Fleiri fréttir Segir almenning vilja Vilhjálm út og Hönnu Birnu inn Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur segir að ljóst sé að það sé krafa almennings að ,,bundinn verði endi á leiðtogakreppuna í Sjálfstæðisflokknum" og að ,,Vilhjálmur fari út og Hanna Birna taki við." Þetta komi skýrt fram í skoðanakönnum sem gerð var fyrir Capacent. 3.6.2008 12:43 Eldri feður eignast skammlífari börn Vísindamenn hafa fundið út að börn eru nær tvöfalt líklegri til að deyja áður en þau verða fullorðin eigi þau feður eldri en 45 ára en ef feður þeirra eru á milli 25-30 ára. 3.6.2008 12:13 „Þið gerið það sem þið þurfið að gera“ „Þetta virkar ekki þannig að ég veiti lögreglunni heimild,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra í samtali við Vísi og benti á lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. 3.6.2008 12:13 Kaupþing breytir vinnubrögðum eftir ávítur frá Neytendasamtökunum Kaupþing hefur breytt samningsskilmálum í tengslum við Vista viðbótarlífeyrissparnað í kjölfar þess að Neytendasamtökin gagnrýndu ítrekað söluaðferðir bankans. 3.6.2008 12:12 Ísbjarnarblús í Skagafirðinum (myndband) Ísbjörninn sem gekk laus í Skagafirðinum í morgun hefur verið felldur. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra veitti samþykki fyrir að fella dýrið þegar ljóst var að rétt lyf til að svæfa það væru ekki til á landinu og fengjust ekki hingað fyrr en í fyrsta lagi á morgun. 3.6.2008 11:51 Sofandi bílstjóri ekur inn í hóp reiðhjólamanna Ölvaður ökumaður sofnaði undir stýri í Mexícó í gær og ók inn í hóp reiðhjólamanna. 3.6.2008 11:40 Óvíst að til séu lyf sem duga á björninn Sigurður Þráinsson, líffræðingur hjá umhverfisráðuneytinu, segir ekki ljóst hvort hér á landi séu til réttu lyfin til að svæfa ísbjörninn og halda honum sofandi meðan á flutningi hans stendur og eins sé óvíst að þekking til slíkra flutninga sé til staðar. 3.6.2008 11:40 Bræðurnir segja Annþór hafa skipulagt smyglið Ari Gunnarsson annar bræðranna í Hraðsendingarmálinu svokalla, brast í grát þegar hann bar vitni í málinu í dag. Honum og þremur öðrum er gefið að sök stórfellt fíkniefnabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 4,6 kílóum á amfetamíni og nærri 600 gömmum af kókaíni frá Þýskalandi. Ari og bróðir hans, Jóhannes, bera báðir að Annþór Kristján Karlsson hafi verið skipuleggjandi smyglsins og sá sem fjármagnaði fíkniefnakaupin. Þeir bræður segjast aðeins hafa verið milligöngumenn á milli Annþórs og Tómasar Kristjánssonar sem starfaði hjá hraðsendingarfyrirtækinu UPS en efnin voru send með hraðsendingu á vegum þess. 3.6.2008 11:20 Rætt um matvælakreppu í Róm Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna Ban Ki-moon sagði á leiðtogafundinum sem haldin er þessa dagana í Róm um matvælakreppu heimsins að matvælaframleiðsla þyrfti að aukast um 50% fyrir árið 2030 til þess að mæta matarþörfum heimsins. 3.6.2008 10:47 Vonast til að ísbjörninn fái að lifa Árni Finnsson, formaður Náttuverndarsamtaka Íslands, segist vona að mönnum beri gæfa til að svæfa ísbjörninn sem nú gengur laus á Þverárfjallsvegi í Skagafirði. Hann segir að til sé ákveðin viðbragðsáætlun fyrir atburð af þessu tagi sem gengur út á að svæfa dýrið og koma því til Jan Mayen. 