Fleiri fréttir

Starfsmenn OR átelja stjórnina

Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur samþykktu í dag harðorða ályktun þar sem vinnubrögð stjórnar Orkuveitunnar eru gagnrýnd.

Hrikalegt að sleppa táknmálsfréttum þegar skjálftinn reið yfir

„Mér fannst nú hrikalegt að þeir skyldu sleppa þeim, miðað við tímasetningu hafði RÚV kjörið tækifæri til að koma aðvörunum Almannavarna á framfæri á táknmáli til jafns við aðra landsmenn," segir Sigurlín Margrét Sigurðardóttir framkvæmdastjóri þegar Vísir spyr hana út í þá staðreynd að RÚV felldi niður táknmálsfréttir fimmtudaginn 29. maí, daginn sem Suðurlandsskjálftinn gekk yfir.

Gruna starfsfólk Cabin um þjófnað

Forsvarsmenn KFÍ á Ísafirði eru æfir út í starfsfólk Cabin hótels í Reykjavík eftir að þjálfari meistaraflokks félagsins, Borce Ilievski, var rændur þegar hann var gestur á hótelinu um þar síðustu helgi. Borce fær tjón sitt, sem metið er á um 300 þúsund krónur, ekki bætt hjá hótelinu en taskan hans fannst inn á öðru herbergi hótelsins skömmu eftir ránið.

Smábílar gætu lækkað en hákarnir hækkað

Starfshópur fjármálaráðherra hefur skilað af sér skýrslu um heildarstefnumótun skattlagningar eldsneytis og ökutækja. Í starfshópnum áttu sæti fulltrúar fjármálaráðuneytis, samgönguráðuneytis og umhverfisráðuneytis og átti starfshópurinn samráðsfundi við hagsmunaaðila. Verði tillögur hópsins samþykktar má gera ráð fyrir að smábílar sem losa lítið magn koltvísýrings lækki um allt að 30 prósent í verði en á móti munu bílar sem losa mikið magn hækka. Þannig er áætlað að ríkissjóður verði ekki af tekjum vegna þessara breytinga. Ríkisstjórnin mun ræða þessar tillögur í sumar og gert er ráð fyrir að ákvörðun um framhald verði tekin á vorþingi.

Breytingum ætlað að tengja háskólann betur við atvinnulífið

Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar Alþingis, segir að breytingarnar sem gerðar hafa verið á háskólalögum séu til þess fallnar að tengja háskólann betur við atvinnulífið. Breytingarnar eigi að stuðla að því að skipaðir verði aðilar úr atvinnulífinu í ráðið og þannig aukist samstarf háskólans við atvinnulífið. Með breytingum færist skólinn í svipað horf og þekkist á Norðurlöndunum og hjá Háskólanum í Reykjavík en þar er enginn úr sjálfum háskólanum í æðsta ráði skólans.

Mikil óánægja með breytingar á háskólalögum

Mikil óánægja ríkir á meðal háskólamanna með nýgerðar breytingar á háskólalögum. Ný lög um opinbera háskóla voru samþykkt á Alþingi á lokadögum þingsins. Innan Háskóla Íslands hefur mikil óánægja gert vart við sig vegna þeirra og þá aðallega breytingar sem gerðar voru á háskólaráði sem er æðsta stjórnvald skólans.

Segja golf auka lífslíkur verulega

Golf virðist vera býsna heilnæm íþrótt ef marka má rannsókn sem birtist í Scandinavian Journal of Medicine & Science og bendir til þess að dánartíðni golfiðkenda sé 40% lægri en samanburðarhóps með sömu breytur en þar er gengið út frá aldri, kyni og þjóðfélagslegri stöðu.

Ótryggður fangi ósáttur

Fangi á Litla Hrauni er ósáttur við að fá ekki bætur fyrir þær skemmdir sem urðu á eignum hans í Suðurlandsskjálftanum.

Óánægðir starfsmenn OR funda

Nú stendur yfir lokaður fundur starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur. Fjölmiðlar eru á staðnum en þeim var vísað af fundinum áður en hann hófst.

Styrmir lætur af störfum

Styrmir Gunnarsson hefur látið af störum sem ritstjóri Morgunblaðsins eftir rúmleg 40 ára veru á blaðinu. Starfsmenn Árvakurs kvöddu Styrmi með virktum í Hádegismóum í morgun.

Enginn Dani dó í sprengingunni í Pakistan

Einn starfsmaður sendiráðsins lést af völdum sprengingarinnar í Islamabad í morgun og þrír særðust. Aðeins þrír danskir starfsmenn voru við störf þar og ekki er vitað til þess að þeim hafi verið meint af. Sendiráðsbyggingin sjálf skemmdist og nokkrar bifreiðar fyrir utan.

