Innlent

Hyggjast mótmæla við dómsmálaráðuneytið

Efnt verður til mótmæla í hádeginu í dag fyrir utan dómsmálaráðuneytið í Skuggasundi.

Hópur fólks ætlar að koma þar saman til að mótmæla brottvísun Keníamannsins Paul Ramses úr landi og jafnframt gera kröfu um að hann fái að snúa heim til konu sinnar og barns á Íslandi. Í tilkynningu um mótmælin segir meðal annars að krafist er þess að Ramses fái pólitískt hæli hérlendis og að vinnubrögð eins og viðhöfð voru í máli hans muni ekki endurtaka sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×