Erlent

Stjórnvöld á Haiti senda frá sér neyðarkall

Stjórnvöld á Haiti hafa sent frá sér neyðarkall um aðstoð eftir að hitabeltisstormurinn Hanna reið yfir eyjuna í gærkvöldi og nótt og olli miklum flóðum.

Margir af íbúum Haiti dvelja nú á þökum húsa sinna og komast hvorki lönd né strönd. Á sumum stöðum er vatnið sem umlykur byggðir á eyjunni allt að fjögurra metra djúpt.

Verst er ástandið í strandborginni Gonaives sem er umlukin vatni. Tvær bílalestir með björgunarfólk og hjálpargögn eru á leið til borgarinnar en ferð þeirra gengur seint vegna flóða og aurskriða á leiðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×