Innlent

Háskólakennarinn ekki ógn við almannaheill

SB skrifar
Háskólakennarinn er ekki talinn ógna almannaheill þrátt fyrir meint kynferðisbrot gegn níu börnum.
Háskólakennarinn er ekki talinn ógna almannaheill þrátt fyrir meint kynferðisbrot gegn níu börnum.

„Dómarinn taldi brotin ekki þess eðlis að almannahagsmunir krefðust áframhaldandi gæsluvarðhalds," segir Oddgeir Einarsson, lögmaður háskólakennarans sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn níu börnum. Hann telur líklegt að háskólakennarinn verði látinn laus á mánudaginn.

Háskólakennarinn hefur þegar játað brot gegn þremur börnum sínum sem hann á með núverandi eiginkonu. Brot gegn tveimur uppkomnum börnum eru fyrnd. Hin brotin varða vini barna hans sem hann neitar að hafa brotið gegn.

„Það bendir allt til þess að hann verði látinn laus á mánudaginn," segir Oddgeir. Ríkissaksóknari áfrýjaði umsvifalaust úrskurði Héraðsdóms Reykjaness en Oddgeir telur ólíklegt að Hæstiréttur muni kveða upp úrskurð í málinu áður en gæsluvarðhaldið renni út á mánudaginn.

„Úrskurðurinn var kveðinn upp í gær og við kærðum hann þegar í stað," segir Ragnheiður Harðardóttir sem sér um málið hjá ríkissaksóknara. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið.

Fyrir liggur ítarlegt sálfræðimat á háskólakennaranum sem lagt var fram við meðferð málsins. Ragnheiður og Oddgeir vildu hvorug tjá sig um efni sálfræðimatsins - hvort þar kæmi fram að börnum gæti staðið hætta af háskólakennaranum eður ei.


Tengdar fréttir

Grunaður um brot gegn sjö manns

Karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi eftir að sjö börn og fullorðnir kærðu hann fyrir kynferðisbrot, sum mjög gróf.

Háskólakennari grunaður um alvarleg brot gegn börnum sínum

Háskólakennari hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 11. apríl vegna gruns um að hafa ítrekað nauðgað fjórum börnum sínum og vinkonu einnar dóttur sinnar. DV greinir frá þessu í dag. Þar kemur fram að elstu brotin hafi verið framin fyrir um fimmtán árum en þau yngstu í vetur.

Háskólakennarinn játar: Vill biðja konu og börn afsökunar

Háskólakennarinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um gróf kynferðisbrot gegn alls níu börnum hefur játað hluta brotanna. Hann segist iðrast gjörða sinna og vonast til að geta beðið konu sína og dætur afsökunar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×