Innlent

Hópslagsmál í Reykjanesbæ

Mikil hópslagsmál brutust út í nótt á bar í miðbæ Reykjanesbæjar. Þurfti lögreglan á Suðurnesjum að senda allt tiltækt lið sitt á fjórum lögreglubílum á staðinn til að stilla til friðar.

Hátt í fjörutíu manns voru á barnum er slagsmálin brutust út. Einn af gestunum þurfti að fara á slysadeild eftir slagsmálin en meiðsli hans eru ekki talin alvarlega. Mjög annríki var hjá lögreglu Suðurnesja í nótt og meðal annars var tilkynnt um grunsamlegar ferðir manna á lokuðu athafnasvæði Hitaveitu Suðurnesja. Er lögreglan kom á staðinn voru mennirnir á brott en engu virðist hafa verið stolið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×