Erlent

Afurðir af klónuðum dýrum hugsanlega komnar á markað

Klónaður kálfur. Mynd/ AFP.
Klónaður kálfur. Mynd/ AFP.

Kjöt og mjólk af afkvæmum klónaðra dýra gæti verið komið á matvælamarkað í Bandaríkjunum, eftir því sem yfirvöld í Bandaríkjunum fullyrtu í dag. Erfitt væri að fullyrða um þetta því að það væri enginn munur afurðum af klónuðum og venjulegum dýrum.

Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna sagði í janúar að kjöt og mjólk af klónuðum nautgripum, svínum og geitum og afkvæmum þeirra væru jafn örugg neysluvara og afurðir af venjulegum dýrum.

Reuters sagði frá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×