Innlent

Lá mikið á að komast í heiminn

Foreldrar drengs sem fæddist í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt segja að litla snáðanum hafi legið svo á að þeim hafi verið hætt að standa á sama.

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu bárust fjögur útköll í nótt þar sem óskað var eftir sjúkrabílum til að flytja verðanda mæður á fæðingardeild. Þetta er óvenju mikið en í einu tilfelllinu var móðirin búin að eiga þegar að sjúkraflutningamenn kom á staðinn.

Hafrún Sigurðardóttir áttaði sig á því fljótlega eftir miðnætti að stutt væri í fæðingu hjá henni. Hún hringdi á sjúkrabíl en hann náði ekki í tæka tíð þar sem fæðingin gekk mjög hratt. Hafrún átti því litla strákinn sinn heima með hjálp mannsins síns og systur og gekk fæðingin vel. Fljótlega komu svo sjúkraflutningamenn á staðinn og aðstoðuðu þeir föðurinn við að klippa naflastreng litla drengsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×