3.6.2008 10:44 Búið að finna ísbjörninn Lögreglan á Sauðárkróki hefur haft uppi á ísbirninum sem fregnir höfðu borist um að hefði sést við Þverárfjallsveg. Þessa stundina er lögreglan á leið með skyttu á svæðið og leitar leiða til að bægja frá hættu sem gæti skapast vegna dýrsins. 3.6.2008 10:41 Lögreglan leitar ísbjarnar Lögreglan á Sauðárkróki er nú á leið upp á Þverárfjallsveg þar sem hún leitar ísbjarnar. Hefur lögreglan fengið nokkrar tilkynningar þess efnis og í Tíufréttum Útvarpsins staðfesti Þórarinn Leifsson, bóndi á Keldudal, að hann hefði orðið ísbjarnarins var. 3.6.2008 10:19 Tekinn ölvaður, dópaður og réttindalaus undir stýri Lögreglan á Suðurnesjum tók ökumann úr umferð í nótt þar sem hann reyndist vera undir áhrifum áfengis. 3.6.2008 07:50 Kennedy í baráttu fyrir Obama eftir skurðaðgerð Skurðaðgerð sem gerð var á öldungardeilarþingmanninum Edward Kennedy vegna krabbameins í heila þykir hafa heppnast afarvel. 3.6.2008 07:46 Allar líkur á að geimfarið Phoenix á Mars sitji á ísbreiðu Allar líkur eru á því að geimfarið Phoenix á Mars sitji á ísbreiðu. Síðustu ljósmyndir sem farið hefur sent frá sér benda til að svo sé. 3.6.2008 07:40 Klósettið í Alþjóðlegu geimstöðinni er komið í lag Klósettið um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni ISS virkar nú aftur. Geimferjan Discovery kom til stöðvarinnar í gærdag með nauðsynlega varahluti í klósettið. 3.6.2008 07:26 Sögulegum forkosningum Demókrataflokksins lýkur í dag Sögulegum forkosningum Demókrataflokksins í Bandaríkjunum lýkur í dag. Þá verður kosið í Montana og Suður Dakóta en aðeins 31 kjörmaður er í boði. 3.6.2008 07:20 Lögðu hald á 80 tonn af kannabis í Nígeríu Fíkniefnalögreglan í Nígeríu hefur lagt hald á 80 tonn af kannabisefnum og er það eitt mesta magn sem náðst hefur í einu í landinu. 3.6.2008 07:18 Þjóðir mega senda herskip gegn sjóræningjum við Sómalíu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt einróma að öllum þjóðum sé heimilt að senda herskip inn í landhelgi Sómalíu til að berjast gegn sjóræningjum sem þar hafa herjað lengi. 3.6.2008 07:14 Fjórir Svíar í vandræðum á litlum bát í Héðinsfirði Fjórir sænskir ferðamenn lentu í vandræðum þegar vél í litlum báti, sem þeir voru á, bilaði þegar báturinn var staddur á Héðinsfirði laust fyrir miðnætti og dimm þoka lá yfir. 3.6.2008 07:12 Börn sértrúarsafnaðar í Texas snúa aftur til foreldra sinna Börnin í sértrúarsöfnuðinum í Texas sem tekin voru af foreldrum sínum og komið í fóstur eru byrjuð að snúa heim aftur. Alls eru nú rúmlega 100 börn af 460 barna hóp komin til foreldra sinna á ný. 3.6.2008 07:02 Fólk varað við að vera við hlíðar Ingólfsfjalls Almannavarnir vara fólk við að vera við hlíðar Ingólfsfjalls og nálægra fjalla. 3.6.2008 06:46 Einn handtekinn vegna morðsins á skólastúlkunni Maður á þrítugsaldri var handtekinn nú í kvöld eftir að fimmtán ára stúlka fannst látin með fjöldi stungusára. Stúlkan fannst í lyftu í blokk nálægt Waterloo lestarstöðinni í London. 2.6.2008 21:09 Öflugur jarðskjálfti á Hellisheiði Öflugur jarðskjálfti fannst í Hveragerði og Þorlákshöfn fyrir stundu. Skjálftinn á upptök sín í Skálafelli á Hellisheiði og segir Veðurstofan að líklega sé skjálftinn 4 til 4,5 stig á Richter. 