Innlent

Dómsmálaráðherra um Dyflinnarsamning

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.

Mörður Árnason fyrrum þingmaður Samfylkingar spurði dómsmálaráðherra út í hinn svokallað Dyflinnarsamning á Alþingi í fyrra.

Þar kom fram að frá árinu 2003 höfðu 73 hælisleitendur frá þriðja ríki verið sendir til aðildarríkja samningsins. Þar kemur einnig fram að það sé stefna ráðuneytisins að senda ekki hælisleitendur til ríkja þar sem ekki er tryggt að fjallað verði efnislega um hælisumsókn þeirra. Keníamaðurinn Paul Ramses var fluttur til Ítalíu í gær.

Ramses var fluttur til Ítalíu með vísan til samningsins en stjórnvöld fjölluðu ekki um hælisumsókn Pauls hér á landi.

Mörður spurði dómsmálaráðherra einnig hversu oft íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að senda hælisleitanda frá þriðja ríki ekki til aðildarríkis þótt líklegt mætti telja að það hefði verið heimilt. „ Það hefur ekki komið til þess að Útlendingastofnun hafi ákveðið að senda hælisleitanda frá þriðja ríki ekki til annars aðildarríkis samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni þegar það hefur verið heimilt," var svar ráðuneytisins.

Mörður spurði einnig að því hvort ráðherra teldi réttlætanlegt að endursenda hælisleitanda frá þriðja ríki til aðildarríksi Dyflinnarsamningsins ef líkur væru til þess að hann yrði settur þar í varðhald meðan fjall er um hælisumsókn hans.

„Í þeim ríkjum sem þátt taka í Dyflinnarsamstarfinu eru ekki samræmdar reglur um það að hvaða marki er unnt að skerða frelsi hælisleitenda. Þau Vestur-Evrópuríki sem eiga aðild að þessu samstarfi þurfa því að treysta hvert á annars réttarkerfi . Ekki hefur verið litið svo á að það komi í veg fyrir að unnt sé að senda hælisleitendur frá einu ríki til annars að til greina geti komið að setja þá þar í varðhald af einhverjum ástæðum á meðan um mál þeirra er fjallað."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×