Innlent

Fjórir Svíar í vandræðum á litlum bát í Héðinsfirði

Fjórir sænskir ferðamenn lentu í vandræðum þegar vél í litlum báti, sem þeir voru á, bilaði þegar báturinn var staddur á Héðinsfirði laust fyrir miðnætti og dimm þoka lá yfir.

Þeir kölluðu á vaktstöð siglinga eftir aðstoð, sem gat fyrir tilstilli tilkynningakerfisins, leiðbeint báti að þeim í þokunni, og eru Svíarnir komnir heilu og höldnu til Ólafsfjarðar.

Þá er björgunarbátur frá Patreksfirði að sækja togbátinn Þorstein út á Vestfjarðamið, eftir að vélin bilaði í honum í nótt. Gott veður er á svæðinu og engin hætta á ferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×