2.6.2008 18:44 Kenndy fór í vel heppnaða aðgerð Öldungardeildarþingmaðurinn Edward Kennedy fór í vel heppnaða aðgerð í dag en hann greindist nýlega með krabbamein í heilanum. Þingmaðurinn sem er orðinn 76 ára gamall greindist með krabbameinið í siðasta mánuði. 2.6.2008 20:02 Enn í öndunarvél Drengnum sem lenti í sprengingu í húsbíl í Grindavík á föstudagskvöld er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Drengurinn, sem er á þriðja aldursári, var í húsbíl ásamt afa sínum þegar gaskútur sprakk. Hann hlaut mikinn bruna á höfði og á höndum. 2.6.2008 19:46 Allt hvalkjötið selt Allt hvalkjöt sem unnið var úr þeim sjö langreyðum sem veiddust hér við land árið 2006 hefur verið selt til Japans. Forstjóri Hvals hf. vill hefja veiðar á ný en sjávarútvegsráðherra segir rétt að bíða með frekari ákvarðanir. 2.6.2008 19:41 Íbúar í Hveragerði hvattir til þess að sjóða neysluvatn Í gærkvöldi voru haldnir fjölmennir íbúafundir á Selfossi og Eyrarbakka þar sem farið var yfir stöðuna með íbúum. Skemmdir eru enn að koma í ljós og eru sérfræðingar að störfum á svæðinu að meta öryggi húsa ásamt því að starfsmenn tryggingafélaga eru að meta tjón hjá íbúum. 2.6.2008 19:00 Búið að framselja Plank til Póllands Í dag framkvæmdu lögreglufulltrúar alþjóðadeildar ríkislögreglustjórans framsal á pólskum karlmanni. Maðurinn, Przemyslaw Plank, er grunaður um mannrán, morð og aðild að skipulögðum glæpasamtökum í Póllandi. 2.6.2008 18:13 Sanngjarnar og afar góðar tillögur Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, fagnar skýrslu starfshóps um heildarstefnumótun skattlagningar eldsneytis og ökutækja sem kynnt var fyrr í dag. 2.6.2008 17:57 Hópferðaleyfishafar vilja endurgreiðslu af olíugjaldi Félag hópleyfishafa hefur sent frá sér ályktun þar sem það hvetur fjármálaráðherra „til að beita sér fyrir því að endurgreiðsluákvæði af olígjaldi, sem gildir fyrir almenningsvagna, gangi jafnt yfir alla fólksflutningabifreiðar 17 farþega eða stærri... 2.6.2008 17:01 Sýknaður af líkamsárás Karlmaður var í Héraðsdómir Suðurlands í dag sýknaður af ákærum um líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa ráðist á annan mann fyrir utan skemmtistað í Vestmannaeyjum, sparkað í hann og slegið þannig að hann fékk áverka á nefi og á enni. 2.6.2008 16:54 Íslenski bílaflotinn einn sá stærsti Í skýrslu starfshóps um heildarstefnumótun skattlagningar eldsneytis og ökutækja sem var kynnt fyrr í dag kemur fram að heildarfjöldi bifreiða hefur fjölgað umtalsvert á seinustu árum. Frá árinu 1990 var heildarfjöldi fólksbíla, hópbíla, vöru- og sendibíla hér á landi um 134.000 en í árslok 2007 voru þeir rúmlega 240.000. 2.6.2008 16:46 14 ára stúlka stungin til bana nálægt Waterloo í London 14 ára stúlka var fundin látin vegna stungusára í lyftu í blokk nálægt Waterloo lestarstöðinni í Suður-London. 2.6.2008 16:43 Grýla gaus þegar skjálftinn reið yfir Grýla í Ölfusdal, þekktasti goshver Hveragerðis og raunar einn nafntogaðasti hver landsins, gaus í fyrst sinn í mörg ár af eðlilegum orsökum stuttu eftir síðasta Suðurlandsskjálfta og hefur hverinn gosið reglulega síðan. Grýla hefur reyndar gosið nokkrum sinnum undanfarin ár en þá eingöngu með hjálp sápu. Diðrik Jóhann Sæmundsson, garðyrkjubóndi á Friðarstöðum, segir að strax eftir skjálftann hafi Grýla lifnað við og gosið duglega. 