Innlent

Íslensk erfðagreining átti frumkvæðið að glákurannsóknum

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

Íslensk erfðagreining hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af verðlaunum sem fyrirtækið fékk í gær ásamt Friðberti Jónassyni, prófessor í augnlækningum. Verðlaunin voru veitt af heimssamtökum um sjúkdóminn gláku.

Tilkynningin fer hér á eftir:

„Vegna frétta af verðlaunum sem veitt voru Kára Stefánssyni og Friðberti Jónassyni, af heimssamtökum um augnsjúkdóminn gláku, í Berlín í gær telur Íslensk erfðagreining rétt að eftirfarandi komi fram.

Íslensk erfðagreining hafði frumkvæði að þeim rannsóknum sem leiddu til tímamótauppgötvana á erfðafræði sjúkdómsins og urðu tilefni verðlaunanna. Öll hönnun rannsóknanna fór fram hjá Íslenskri erfðagreiningu, svo og vinna við þær og öll túlkun niðurstaðna. Vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu sáu einnig að mestu um ritun á grein um vinnuna sem birtist í tímaritinu Science á síðasta ári, og voru í báðum heiðurssætunum í höfundaröð (fyrsta og síðasta sæti).

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir verðlaunin mikinn heiður fyrir alla þá sem að rannsóknunum komu og íslenskt vísindasamfélag almennt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×