Fleiri fréttir

Mannfall hjá Talibönum

Afganskir lögreglumenn felldu 32 uppreisnarmenn í suðurhluta landsins í dag, að sögn yfirvalda. Meðal þeirra voru sjö arabar.

Rannsaka fjöldagrafir frá borgarastríðinu á Spáni

Hafin er umfangsmikil rannsókn á vegum spænskra yfirvalda á örlögum tugþúsunda manna sem hurfu í borgarstríðinu þar á millistríðsárunum og síðar á valdatíma einræðisherrans Francisco Franco.

Skáru líffæri úr líkum og seldu

Tveir bræður sem reka útfararstofu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hafa viðurkennt að hafa skorið líffæri úr líkum og selt þau síðan.

Pólstjörnufangar kröfðu samfanga um verndartolla

Fangar sem afplána dóma á Litla-Hrauni vegna Pólstjörnumálsins hafa verið aðskildir vegna meintrar ofbeldisfullrar hegðunar innan veggja fangelsisins. Þeir hafa krafið samfanga um verndartolla, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þá hafa þeir tvívegis ráðist á og slasað samfanga.

Í gæsluvarðhald til 8. september

Nú undir kvöld úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur tvo karlmenn í gæsluvarðhald til 8. september vegna grunsamlegs mannsláts á Skúlagötu í Reykjavík í gær.

Afurðir af klónuðum dýrum hugsanlega komnar á markað

Kjöt og mjólk af afkvæmum klónaðra dýra gæti verið komið á matvælamarkað í Bandaríkjunum, eftir því sem yfirvöld í Bandaríkjunum fullyrtu í dag. Erfitt væri að fullyrða um þetta því að það væri enginn munur afurðum af klónuðum og venjulegum dýrum.

Bráðabirgðalög vegna skjálfta staðfest

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem ætlað er að staðfesta bráðabirgðalög um breytingu á lögum um Viðlagatryggingu Íslands. Bráðabirgðalögin voru sett í lok maí eftir að snarpur skjálfti reið yfir Suðurland með tilheyrandi tjóni.

Vilja að íslensk stjórnvöld leggist gegn eldflaugavarnakerfi

Þrír þingmenn Vinstri - grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að Alþingi feli ríkisstjórninni að mótmæla áformum Bandaríkjamanna og eftir atvikum NATO að koma upp eldflaugavarnakerfi í Austur-Evrópu.

Google setur á markað nýjan vafra

Google ætlar að setja á markað nýjan vafra í samkeppni við Explorer, Firefox og aðra vafra sem fyrir eru. Nýi vafrinn mun kallast Chrome.

Lá mikið á að komast í heiminn

Foreldrar drengs sem fæddist í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt segja að litla snáðanum hafi legið svo á að þeim hafi verið hætt að standa á sama.

Glímdu við strípaling og laumufarþega á Seyðisfirði

Lögreglan á Seyðisfirði glímdi við allnokkur verkefni í liðinni viku, þar á meðal strípaling og laumufarþega í Norrænu. Þannig var maður kærður fyrir blygðunarsemisbrot en hann spókaði sig nakinn á palli við sumarhús í umdæminu.

Ingibjörg liggur undir feldi

Ingibjörg Guðmundsdóttir, formaður Landssambands íslenskra verzlunarmanna og varaforseti ASÍ, íhugar nú stöðu sína vegna komandi formannskjörs í ASÍ. Nýr formaður verður kosinn á ársfundi sambandsins í október. Stjórnir VR og LÍV skoruðu í dag á Ingibjörgu að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands.

Öryggi verður tryggt komi til verkfalls ljósmæðra

Mönnun á fæðinga- og sængurlegudeild Landspítala verður með eðlilegum hætti komi til aðgerða ljósmæðra og neyðarþjónusta yrði veitt í heimabyggð svo sem lög kveða á um. Þetta kemur fram í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneytið sendi frá sér fyrir stundu.

Grunuðum kynferðisbrotamanni sleppt

Þrjátíu og þriggja ára gömlum karlmanni, sem handtekinn var í síðustu viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn fósturdóttur sinni, hefur verið sleppt.

Nær jafnmargir með og á móti umhverfismati Bakkaálvers

Capacent kannaði í síðasta mánuði afstöðu almennings til uppbyggingar álvera, orkufreks iðnaðar og ákvörðunar Þórunnar Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, að framkvæmdir við fyrirhugað álver Bakka við Húsavík fari í sameiginlegt umhverfismat.

Tíu stútar teknir um helgina

Tíu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Einn var stöðvaður á föstudagskvöld, fimm á laugardag og fjórir á sunnudag.

Rifist um sund stráka og stelpna

Borgarstjórnarflokkarnir tveir sem stýra Osló eru ósammála um hvort eigi að hafa kynjaskiptingu í leikfimi og sundi í skólum borgarinnar.

Flensan komin til landsins?

Inflúensa af B-stofni greindist í eins árs gamalli stúlku frá Hafnarfirði í lok nýliðins ágústmánaðar.

Reyna að tryggja fæðingarhjálp á Suðurlandi

Reynt verður að tryggja fæðingarhjálp á fæðingardeildinni á Selfossi þrátt fyrir boðað verkfall ljósmæðra 4. og 5. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Magnúsi Skúlssyni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

AFL kærir þýska vertinn

AFL starfsgreinafélag hefur kært árás vertsins á Cafe Margret á Breiðdalsvík, Horst Muller, á Sverri Má Albertsson framkvæmdastjóra félagsins. Í frétt í 24 stundum á dögunum greint frá því að veitingamaðurinn borgi veitingastúlkum sínum lág laun auk þess sem þau séu ekki gefin upp til skatts. Í fréttinni var vitnað í Sverri og sárnaði Horst það svo mjög að hann lagði á sig 160 kílómetra ökuferð til þess eins að ráðast á hann.

Við munum verja Rússa hvar sem er

Dmitry Medvedev forseti Rússlands sagði í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð í vikunni að það væri eitt af forgangsverkefnum stjórnvalda að verja líf og virðingu þegna sinna hvar sem væri í heiminum.

Ingibjörg: „Lítið hald í hávaðanum“

Inbibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar sagði í sinni ræðu á Alþingi í dag að það væri „lítið hald í hávaðanum“ og átti þar við ræðu Steingríms J. Sigfússonar sem talaði á undan henni. Hún gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að í þeirra málatilbúnaði væri meira um upphrópanir og fátt um lausnir.

Guðni: Lýsir fullri ábyrgð á hendur Sjálfstæðisflokki

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi áðan lýsa fullri ábyrð á hendur Sjálfstæðisflokknum vegna stöðunnar í efnahagsmálum. „Ég þekki ekki Sjálfstæðisflokkinn fyrir þann flokk sem ég vann með," sagði Guðni og bætti við að þá þorði flokkurinn á takast á við mál.

Sjá næstu 50 fréttir