2.6.2008 16:34 Gæsluvarðhald og farbann framlengt á ný Gæsluvarðhald yfir pólskum karlmanni, sem grunaður er um að hafa við tólfta mann ráðist með vopnum og ofstæki að sjö öðrum í húsi við Keilufell 22. mars síðastliðinn, hefur verið framlengt til 14. júlí með tilliti til almannahagsmuna. Farbann fjögurra landa hans framlengist til sama dags. 2.6.2008 16:14 Íslensk erfðagreining átti frumkvæðið að glákurannsóknum Íslensk erfðagreining hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af verðlaunum sem fyrirtækið fékk í gær ásamt Friðberti Jónassyni, prófessor í augnlækningum. Verðlaunin voru veitt af heimssamtökum um sjúkdóminn gláku. 2.6.2008 16:06 Anders Fogh fordæmir sprengjutilræðið Forsætisráðherra Danmerkur Anders Fogh Rasmussen fordæmir sprenginguna í Pakistan. 2.6.2008 15:58 Kjartan hvetur starfsfólk til þess að horfa til framtíðar Kjartan Magnússon, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir í kjölfar harðorðrar yfirlýsingar frá starfsmönnum að hann skilji að það veki viðbrögð þegar forstjóri láti að störfum. 2.6.2008 15:56 Kennarar gagnrýna andvaraleysi stjórnvalda Félag framhaldsskólakennara hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun um stöðuna í viðræðum við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs um endurnýjun kjarasamnings Kennarasambands Íslands í framhaldsskólum árið 2008: 2.6.2008 15:49 Bjarni einn um að fara fram á rökstuðning ráðherra Bjarni Vestmann, sendifulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, óskaði sl. þriðjudag eftir rökstuðningi utanríkisráðherra fyrir ráðningu Ellisifjar Tinnu Víðisdóttur í starf forstjóra Varnarmálastofunnar, en Bjarni var einn umsækjanda. 2.6.2008 15:48 Vilja athuga hvort kjarnakljúf sé að finna í Sýrlandi Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna vill að Sýrland leyfi eftirlitsmönnum að koma inn í landið til þess rannsaka hvort einhverjar sannanir séu að finna fyrir því að Sýrlendingar séu að byggja kjarnakljúf. Sýrlendingar hafa hvað eftir annað neitað að þeir hafi nokkra kjarnorkuvopnaáætlun né að þeir hafi átt nokkurt slíkt samstarf við Norður-Kóreu. 2.6.2008 15:37 19 ára stúlka ákærð fyrir alvarlega líkamsárás Í morgun var í Héraðsdómi Reykjavíkur þingfest ákæra á hendur 19 ára stúlku úr Reykjavík sem gefið er að sök að hafa framið sérstaklega hættulega líkamsárás í mosfellsbæ í júlí í fyrra. 2.6.2008 15:34 Mikið að gera í innrömmun eftir jarðskjálftann Nokkrar starfsstéttir á Suðurlandi hafa meira að gera en aðrar eftir skjálftann mikla í síðustu viku en meðal þeirra eru einstaklingar sem fást við innrömmum. Á Selfossi eru allavega tveir slíkir aðilar og gerðu þeir báðir tveir fastlega ráð fyrir því að nóg yrði að gera hjá þeim næstu mánuði. 2.6.2008 15:29 Varpaði stórfé úr flugvél til að kynna bók Indónesíski rithöfundurinn og kaupsýslumaðurinn Tung Desem Waringin varpaði í gær 100 milljónum rúpía, jafnvirði tæplega 900.000 króna, úr flugvél á flugi rétt utan við borgarmörk höfuðborgarinnar Jakarta. 2.6.2008 15:10 Sjá næstu 50 fréttir
