Fleiri fréttir

Miðborgarþjónar starfandi fram á haust

Miðborgarþjónar verða starfandi í miðborginni um helgar fram á haust samkvæmt ákvörðun borgarráðs í dag. Tilraun hefur verið með slíka þjóna undanfarnar vikur eftir að samið var við Öryggismiðstöðina að manna stöðurnar.

Frítt í strætó flækir rekstur Strætós

Ármann Kr. Ólafsson, stjórnarformaður Strætós bs,. segir það flækja rekstur fyrirtækisins þegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ólíkar gjaldskrár.

Hitler veldur enn og aftur hneykslan

Adolf Hitler, leiðtogi nasista og Þýskalands í seinni heimstyrjöldinni, heldur enn áfram að valda usla í Þýskalandi rúmlega sextíu árum eftir dauða sinn en nú sem vaxstytta.

Valllendismóa fórnað fyrir fótboltavöll

Pálmi Jónasson fréttamaður vaknaði í morgun við læti í stærðarinnar jarðýtu sem var að fletja út valllendismóa við svefnherbergisgluggan hans. Hann segir ótrúlegt að ósnortnum valllendismóa sé fórnað fyrir fótboltavöll.

Brottrekstur Bifrastardrengsins var ekki mistök

Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst segir það ekki hafa verið mistök að vísa nemendunum sem urðu uppvísir að fíkniefnamisferli frá skólanum, þrátt fyrir að komið hafi í ljós að einn þeirra væri ekki eigandi fíkniefnanna. Í síðustu viku felldi úrskurðarnefnd í kærumálum háskólanema ákvörðunina um brottrekstur eins þeirra úr gildi. Ágúst segir skólann vera að skoða það mál.

Mikill meirihluti stjórnenda telur efnahagshorfur slæmar

Í ársfjörðungslegri könnun Capacent Callup kemur fram að 76% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækum landsins telja aðstæður í efnahagslífinu séu frekar eða mjög slæmar. Ríflega 22% telja horfurnar hvorki góðar né slæmar en 2% telja þær góðar.

„Vonlaust að búa á sorphaug"

„Þetta er ófremdarástand,“ segir íbúi í blokk á Þórðarsveig. Eigandi blokkanna breytti rusla- og hjólageymslum í íbúðarhúsnæði. Nú safnast ruslið upp fyrir utan blokkina og mávar kroppa í matarleifar.

„Furðum okkur á ákvörðun yfirvalda“

Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi.

Kaupmenn takmarki hækkanir á vörum

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness lýsir yfir gríðarlegum áhyggjum yfir stöðu efnahagsmála vegna mikillar verðbólgu og himinhárra vaxta sem eru að sliga mörg íslensk heimili.

,,Hún er ekki aðstoðarkona mín"

Jórunn Frímannsdóttir segir skrif Þorleifs Gunnlaugssonar um samvinnu hennar og sviðsstjóra velferðarsviðs vera sérstök. ,,Ég þekkti Stellu ekki persónulega áður en hún var ráðin. Hún er ekki aðstoðarkona mín," segir Jórunn.

Segir Svandísi Svavarsdóttur vera að skjóta sig í fótinn

Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntaráði borgarinnar, segir að Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, sé að skjóta sig í fótinn með því að segja að ekki hafi áður komið fyrir að meirihluti í borgarstjórn hafi verið í minnihluta í ráðum borgarinnar.

Tveir franskir stúdentar grimmilega myrtir í Lundúnum

Tveir franskir stúdentar sem fundust stungnir til dauða í kjölfar eldsvoða á sunnudag höfðu verið bundnir og orðið fyrir hrottalegri árás samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum í Lundúnum.

100% mæting hjá meirihlutanum

Fundur borgarráðs Reykjavíkur stendur yfir og er 100 prósent mæting hjá fulltrúum meirihluta Sjálfstæðisflokks og F-lista. Vísir greindi frá því í gær að minnihlutinn var í meirihluta á fundum samgönguráðs og menntaráðs.

Grímseyjarhrottinn á Litla-Hraun

Alexander Jóhannesson, drengurinn sem gekk berserksgang í Grímsey, var fluttur á Litla-Hraun í morgunn. Meðan hann beið eftir að hefja afplánun tók hann þátt í hópslagsmálum fyrir utan heimili sitt á Akureyri og var handtekinn af sérsveitinni í Grímsey.

