Innlent

Samfylkingarkonur skora á ríkisstjórnina vegna kjaradeilu

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, alþingismaður, er formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, alþingismaður, er formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar.

Kvennahreyfing Samfylkingarinnar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna kjaradeilu ríkisins og ljósmæðra. Einnig lýsir hreyfingin yfir þungum áhyggjum af öryggi fæðandi kvenna og nýbura.

Stjórn kvennahreyfingarinnar skorar á ríkisstjórnarflokkana að leiða kjaradeiluna til lykta og standa þannig við stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar um endurmat launa hefðbundinna kvennastétta.

Laun ljósmæðra eru með því sem lægst gerist innan Bandalags háskólamanna þótt nám þeirra sé eitt það lengsta sem krafist er af ríkisstarfsmönnum, segir í tilkynningu frá kvennahreyfingunni. ,,Byrjunarlaun ljósmæðra eru til dæmis helmingi lægri en byrjunarlaun verkfræðinga með meistaragráðu. Launakjör ljósmæðra eru til marks um að hvorki þarfir né störf kvenna séu metin að verðleikum."

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa þá stefnu að jafna óútskýrðan kynbundinn launamun hjá ríkinu. Kvennahreyfing Samfylkingarinnar segir að semja þurfi um kjör handa ljósmæðrum sem standast samanburð við sambærilegar karlastéttir. Það mynda gefa konum von um að jafnréttismarkmið ríkisstjórnarinnar stæðust.








Tengdar fréttir

Verkfall ljósmæðra að veruleika á miðvikudag

Verkfall ljósmæðra verður að veruleika eftir að fundur þeirra með samninganefnd ríkisins í dag reyndist árangurslaus. Fundurinn hófst klukkan tvö og lauk um klukkustund síðar og hefur næsti fundur verið boðaður á fimmtudag. „Við erum því miður í þeim aðstæðum að skipuleggja verkfallsaðgerðir," segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands.

Reyna að tryggja fæðingarhjálp á Suðurlandi

Reynt verður að tryggja fæðingarhjálp á fæðingardeildinni á Selfossi þrátt fyrir boðað verkfall ljósmæðra 4. og 5. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Magnúsi Skúlssyni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×