Rannsókn Grímseyjar- og Byrgismála senn lokið

Gera má ráð fyrir að um það bil mánaðarlöng vinna sé eftir við rannsókn efnahagsbrotadeildar á máli Brynjólfs Árnasonar, fyrrverandi sveitarstjóra í Grímsey, sem grunaður er um stórfelld fjársvik, og þeim hluta Byrgismálsins er snýr að fjárreiðum Byrgisins.

Bankar vilja samstarf við REI

Kjartan Magnússon, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Energy Invest, segir að nokkur fyrirtæki hafi haft samband til þess að opna á mögulegar viðræður um samstarf við REI í útrásarverkefnum á orkusviði.

Franskir ferðamenn heilir á húfi

Þyrla Landhelgisgæslunnar, Gná, fann rétt í þessu franska ferðamenn sem óttast var um eftir að bíll sem þeir voru með á leigu fannst mannlaus rétt við Landmannahelli í gær. Fólkið var í Landmannalaugum og amaði ekkert að því.

Átta manns létust fyrir utan danska sendiráðið í Pakistan

Átta manns létust í sjálfsmorðssprengingu í morgun nálægt danska sendiráðinu í Islamabad, höfuðborg Pakistan. Ekki er ljóst hver stendur að baki sprengingunni en sendiráðum Danmerkur hefur áður verið ógnað eftir að myndir af Múhammeð spámanni voru endurbirtar í dönskum fjölmiðlum í febrúar.

Nýfundið smástirni snýst á methraða

Nýfundið smástirni sýnst á methraða eða hringinn kringum sjálft sig á aðeins 42,7 sekúndum. Smástirnið sem ber nafnið 2008 HJ, sveif framhjá jörðinni í apríl s.l. og var þá á 162.000 km hraða.

Mikill eldsvoði við Universal Studios

Um 300 slökviliðsmenn börðust við mikinn eldsvoða í skemmtigarði tengdum kvikmyndafyrirtækinu Universal Studios í Los Angeles í gær.

Rúm 60 tonn af hvalkjöti sent til Japans

Rúmlega 60 tonn af kjöti, eða allt kjötið sem fékkst af sjö langreiðum, sem veiddar voru hér við land sumarið 2006, hefur verið selt til Japans.

Nýr lúxusgolfvöllur byggur á Kúbu

Ferðamálaráð Kúbu mun í dag tilkynnina formlega um byggingu á nýjum lúxus-golfvelli með tilheyrandi villum og aðstöðu fyrir efnaða túrista.

Aldrei meiri stuðningur við ESB og evru

Stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru hefur aldrei reynst meiri samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup sem gerð var fyrir Samtök iðnaðarins.

Alþjóðleg verðlaun fyrir vísindarannsóknir

Friðbert Jónasson, prófessor í augnlækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir við Landspítala háskólasjúkrahús, hlaut í dag árleg verðlaun Heimssamtaka um augnsjúkdóminn gláku.

Dorrit smakkaði afmælistertu

Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaief voru meðal afmælisgesta í Hafnarfirði í dag. Hafnarfjörður fagnaði 100 ára afmæli sínu með miklu tilstandi.

Ellisif Tinna tekin við vörnum landsins

Varnarmálastofnun tók til starfa í dag, 1. júní. Varnarmálastofnun sinnir varnartengdum verkefnum. Stofnunin heyrir undir utanríkisráðherra, sem ber ábyrgð á öryggis og varnarstefnu Íslands á alþjóðavettvangi.

Hafnar viðtali gegn 15 milljarða króna greiðslu

Elísabet Fritzl hefur hafnað því að veita blaðaviðtal gegn rúmlega fimmtán milljarða króna greiðslu, um árin sem faðir hennar hélt henni fanginni í kjallara heimilis þeirra í Austurríki.

Eitt reyklaust ár að baki

Eitt ár er nú liðið síðan slökkt var í síðustu löglegu sígarettunum á kaffihúsum, veitinga- og skemmtistöðum landsins. Reykingabannið á ársafmæli í dag.

Borgarstjórnin kolfallin

Samfylkingin fengi 45% atkvæða og hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur ef kosið væri nú, samkvæmt könnun Capacent Gallup.

Drukknir í bílveltu -og á flótta

Þrír Pólverjar eru í haldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Á ellefta tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um bíl sem hafði oltið af veginum við Vatnsleysuströnd.

Ónýtum húsum lokað í Ölfusi

Lögregla lokaði ellefu húsum í Ölfusi í gærkvöld sem talin eru ónýt eða óíbúðarhæf vegna skemmda eftir jarðskjálftann síðastliðinn fimmtudag.

Sjá næstu 50 fréttir