Segir almenning vilja Vilhjálm út og Hönnu Birnu inn Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur segir að ljóst sé að það sé krafa almennings að ,,bundinn verði endi á leiðtogakreppuna í Sjálfstæðisflokknum" og að ,,Vilhjálmur fari út og Hanna Birna taki við." Þetta komi skýrt fram í skoðanakönnum sem gerð var fyrir Capacent. 3.6.2008 12:43
Eldri feður eignast skammlífari börn Vísindamenn hafa fundið út að börn eru nær tvöfalt líklegri til að deyja áður en þau verða fullorðin eigi þau feður eldri en 45 ára en ef feður þeirra eru á milli 25-30 ára. 3.6.2008 12:13
„Þið gerið það sem þið þurfið að gera“ „Þetta virkar ekki þannig að ég veiti lögreglunni heimild,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra í samtali við Vísi og benti á lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. 3.6.2008 12:13
Kaupþing breytir vinnubrögðum eftir ávítur frá Neytendasamtökunum Kaupþing hefur breytt samningsskilmálum í tengslum við Vista viðbótarlífeyrissparnað í kjölfar þess að Neytendasamtökin gagnrýndu ítrekað söluaðferðir bankans. 3.6.2008 12:12
Ísbjarnarblús í Skagafirðinum (myndband) Ísbjörninn sem gekk laus í Skagafirðinum í morgun hefur verið felldur. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra veitti samþykki fyrir að fella dýrið þegar ljóst var að rétt lyf til að svæfa það væru ekki til á landinu og fengjust ekki hingað fyrr en í fyrsta lagi á morgun. 3.6.2008 11:51
Sofandi bílstjóri ekur inn í hóp reiðhjólamanna Ölvaður ökumaður sofnaði undir stýri í Mexícó í gær og ók inn í hóp reiðhjólamanna. 3.6.2008 11:40
Óvíst að til séu lyf sem duga á björninn Sigurður Þráinsson, líffræðingur hjá umhverfisráðuneytinu, segir ekki ljóst hvort hér á landi séu til réttu lyfin til að svæfa ísbjörninn og halda honum sofandi meðan á flutningi hans stendur og eins sé óvíst að þekking til slíkra flutninga sé til staðar. 3.6.2008 11:40
Bræðurnir segja Annþór hafa skipulagt smyglið Ari Gunnarsson annar bræðranna í Hraðsendingarmálinu svokalla, brast í grát þegar hann bar vitni í málinu í dag. Honum og þremur öðrum er gefið að sök stórfellt fíkniefnabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 4,6 kílóum á amfetamíni og nærri 600 gömmum af kókaíni frá Þýskalandi. Ari og bróðir hans, Jóhannes, bera báðir að Annþór Kristján Karlsson hafi verið skipuleggjandi smyglsins og sá sem fjármagnaði fíkniefnakaupin. Þeir bræður segjast aðeins hafa verið milligöngumenn á milli Annþórs og Tómasar Kristjánssonar sem starfaði hjá hraðsendingarfyrirtækinu UPS en efnin voru send með hraðsendingu á vegum þess. 3.6.2008 11:20
Rætt um matvælakreppu í Róm Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna Ban Ki-moon sagði á leiðtogafundinum sem haldin er þessa dagana í Róm um matvælakreppu heimsins að matvælaframleiðsla þyrfti að aukast um 50% fyrir árið 2030 til þess að mæta matarþörfum heimsins. 3.6.2008 10:47
Vonast til að ísbjörninn fái að lifa Árni Finnsson, formaður Náttuverndarsamtaka Íslands, segist vona að mönnum beri gæfa til að svæfa ísbjörninn sem nú gengur laus á Þverárfjallsvegi í Skagafirði. Hann segir að til sé ákveðin viðbragðsáætlun fyrir atburð af þessu tagi sem gengur út á að svæfa dýrið og koma því til Jan Mayen. 3.6.2008 10:44
