættulegum rafhlöðum í höfuðtólum Neytendastofa varar við hættulegum rafhlöðum sem notaðar eru í þráðlausum höfuðtólum af gerðinni GN9120. 23.10.2008 15:24
Fólk verði á ekki á ferðinni á Snæfellsnesi síðdegis og í kvöld Lögreglan á Snæfellsnesi varar vegfarendur við að vera mikið á ferðinni síðdegis og í kvöld. 23.10.2008 15:07
Erlendar skuldir sjávarútvegsins munu lækka Við fall fjármálageirans eykst vægi sjávarútvegs í íslenska þjóðarbúskapnum frá því sem verið hefur á allra síðustu árum. 23.10.2008 15:06
Varað við snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur í samráði við Veðurstofu Íslands lýst yfir viðbúnaði á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. 23.10.2008 14:55
Stjórnarformaður Nýja Kaupþings breytir ekki launum bankastjórans Stjórnarformaður Nýja Kaupþings segist ekki ætla að breyta launakjörum bankastjórans, þrátt fyrir gagnrýni. Upplýst hefur verið að laun Finns Sveinbjörnssonar, nýráðins bankastjóra, eru 1950 þúsund krónur á mánuði. Litlu hærri en laun útvarpsstjóra, sem hingað til hefur verið hæst launaði forstjóri ríkisfyrirtækis. 23.10.2008 14:45
Undirskriftarlistar gegn nýrri Bónusverslun í miðbænum Bónus ráðgerir að opna nýja þúsund fermetra verslun í húsi Iðnaðarmannafélagsins við Hallveigarstíg 1 í miðbæ Reykjavíkur. Opnunin fer misjafnlega í íbúa í grenndinni sem þegar hafa safnað undirskriftum gegn opnun verslunarinnar. Íbúarnir eru ósáttir við opnunina í ljósi mikilla bílastæðavandræða sem nú þegar eru á svæðinu. Júlíus Vífill Ingvason formaður skipulagsráðs skilur áhyggjur íbúa en segir lítið hægt að gera. Forstjóri Bónus segir ætlunina ekki að ergja íbúa í grendinni og ætlar að vinna að opnuninni í sátt og samlyndi við sem flesta. 23.10.2008 14:38
Almannavarnir vara við slæmu veðri Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vekur athygli á viðvörun frá Veðurstofunni vegna slæmrar veðurspár. 23.10.2008 14:24
Vill upplýsingar um þá sem hafa orðið fyrir óþægindum erlendis Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem óskað er eftir staðfestum upplýsingum um að Íslendingar hafi orðið fyrir óþægindum eða ósanngjarnri meðferð erlendis vegna ástands efnahagsmála. 23.10.2008 14:19