Innlent

Vonast til að ísbjörninn fái að lifa

Árni Finnsson.
Árni Finnsson.

Árni Finnsson, formaður Náttuverndarsamtaka Íslands, segist vona að mönnum beri gæfa til að svæfa ísbjörninn sem nú gengur laus á Þverárfjallsvegi í Skagafirði. Hann segir að til sé ákveðin viðbragðsáætlun fyrir atburð af þessu tagi sem gengur út á að svæfa dýrið og koma því til Jan Mayen.

„Ég vona að okkur muni bera gæfa til þess að leysa málið með því að svæfa björninn í stað þess að grípa til gamaldags viðbragða og skjóta hann," segir Árni Finnson. Hann segist hafa heyrt að Þórunn Sveinbjarnardóttir sé að vinna í málinu.

Árni segist vongóður um að þetta gangi eftir, svo fremi sem björninn sé ekki að ógna fólki ætti að vera hægt að leyfa honum að lifa og aðstoða hann við að komast á hentugri slóðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×