Innlent

Háskólakennarinn líklega laus á mánudaginn

SB skrifar
Gæsluvarðhald yfir háskólakennaranum rennur út á mánudaginn.
Gæsluvarðhald yfir háskólakennaranum rennur út á mánudaginn.

Háskólakennarinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um gróf kynferðisbrot gegn alls níu börnum verður látinn laus á mánudaginn. Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í gær kröfu ríkissaksóknara um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum.

Ríkissaksóknari áfrýjaði úrskurðinum til Hæstaréttar en ekki er ljóst hvenær úrskurður Hæstaréttar mun liggja fyrir. Gæsluvarðhaldið átti að renna út þann 7. júlí og verður því háskólakennarinn líklega látinn laus á mánudaginn ef Hæstiréttur staðfestir úrskurð héraðsdóms.

Í upphafi snerist rannsókn lögreglunnar að meintri misnotkun háskólakennarans á þremur börnum hans. Síðar bættust tvö uppkomin börn hans, sem hann á með fyrri konu sinni, við hóp kærenda auk vina barnanna. Samtals eru níu einstaklingar sem saka hann um misnotkun.

Rannsókn á brotum gegn uppkomnu börnunum var hætt sökum þess að brotin eru fyrnd.

Vísir birti viðtal við háskólakennarann í júní þar sem kom fram að hann hafði játað þann hluta brotanna sem snerist að þremur börnum hans sem hann á með núverandi eiginkonu.

Hann sagði: "Ég iðrast þess sem ég hef gert mjög mikið og vonast til þess að geta beðið konu mína og dætur afsökunar"









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×