Innlent

Bjarni einn um að fara fram á rökstuðning ráðherra

Bjarni Vestmann.
Bjarni Vestmann.

Bjarni Vestmann, sendifulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, óskaði sl. þriðjudag eftir rökstuðningi utanríkisráðherra fyrir ráðningu Ellisifjar Tinnu Víðisdóttur í starf forstjóra Varnarmálastofunnar, en Bjarni var einn umsækjanda.

Varnarmálastofnun tók formlega til starfa í gær. Samkvæmt Urði Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, hefur ráðuneytið tvær vikur til að bregðast við og færa rök fyrir ráðningu Ellisifjar.

Fleiri umsækjendur hafa ekki farið fram á rökstuðning ráðherra og sagðist t.a.m. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og einn umsækjanda, aðspurður í samtali við Vísi ekki búast við því að hann muni aðhafast frekar í málinu líkt og Bjarni hefur gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×