Innlent

Íbúar í Hveragerði hvattir til þess að sjóða neysluvatn

Í gærkvöldi voru haldnir fjölmennir íbúafundir á Selfossi og Eyrarbakka þar sem farið var yfir stöðuna með íbúum. Skemmdir eru enn að koma í ljós og eru sérfræðingar að störfum á svæðinu að meta öryggi húsa ásamt því að starfsmenn tryggingafélaga eru að meta tjón hjá íbúum.

Þetta kemur fram á vef almannavarna. Þar segir ennfremur að Þjónustumiðstöðvar í Hveragerði og á Selfossi verði opnar milli kl.13:00 og 20:00 næstu daga.

Á sama stað verða fulltrúar RKÍ með áfallahjálp í boði frá kl.17:00 til 20:00.

Neysluvatn á Selfossi er í lagi en íbúar í Hveragerði eru hvattir til að sjóða neysluvatn sitt. Hægt er að nálgast vatn á flöskum við þjónustumiðstöðvarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×