Innlent

Ljósmæður funda með samninganefnd ríkisins

Samningafundur hjá Ljósmæðrafélagi Íslands og samninganefnd ríkisins hófst hjá ríkissáttasemjara nú klukkan tíu.

Ljósmæður neituðu að skrifa undir kjarasamning sem Bandalag háskólamanna gerði við ríkið um síðustu helgi. Þær vilja að nám þeirra verði metið til jafns við aðrar stéttir með sambærileg laun.

Fregnir hafa borist af því að hátt í hundrað ljósmæður hafi sagt upp störfum til að mótmæla kjörum sínum en fram kom í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að lögfræðingar og verkfræðingar starfandi hjá hinu opinbera, með fimm ára háskólanám að baki, eru með að minnsta kosti hundrað þúsund krónum hærri laun en ljósmæður með sex ára háskólanám.

Bára Hildur Jóhannesdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélagsins, sagði í samtali við Vísi fyrir fundinn í morgun að áfram yrði reynt að ná samningum en ómögulegt væri að segja til um hvernig það gengi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×