Búið að finna ísbjörninn Lögreglan á Sauðárkróki hefur haft uppi á ísbirninum sem fregnir höfðu borist um að hefði sést við Þverárfjallsveg. Þessa stundina er lögreglan á leið með skyttu á svæðið og leitar leiða til að bægja frá hættu sem gæti skapast vegna dýrsins. 3.6.2008 10:41
Lögreglan leitar ísbjarnar Lögreglan á Sauðárkróki er nú á leið upp á Þverárfjallsveg þar sem hún leitar ísbjarnar. Hefur lögreglan fengið nokkrar tilkynningar þess efnis og í Tíufréttum Útvarpsins staðfesti Þórarinn Leifsson, bóndi á Keldudal, að hann hefði orðið ísbjarnarins var. 3.6.2008 10:19
Tekinn ölvaður, dópaður og réttindalaus undir stýri Lögreglan á Suðurnesjum tók ökumann úr umferð í nótt þar sem hann reyndist vera undir áhrifum áfengis. 3.6.2008 07:50
Kennedy í baráttu fyrir Obama eftir skurðaðgerð Skurðaðgerð sem gerð var á öldungardeilarþingmanninum Edward Kennedy vegna krabbameins í heila þykir hafa heppnast afarvel. 3.6.2008 07:46
Allar líkur á að geimfarið Phoenix á Mars sitji á ísbreiðu Allar líkur eru á því að geimfarið Phoenix á Mars sitji á ísbreiðu. Síðustu ljósmyndir sem farið hefur sent frá sér benda til að svo sé. 3.6.2008 07:40
Klósettið í Alþjóðlegu geimstöðinni er komið í lag Klósettið um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni ISS virkar nú aftur. Geimferjan Discovery kom til stöðvarinnar í gærdag með nauðsynlega varahluti í klósettið. 3.6.2008 07:26
Sögulegum forkosningum Demókrataflokksins lýkur í dag Sögulegum forkosningum Demókrataflokksins í Bandaríkjunum lýkur í dag. Þá verður kosið í Montana og Suður Dakóta en aðeins 31 kjörmaður er í boði. 3.6.2008 07:20
Lögðu hald á 80 tonn af kannabis í Nígeríu Fíkniefnalögreglan í Nígeríu hefur lagt hald á 80 tonn af kannabisefnum og er það eitt mesta magn sem náðst hefur í einu í landinu. 3.6.2008 07:18
Þjóðir mega senda herskip gegn sjóræningjum við Sómalíu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt einróma að öllum þjóðum sé heimilt að senda herskip inn í landhelgi Sómalíu til að berjast gegn sjóræningjum sem þar hafa herjað lengi. 3.6.2008 07:14
Fjórir Svíar í vandræðum á litlum bát í Héðinsfirði Fjórir sænskir ferðamenn lentu í vandræðum þegar vél í litlum báti, sem þeir voru á, bilaði þegar báturinn var staddur á Héðinsfirði laust fyrir miðnætti og dimm þoka lá yfir. 3.6.2008 07:12
Börn sértrúarsafnaðar í Texas snúa aftur til foreldra sinna Börnin í sértrúarsöfnuðinum í Texas sem tekin voru af foreldrum sínum og komið í fóstur eru byrjuð að snúa heim aftur. Alls eru nú rúmlega 100 börn af 460 barna hóp komin til foreldra sinna á ný. 3.6.2008 07:02
Fólk varað við að vera við hlíðar Ingólfsfjalls Almannavarnir vara fólk við að vera við hlíðar Ingólfsfjalls og nálægra fjalla. 3.6.2008 06:46
Einn handtekinn vegna morðsins á skólastúlkunni Maður á þrítugsaldri var handtekinn nú í kvöld eftir að fimmtán ára stúlka fannst látin með fjöldi stungusára. Stúlkan fannst í lyftu í blokk nálægt Waterloo lestarstöðinni í London. 2.6.2008 21:09
Öflugur jarðskjálfti á Hellisheiði Öflugur jarðskjálfti fannst í Hveragerði og Þorlákshöfn fyrir stundu. Skjálftinn á upptök sín í Skálafelli á Hellisheiði og segir Veðurstofan að líklega sé skjálftinn 4 til 4,5 stig á Richter. 2.6.2008 18:44
