Fleiri fréttir

Segja lífeyrissjóði þurfa að endurgreiða öryrkjum skerðingu

Öryrkjabandalag Íslands segir að nýfallin dómur í máli öryrkja á hendur lífeyrissjóðnum Gildi þýði að sjóðurinn verði að endurgreiða þeim öryrkjum sem urðu fyrir skerðingu á greiðslum sínum í fyrra, það er að segja ef Gildi áfrýjar ekki dómnum til Hæstaréttar.

Háskólakennarinn ekki ógn við almannaheill

„Dómarinn taldi brotin ekki þess eðlis að almannahagsmunir krefðust áframhaldandi gæsluvarðhalds," segir Oddgeir Einarsson, lögmaður háskólakennarans sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn níu börnum. Hann telur líklegt að háskólakennarinn verði látinn laus á mánudaginn.

Ekið á dreng í Grafarvogi

Ekið var á átta á dreng á Fjallkonuvegi í Grafarvogi. Ekið var með hann á sjúkrahús og er líðan hans góð eftir atvikum samkvæmt upplýsingum vakthafandi læknis á slysadeild. Fékk hann höfuðáverka en ekki þurfti að gera neinar aðgerðir á honum. Drengurinn er enn undir eftirliti lækna.

Borgin tekur við pólitískum flóttamönnum frá Srí Lanka

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær þá beiðni félags- og tryggingamálaráðuneytisins að taka á móti fyrrverandi túlki íslensku friðargæslunnar á Srí Lanka og konu hans sem fengu fyrr á þessu ári pólitískt hæli hér á landi. Var málinu vísað til meðferðar velferðarsviðs.

ESB horfir til Íslands í samkeppnismálum

Framkvæmdastjóri samkeppnismála hjá Evrópusambandinu segir ESB horfa til Íslands þegar kemur að samkeppnismálum. Hún segir Ísland hafa margt fram að færa í þessum efnum.

Ráðuneytisstjóri vanhæfur til að samþykkja breytingar lífeyrissjóðs

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og undirmenn hans væru vanhæfir til að staðfesta breytingu á samþykktum lífeyrissjóðsins Gildis. Því væri lífeyrissjóðnum ekki heimilt að draga örorkulífeyri og tekjutryggingu sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir konunni sem höfðaði málið frá örorkulífeyri hennar hjá Gildi.

Árangurslaus fundur hjá ljósmæðrum og ríkinu

Tveggja tíma fundur Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins hjá ríkissáttasemjara í dag reyndist árangurslaus en nýr fundur hefur verið boðaður á miðvikudaginn kemur.

Flugbrautahlauparar fengu dóm fyrr í vikunni

Haukur Hilmarsson og Jason Slade sem hlupu inn á flugbrautina á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun, og mótmæltu þannig brottflutningi Keníamannsins Paul Ramses, hlutu dóm í Héraðsdómi Suðurlands fyrr í vikunni. Dóminn fengu þeir fyrir mótmæli við Hellisheiðarvirkjun í fyrrasumar.

Meint skattsvik Jóns 361 milljón - ákæran í heild sinni

Jón Ólafsson er ákærður fyrir að hafa skotið undan skatti 361 milljón króna. Brotin áttu sér stað á árunum 1999-2002. Jón er einnig ákærður fyrir að hafa ekki greitt eignaskatt af fasteignum í Lundúnum og Cannes.

Mörg þúsund flýja heimili sín vegna elda í Kaliforníu

Einn slökkviliðsmaður hefur farist í skógereldunum sem loga á rúmlega tvö þúsund ferkílómetra svæði í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Mörg þúsund íbúum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. Margir þrjóskast þó við og reyna að bjarga eigum sínum.

Ramses meðhöndlaður sem fangi á Ítalíu

,,Hann er enn á flugvellinum og það er farið með hann eins og glæpamann, það fylgja fjórir vopnaður lögreglumenn honum út um allt, meira að segja á klósettið" sagði Rosemary Atieno Othiembo, kona Paul Ramses sem talaði við mann sinn í morgun.

Eldur slökktur í uppþvottavél

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að fjölbýlishúsi við Vesturgötu 73 í Reykjavík um ellefuleytið í morgun vegna elds í uppþvottavél í íbúð þar.

Háskólakennarinn líklega laus á mánudaginn

Háskólakennarinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um gróf kynferðisbrot gegn alls níu börnum verður látinn laus á mánudaginn. Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í gær kröfu ríkissaksóknara um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum.

300 milljóna króna halli á rekstri Strætós

Rekstrarkostnaður Strætós bs. eykst um allt að 300 milljónir á árinu vegna eldsneytishækkana, gengisfalls krónunnar og aukinnar greiðslubyrði vegna hækkandi lána.

Tekinn með hass við komuna til Eyja

Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á um 80 grömm af hassi sem fundust á karlmanni við komu hans til Eyja með Herjólfi í gærkvöld.

