Erlent

Tvítyngd börn í Danmörku síður aðstoðuð vegna ADHD

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tvítyngd börn danskra innflytjenda fá síður þá aðstoð sem þau þurfa vegna ofvirkni með athyglisbresti, eða ADHD eins og röskunin er nefnd í daglegu tali.

Þetta hefur danska blaðið Information eftir dönskum sálfræðingum og geðlæknum sem telja danskt geðheilbrigðiskerfi ekki koma nægilega til móts við innflytjendabörnin. Þau fái því sjaldan þá greiningu sem þau þurfi og megi alfarið skrifa þetta á fordóma í skólakerfinu og hjá fagaðilum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×