Kenndy fór í vel heppnaða aðgerð Öldungardeildarþingmaðurinn Edward Kennedy fór í vel heppnaða aðgerð í dag en hann greindist nýlega með krabbamein í heilanum. Þingmaðurinn sem er orðinn 76 ára gamall greindist með krabbameinið í siðasta mánuði. 2.6.2008 20:02
Enn í öndunarvél Drengnum sem lenti í sprengingu í húsbíl í Grindavík á föstudagskvöld er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Drengurinn, sem er á þriðja aldursári, var í húsbíl ásamt afa sínum þegar gaskútur sprakk. Hann hlaut mikinn bruna á höfði og á höndum. 2.6.2008 19:46
Allt hvalkjötið selt Allt hvalkjöt sem unnið var úr þeim sjö langreyðum sem veiddust hér við land árið 2006 hefur verið selt til Japans. Forstjóri Hvals hf. vill hefja veiðar á ný en sjávarútvegsráðherra segir rétt að bíða með frekari ákvarðanir. 2.6.2008 19:41
Íbúar í Hveragerði hvattir til þess að sjóða neysluvatn Í gærkvöldi voru haldnir fjölmennir íbúafundir á Selfossi og Eyrarbakka þar sem farið var yfir stöðuna með íbúum. Skemmdir eru enn að koma í ljós og eru sérfræðingar að störfum á svæðinu að meta öryggi húsa ásamt því að starfsmenn tryggingafélaga eru að meta tjón hjá íbúum. 2.6.2008 19:00
Búið að framselja Plank til Póllands Í dag framkvæmdu lögreglufulltrúar alþjóðadeildar ríkislögreglustjórans framsal á pólskum karlmanni. Maðurinn, Przemyslaw Plank, er grunaður um mannrán, morð og aðild að skipulögðum glæpasamtökum í Póllandi. 2.6.2008 18:13
Sanngjarnar og afar góðar tillögur Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, fagnar skýrslu starfshóps um heildarstefnumótun skattlagningar eldsneytis og ökutækja sem kynnt var fyrr í dag. 2.6.2008 17:57
Hópferðaleyfishafar vilja endurgreiðslu af olíugjaldi Félag hópleyfishafa hefur sent frá sér ályktun þar sem það hvetur fjármálaráðherra „til að beita sér fyrir því að endurgreiðsluákvæði af olígjaldi, sem gildir fyrir almenningsvagna, gangi jafnt yfir alla fólksflutningabifreiðar 17 farþega eða stærri... 2.6.2008 17:01
Sýknaður af líkamsárás Karlmaður var í Héraðsdómir Suðurlands í dag sýknaður af ákærum um líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa ráðist á annan mann fyrir utan skemmtistað í Vestmannaeyjum, sparkað í hann og slegið þannig að hann fékk áverka á nefi og á enni. 2.6.2008 16:54
Íslenski bílaflotinn einn sá stærsti Í skýrslu starfshóps um heildarstefnumótun skattlagningar eldsneytis og ökutækja sem var kynnt fyrr í dag kemur fram að heildarfjöldi bifreiða hefur fjölgað umtalsvert á seinustu árum. Frá árinu 1990 var heildarfjöldi fólksbíla, hópbíla, vöru- og sendibíla hér á landi um 134.000 en í árslok 2007 voru þeir rúmlega 240.000. 2.6.2008 16:46
14 ára stúlka stungin til bana nálægt Waterloo í London 14 ára stúlka var fundin látin vegna stungusára í lyftu í blokk nálægt Waterloo lestarstöðinni í Suður-London. 2.6.2008 16:43
Grýla gaus þegar skjálftinn reið yfir Grýla í Ölfusdal, þekktasti goshver Hveragerðis og raunar einn nafntogaðasti hver landsins, gaus í fyrst sinn í mörg ár af eðlilegum orsökum stuttu eftir síðasta Suðurlandsskjálfta og hefur hverinn gosið reglulega síðan. Grýla hefur reyndar gosið nokkrum sinnum undanfarin ár en þá eingöngu með hjálp sápu. Diðrik Jóhann Sæmundsson, garðyrkjubóndi á Friðarstöðum, segir að strax eftir skjálftann hafi Grýla lifnað við og gosið duglega. 2.6.2008 16:34
