Erlent

Medvedev kallar Georgíuforseta pólitískt lík

Medvedev og Putin, æðstu menn í Rússlandi.
Medvedev og Putin, æðstu menn í Rússlandi.

Forseti Rússlands, Dmitry Medvedev, kallar Saakashvili Georgíuforseta pólitískt lík og segir að Moskva viðurkenni hann ekki sem forseta.

Medvedev segir að stuðningur Bandaríkjanna við Saakashvili hafi ýtt undir deilur í Georgíu sem hafi leitt til þess að Rússar réðust inn í Georgíu.

Medvedev segir jafnframt að Rússland óttist ekki einangrun Vesturlanda, sem hafa fordæmt aðgerðir Rússa.

Átök milli Rússa og Georgíumanna hófust þann 7. ágúst síðastliðinn eftir að her Georgíu reyndu að taka yfir Suður - Ossetíuhéraðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×