Þrjú fíkniefnamál á Landsmóti

Unglingar á Landsmóti hestamanna á Hellu voru að skemmta sér fram undir morgun að sögn vaktstjóra lögreglunnar. Gestur á mótinu sagðist lítið hafa getað sofið vegna láta en lögregla segir ekki mikil læti hafa verið á svæðinu. Einn var settur í fangageymslu og þrjú fíkniefnamál komu upp. Búist er við 12-15 þúsund manns um helgina og verður gæsla aukin í samræmi við það.

Útlendingastofnun lét Paul Ramses vita í byrjun maí

,,Paul Ramses var boðaður á fund Útlendingastofnunar í byrjun maí en kom ekki. Lögreglumaður talaði við hann í síma og hann var látinn vita af synjuninni á beiðni um hæli á Íslandi" segir Haukur Guðmundsson forstjóri Útlendingastofnunar.

„Ég er tilbúinn að mæta í réttarsal“

Jón Ólafsson athafnamaður segist tilbúinn að standa fyrir máli sínu í réttarsal. Hann segir það vont hlutskipti að vera grunaður maður í 6 ár. Ákæra í skattsvikamálinu verður birt honum í dag.

Ákærður fyrir hundraða milljóna króna skattsvik

Ákæra á hendur Jóni Ólafssyni athafnamanni verður birt honum í dag. Hann er ákærður fyrir hundraða milljóna skattsvik og bókhaldsbrot. Þrír eru ákærðir með honum. Rannsókn tók um 5 ár.

Annar í gæsluvarðhald vegna stóra hassmálsins

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um tengsl hans við stóra hassmálið í Norrænu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Reglubundið flug frá Kína til Taívans

Fyrsta flugvélin í reglubundnu flugi frá Kína til Taívans lenti í morgun á eyjunni. Er þetta í fyrsta sinn í nærri 60 ár sem reglubundið flug er tekið upp á milli landanna.

Facebook-hópur stofnaður til stuðnings Paul Ramses

Stofnaður hefur verið hópur til stuðnings Keníumanninum Paul Ramses á vinatengslavefnum vinsæla Facebook. Alls höfðu 132 notendur síðunnar skráð sig í hópinn í morgun. Kallast hópurinn Útlendingastofnun: Sækið Paul Ramses og virðið mannréttindi fólks!

Hópslagsmál í Reykjanesbæ

Mikil hópslagsmál brutust út í nótt á bar í miðbæ Reykjanesbæjar. Þurfti lögreglan á Suðurnesjum að senda allt tiltækt lið sitt á fjórum lögreglubílum á staðinn til að stilla til friðar.

Maður fæddi stúlku

Thomas Beatie, sem fæddist sem kona en lifir sem karlmaður eftir að hafa undirgengist kynskiptaaðgerð, fæddi stúlkubarn á spítala í Oregon í dag.

Um 6000 manns við setningu Landsmóts

Um sex þúsund manns voru viðstaddir formlega setningu Landsmóts hestamanna á Gaddstaðaflötum á Hellu í blíðskaparveðri í kvöld.

Leita hælis hjá bandaríska sendiráðinu

Um 220 manns hafa safnast saman fyrir utan bandaríska sendiráðið í Harare, höfuðborg Simbabve, í von um að þeim verði veitt pólitískt hæli. Fólkið segist hafa orðið fyrir ofsóknum í kjölfar forsetakosninganna sem fram fóru í landinu um síðustu helgi.

Bush ætlar á Ólympíuleikana

George W. Bush Bandaríkjaforseti ætlar að vera viðstaddur opnunarhátíð Ólympíuleikana sem haldnir verða í Kína í næsta mánuði. Talsmaður forsetans staðfesti þetta á blaðamannafundi síðdegis.

Amnesty sendir Birni bréf

Íslandsdeild Amnesty International sendi Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra bréf í kvöld vegna máls Paul Ramses sem vísað var úr landi í dag. Farið var með Paul til Ítalíu en aðbúnaður pólitískra flóttamanna þar í landi hefur lengi verið gagnýndur.

Flugbrautahlauparinn sér ekki eftir neinu

"Við ætluðum að reyna að bjarga lífi Paul Ramses. En því miður held ég að það hafi ekki tekist," segir hinn 21 árs gamli Haukur Hilmarsson sem í morgun hljóp inn á flugbraut á Kelflavíkurflugvelli.

Enn langt á milli aðila

Lítið þokaðist á fundi samninganefnda Læknafélags Íslands og ríkisins sem haldinn var í dag.

Fékk ekki bréf um brottvísun úr landi

Paul Ramses fékk ekki að sjá bréf um synjun á beiðni um hæli fyrr en í gærkvöldi. Bréfin hefðu átt að berast honum í apríl. Eiginkonu Paul finnst þetta ótrúleg vinnubrögð.

Sjá næstu 50 fréttir