Innlent

Óvíst að til séu lyf sem duga á björninn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Óljóst er hvort lyf séu til hér á landi sem duga til að halda dýrinu sofandi.
Óljóst er hvort lyf séu til hér á landi sem duga til að halda dýrinu sofandi.

Sigurður Þráinsson, líffræðingur hjá umhverfisráðuneytinu, segir ekki ljóst hvort hér á landi séu til réttu lyfin til að svæfa ísbjörninn og halda honum sofandi meðan á flutningi hans stendur og eins sé óvíst að þekking til slíkra flutninga sé til staðar.

„Ísbirnir eru friðaðir á landi, hafís og sundi en ef þeir koma á land og ógna fólki og af þeim stafar bráð hætta er heimilt að fanga þá og flytja þá þangað sem ekki stafar hætta af þeim," segir Sigurður og vitnar í villidýralögin svonefndu sem eru lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum frá 1994.

Sigurður segir heimilt að drepa hvítabjörn sem gengið hefur á land stafi fólki eða búfénaði hætta af honum. „Ef hann er felldur ber að tilkynna umhverfisráðherra það tafarlaust. Lögregla er að fylgjast með dýrinu og vaktar það og við erum að skoða hvað hægt er að gera, hvort hægt er að svæfa hann og flytja hann í burtu,"bætir Sigurður við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×