Gæsluvarðhald og farbann framlengt á ný Gæsluvarðhald yfir pólskum karlmanni, sem grunaður er um að hafa við tólfta mann ráðist með vopnum og ofstæki að sjö öðrum í húsi við Keilufell 22. mars síðastliðinn, hefur verið framlengt til 14. júlí með tilliti til almannahagsmuna. Farbann fjögurra landa hans framlengist til sama dags. 2.6.2008 16:14
Íslensk erfðagreining átti frumkvæðið að glákurannsóknum Íslensk erfðagreining hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af verðlaunum sem fyrirtækið fékk í gær ásamt Friðberti Jónassyni, prófessor í augnlækningum. Verðlaunin voru veitt af heimssamtökum um sjúkdóminn gláku. 2.6.2008 16:06
Anders Fogh fordæmir sprengjutilræðið Forsætisráðherra Danmerkur Anders Fogh Rasmussen fordæmir sprenginguna í Pakistan. 2.6.2008 15:58
Kjartan hvetur starfsfólk til þess að horfa til framtíðar Kjartan Magnússon, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir í kjölfar harðorðrar yfirlýsingar frá starfsmönnum að hann skilji að það veki viðbrögð þegar forstjóri láti að störfum. 2.6.2008 15:56
Kennarar gagnrýna andvaraleysi stjórnvalda Félag framhaldsskólakennara hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun um stöðuna í viðræðum við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs um endurnýjun kjarasamnings Kennarasambands Íslands í framhaldsskólum árið 2008: 2.6.2008 15:49
Bjarni einn um að fara fram á rökstuðning ráðherra Bjarni Vestmann, sendifulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, óskaði sl. þriðjudag eftir rökstuðningi utanríkisráðherra fyrir ráðningu Ellisifjar Tinnu Víðisdóttur í starf forstjóra Varnarmálastofunnar, en Bjarni var einn umsækjanda. 2.6.2008 15:48
Vilja athuga hvort kjarnakljúf sé að finna í Sýrlandi Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna vill að Sýrland leyfi eftirlitsmönnum að koma inn í landið til þess rannsaka hvort einhverjar sannanir séu að finna fyrir því að Sýrlendingar séu að byggja kjarnakljúf. Sýrlendingar hafa hvað eftir annað neitað að þeir hafi nokkra kjarnorkuvopnaáætlun né að þeir hafi átt nokkurt slíkt samstarf við Norður-Kóreu. 2.6.2008 15:37
19 ára stúlka ákærð fyrir alvarlega líkamsárás Í morgun var í Héraðsdómi Reykjavíkur þingfest ákæra á hendur 19 ára stúlku úr Reykjavík sem gefið er að sök að hafa framið sérstaklega hættulega líkamsárás í mosfellsbæ í júlí í fyrra. 2.6.2008 15:34
Mikið að gera í innrömmun eftir jarðskjálftann Nokkrar starfsstéttir á Suðurlandi hafa meira að gera en aðrar eftir skjálftann mikla í síðustu viku en meðal þeirra eru einstaklingar sem fást við innrömmum. Á Selfossi eru allavega tveir slíkir aðilar og gerðu þeir báðir tveir fastlega ráð fyrir því að nóg yrði að gera hjá þeim næstu mánuði. 2.6.2008 15:29
Varpaði stórfé úr flugvél til að kynna bók Indónesíski rithöfundurinn og kaupsýslumaðurinn Tung Desem Waringin varpaði í gær 100 milljónum rúpía, jafnvirði tæplega 900.000 króna, úr flugvél á flugi rétt utan við borgarmörk höfuðborgarinnar Jakarta. 2.6.2008 15:10