Forseti Sambíu látinn

Levy Mwanawasa, forseti Sambíu, lést á sjúkrahúsi í París í dag eftir að hafa fengið heilablóðfall fyrr í vikunni.

SUS ályktar gegn Íbúðalánasjóði

Samband ungra sjálfstæðismanna tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bráðabirgðaniðurstöðu eftirlitsstofnunar ESA um starfsemi ríkisrekins Íbúðalánasjóðs.

Segir sviðsstjóra pólitíska aðstoðarkona

Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, segir Jórunni Frímannsdóttir hafa fengið sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkur með sér í ,,pólitískan slag" en saman hafa þær skrifað greinar um búsetuúrræði með félagslegum stuðningi.

Sjálfstæðismenn hnýta í samstarfsflokkinn

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir gagnrýni Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra á Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.

Vill að 630 milljarða arfur fari í hundana

Áætlað er að eignir fasteignadrottningarinnar Leonu Helmsley sem lést fyrir tæpu ári nemi um átta milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 630 milljarða króna.

Hlaup úr Grænalóni líklegt

Töluverðar líkur eru á að hlaup úr Grænalóni hefjist á næstu vikum. Að sögn Almannavarna ríksins virðist vatnsborð lónsins hafa náð svipaðri hæð og var fyrir síðasta hlaup úr lóninu árið 2005.

Umhverfissjóður UMFÍ veitir fyrstu styrkina

Fyrstu styrkir úr Umhverfissjóði UMFÍ voru veittir við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Sjóðurinn er jafnframt minningarsjóður Pálma Gíslason fyrrum formanns UMFÍ og voru styrkirnir afhentir í Heydölum í Mjóafirði sem eru í eigu fjölskyldu Pálma. Þeir sem styrki hlutu voru Ungmennafélagið Geisli í Súðavík, Sundfélagið Grettir og Ungmennafélagið Ingólfur.

Goslokahátíð Eyjamanna um helgina

Hin árlega Goslokahátíð verður haldin í Vestmannaeyjum um helgina. Hápunktur hennar er formleg kynning á Eldheimum, nýja gosminjasafninu í Eyjum.

Nýjar siglingareglur 1. júlí

Landhelgisgæslan hefur þurft að hafa afskipti af þó nokkrum skipum á siglingaleiðinni fyrir Reykjanes á síðustu tveimur dögum.

Björn skýtur á Björgvin

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skýtur nokkrum skotum að Björgvini Sigurðsyni viðskiptaráðherra í nýrri færslu á heimasíðu sinni.

Sólsskinsstundamet í Reykjavík næstum slegið í júní

Aðeins munaði tveimur góðum sólardögum að rúmlega 80 ára gamalt met yfir sólsskinsstundir í Reykjavík yrði slegið í nýliðnum júní. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofunnar um tíðarfar í mánuðinum

Íslendingar með þeim hamingjusömustu í heimi

Íslendingar eru í fjórða sæti á lista yfir hamingjusömustu þjóðir í heimi. Listinn var settur saman eftir rannsókn sem gerð var í Háskólanum í Michigan í Bandaríkjunum.

Vagnstjóri segist rekinn vegna bloggfærslu

Birna Magnúsdóttir hefur starfað sem vagnstjóri hjá Strætó bs. í um tíu ár. Fyrir skömmu var hún strokuð útaf starfsmannalistanum og hefur enga atvinnu fyrir utan skúringar í kirkju. Birna segist hafa fengið þau svör að brottreksturinn mætti rekja til bloggfærslu og stuðning sinn við fyrrverandi trúnaðarmann félagsins. Birna hefur oftar en ekki fengið hrós frá farþegum fyrir góðann akstur.

Betancourt frelsuð

Kólumbísk stjórnvöld sögðu nú fyrir skömmu að fjórum gíslum hefði verið bjargað úr prísund FARC skæruliðanna. Þrír gíslanna eru bandarískir ríkisborgarar en sá fjórði er hin fransk kólumbíska Ingrid Betancourt.

Sjá næstu 50 fréttir