Innlent

Reyna að tryggja fæðingarhjálp á Suðurlandi

Frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Reynt verður að tryggja fæðingarhjálp á fæðingardeildinni á Selfossi þrátt fyrir boðað verkfall ljósmæðra 4. og 5. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Magnúsi Skúlssyni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Verkfall ljósmæðra verður að veruleika eftir að fundur þeirra með samninganefnd ríkisins í gær reyndist árangurslaus. Ljósmæður samþykktu í ágúst með yfirgnæfandi stuðningi að boða til verkfallsaðgerða nú í september til að knýja á um betri kjör.

,,Fæðingarhjálp telst til nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu og verður því sótt um heimild hjá undanþágunefnd um að ávallt sé ljósmóðir á vakt á fæðingardeildinni á Selfossi," segir í tilkynningu Magnúsar. Mæðravernd á heilsugæslustöðinni í Laugarási fellur hins vegar niður þann 4. september.

Fyrsta verkfallið skellur á á miðnætti á miðvikudag og stendur í tvo sólarhringa. Í kjölfarið taka við stigmagnandi verkföll sem enda í allsherjarverkfalli 29. september ef ekki hefur samist fyrir þann tíma.

 








Tengdar fréttir

Ljósmæður sjá enga viðleitni hjá samninganefnd ríkisins

„Við sjáum bara enga viðleitni hjá samninganefnd ríkisins til að vilja leysa þessa deilu og erum svartsýnar á að hún leysist á næstu dögum,“ sagði Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands

Verkfall ljósmæðra að veruleika á miðvikudag

Verkfall ljósmæðra verður að veruleika eftir að fundur þeirra með samninganefnd ríkisins í dag reyndist árangurslaus. Fundurinn hófst klukkan tvö og lauk um klukkustund síðar og hefur næsti fundur verið boðaður á fimmtudag. „Við erum því miður í þeim aðstæðum að skipuleggja verkfallsaðgerðir," segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands.

Enn erfið fæðing hjá ljósmæðrum

Fimmti samningafundur ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara hófst fyrir stundu. Takist ekki samningar um laun ljósmæðra hefjast boðaðar verkfallsaðgerðir á fimmtudag.

Kjarafundi ljósmæðra lauk án samkomulags

Maraþonfundi ljósmæðra og samninganefndar ríkisins lauk upp úr klukkan níu í kvöld. Fundur hafði þá staðið yfir frá klukkan tíu í morgun en honum lauk án nokkurs samkomulags.

Hjúkrunarfræðingar taka undir kröfur ljósmæðra

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur sent frá sér ályktun vegna kjaradeilu ljósmæðra þar sem tekið er undir kröfur þeirra um aukið verðmat á háskólanámi.

Erfið fæðing hjá ljósmæðrum

Kjarafundur ljósmæðra með samningamönnum ríkisins, sem hófst hjá Ríkissáttasemjara í gærmorgun, stóð fram undir miðnætti og var þá frestað fram á sunnudag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×